Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 12
Vikublað 11.–13. nóvember 201412 Fréttir F jölgun er á biðlistum eftir nær öllum völdum skurðað- gerðum sem Embætti land- læknis hefur reglubund- ið eftirlit með. Þannig hefur biðtími eftir aðgerðum einnig lengst síðustu misseri. Þetta kemur fram í yfirliti landlæknis um stöðu á biðlistum eftir völdum aðgerðum á sjúkrahúsum í október síðastliðn- um. Lengst er biðin eftir skurðað- gerð á augasteini en biðlistinn hefur lengst jafnt og þétt á undanförnum árum. Fjölgunin nemur rúmum 42 prósentum samanborið við stöðuna í október í fyrra. Nú eru rúmlega tvö þúsund einstaklingar á biðlista og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hjá Sjón- lagi er áætluð bið eftir aðgerð tæp- lega þrjú ár. Önnur verkefni lengja biðina Embætti landlæknis birtir reglu- lega upplýsingar um biðlista eft- ir völdum skurðaðgerðum. Ein- göngu eru birtar upplýsingar um fjölda þeirra sem beðið hafa leng- ur en þrjá mánuði eftir aðgerð. Eins og áður segir er áætluð bið hjá Sjón- lagi, eftir skurðaðgerð á augasteini, nú tæplega þrjú ár en þess má geta að styst er biðin á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eða um níu mánuðir. Samkvæmt upplýsingum frá augn- deild Landspítala þá eru skýringar á lengingu biðlista þar að önnur verkefni, svo sem lyfja inndælingar vegna augnbotnahrörnunar, hafi minnkað rými fyrir augasteinsað- gerðir. Biðlisti tvöfaldaðist á innan við ári Af öðrum aðgerðum má nefna að þeim sem beðið hafa eftir gerviliða- aðgerð á mjöðm hefur fjölgað nokk- uð, eða um rúm tíu prósent frá því í júní á þessu ári. Sama á við um þá sem eru á biðlista eftir gerviliðaað- gerð á hné, en þeim hefur fjölgað um 14,5 prósent á sama tíma. Áætlaður biðtími eftir gerviliðaaðgerð á hné er nú eitt og hálft ár en rúmir sjö mánuð- ir eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm. Konum sem beðið hafa lengur en þrjá mánuði eftir legnámi hef- ur fjölgað úr 91 í 119 frá því í júní síðastliðnum. Fjölgun hefur einna helst orðið á Landspítala en þar er nú áætlaður biðtími eftir að- gerð 33 vikur, eða um átta mánuð- ir, samanborið við þrjár til sex vikur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Þá hefur einstaklingum sem bíða eftir aðgerð vegna kviðslits fjölgað allnokkuð og er áætlaður biðtími á Landspítala nú hálft ár. Einnig fjölgar enn á biðlista eftir gallsteina- aðgerð. Nú eru 97 á biðlistanum sem er um 33 prósenta fjölgun frá því í júní og rúmlega tvöfalt fleiri en í febrúar á þessu ári. Fjöldi á biðlista eftir hjarta- og/ eða kransæðamyndatöku er svip- aður og á sama tíma fyrir ári en alls bíða 114 einstaklingar eftir að kom- ast í myndatöku. Er þetta eina til- vikið þar sem ekki fjölgaði á biðlist- um af þeim aðgerðum sem Embætti landlæknis skoðar. Hafa ber í huga að einstaklingar sem þurfa bráða- meðferð fara ekki á biðlistann. n Biðlistar í aðgerðir lengjast Fjölgun er á biðlistum eftir nær öllum völdum skurðaðgerðum sem Embætti landlækn- is hefur reglubundið eftirlit með. Enn lengjast biðlistar n Þetta eru biðtímarnir eftir aðgerðum n Allt að þriggja ára bið eftir sumum aðgerðum Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Nú eru rúm- lega tvö þúsund einstaklingar á biðlista og hafa þeir aldrei verið fleiri. Skurðaðgerð á augasteini – 3 ár Aðgerð til brjóstaminnkunar – 10 mánuðir Gerviliðaaðgerð á hné – 1 ár og 6 mánuðir Brottnám hvekks um þvagrás karla – 4 mánuðir Legnámsaðgerð – 8 mánuðir Gerviliðaaðgerð á mjöðm – 7 mánuðir Brjósklos- aðgerð – 1 mánuður Aðgerðir á grindar- holslíffærum kvenna – 1 ár og 2 mánuðir Gallsteina- aðgerð – 4 mánuðir Ófrjósemisaðgerð kvenna – 1 ár Aðgerð vegna kviðslits – 6 mánuðir Nýtt sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími Virka daga: 8:30 til 18:00 Laugardaga: 10-14 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.