Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 13
Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Fréttir 13 Gallsteina- aðgerð – 4 mánuðir Bætt staða ríkissjóðs auðveldar leiðréttingu n Meðalleiðrétting hjóna 1,5 milljónir n Full leiðrétting vegna verðbólgu meiri en 4% Ö ll verðbólga umfram 4 prósent á árunum 2008 og 2009 verður leiðrétt til fulls með beinu og óbeinu framlagi ríkisins. Þetta kom fram þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu niðurstöð- ur og framkvæmd skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar í gær. Betra en ráð var fyrir gert Með óbeinu framlagi ríkisins er átt við 20 milljarða króna sem ríkið gefur eftir af sköttum á séreignarsparnaði. Samkvæmt aðgerðinni er fólki gert kleift að leggja séreignarsparnaðinn inn á höfuðstól húsnæðislána sinna til lækkunnar þeirra. „Eiginfjárstaða 56.000 heimila styrkist með beinum hætti og um 2.500 heimili færast úr því að eiga ekkert eigið fé í fasteign sinni yfir í jákvæða eiginfjárstöðu,“ segir í gögnum ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð sagði skulda- niðurfærsluna mikið ánægjuefni og niðurstaðan væri betri en menn hefðu gert ráð fyrir í upphafi. Með því er átt við að niðurfærsla skulda er að jafn- aði hærri en ráð var fyrir gert. Hjón fá að meðaltali 1,5 milljóna króna leið- réttingu. En einstaklingar nálægt 1,1 milljón að jafnaði. Útreikningar sýna að um 70 prósent einstaklinga sem njóta leiðréttingarinnar skulda minna en 15 milljónir króna og 70 prósent hjóna skulda minna en 30 milljónir króna. Fjármagnað á styttri tíma Athygli vekur að fjármögnun aðgerð- anna verður stytt úr þremur árum í eitt vegna aukinna skatttekna ríkis- sjóðs. Það á að tryggja betri nýtingu fjármuna sem ella hefðu farið í vaxta- greiðslur til banka eða annarra fjár- málastofnana og gerir stjórnvöldum kleift að greiða hærri fjárhæðir inn á höfuðstól lánanna. Þannig er ráðgert að greiða niður íbúðalán um 40 millj- arða króna á þessu ári, 20 milljarða króna í upphafi næsta árs og loks 20 milljarða króna í byrjun árs 2016. Við þetta bætast aðrir 70 milljarð- ar króna sem ætlað er að flytjist úr sér- eignarsparnaði heimila til lækkunar höfuðstóls íbúðalána. Í gögnum ríkisstjórnarinnar og verkefnisstjórnar um höfuðstólsleið- réttinguna segir að aðgerðin vegi þyngst fyrir fólk undir meðaltekjum, sem var innan við fertugt við hrun, átti lítið eigið fé í húsnæði sínu og skuld- aði á bilinu 15 til 30 milljónir króna. Umsækjendur eiga næsta leik Fram kom á blaðamannafundinum og í kynningargögnum ríkisstjórn- arinnar að öllum verðtryggðum lán- um umsækjenda hafi nú verið skipt í tvo greiðsluhluta. Það merkir að leiðréttingarhluti fasteignalánsins, til dæmis 1,5 milljónir króna, hefur verið dreginn frá frumláninu. Þannig lækk- ar greiðslubyrði strax og umsækjend- ur samþykkja leiðréttingarfjárhæð- ina sem unnt er að gera á vefnum leiðretting.is með rafrænum skil- ríkjum. Þar eru leiðbeiningar gefn- ar meðal annars á myndskeiði sem skýrir það ferli sem umsækjendur leiðréttingarinnar standa nú frammi fyrir. n Þ að er forvitnileg forgangsröðun að sjá að nýfundnir peningar í ríkissjóði séu nýttir til skuldaleið- réttinga í miðju læknaverkfalli,“ segir Þórólfur Matthíasson. „Heildarkostnaður ríkissjóðs er mjög hár, eða 100 milljarðar króna eða 1,5 sinnum stofnkostnaður nýs Landspítala. Áttatíu milljarðar koma til greiðslu strax. Þá fjármuni hefði verið hægt að nota til að lækka skuldabyrði ríkissjóðs. Tuttugu milljarðar eru teknir að láni hjá skatt- greiðendum framtíðarinnar, en það eru þeir fjármunir sem það kostar ríkissjóð að gefa eftir skatta af séreignarsparnaði sem fer inn í höfuðstólsgreiðslur. Framtíðarkynslóðir þurfa að hækka skatta sem þessu nemur. En þó heildarupphæðin sé há og muni vega þungt í skauti fyrir rík- issjóð bæði í bráð og lengd, þá er upphæðin sem hver og einn skuldari fær tiltölulega lág. Meðallán lækkar um 1,3 milljónir og greiðslubyrði lækkar þá um 5–6 þúsund krónur á mánuði. Sem er svipuð upphæð og virðisaukaskattur mun hækka vegna hækkunar úr 7 í 12 prósent. Helmingur lána lækkar um 1,2 milljónir eða minna. Meiningin mun vera sú að draga frá fyrri aðgerðir vegna vaxtabóta og vegna 110 prósenta leiðarinnar og sértækrar skuldaaðlögunar. Stór hluti leiðréttingarinnar núna fer því líklega til aðila sem eru með já- kvætt eiginfé í eignum sínum. Það má segja að þetta sé mjög dýr aðferð við að koma 2.300 fjölskyldum úr neikvæðu eiginfé í jákvætt. Ef það var markmiðið að hjálpa þeim hópi sem var með neikvætt eiginfé, þá hefði verið mun skynsamlegra að halda áfram með aðferðafræði 110 pró- senta leiðarinnar. Það hefði verið hægt með því að lækka viðmiðið úr 110 í 100 prósent. Það hefði verið ódýrara og réttlátara. Því miður eru gögnin í kynningarefni ríkisstjórnarinnar ekki nægjanlega góð til að sjá hversu margir glíma enn við neikvætt eiginfé. En þar er hópur sem mun væntanlega gera kröfu um frekari bætur meðal annars í ljósi þess að mjög margir þeirra sem eru með jákvætt eiginfé hafa nú fengið allt frá 1 til 4 milljóna króna að gjöf,“ segir Þórólfur. Verulegur kostnaður fellur á ríkissjóð Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands É g hef stutt niðurfærslu skulda heimilanna með þeim rökum að þetta sé vel- ferðaraðgerð sem að feli í sér að heimilin beri ekki ein ábyrgð á fjármálahruninu og að koma verði til móts við þau vegna verð- bólguskotsins sem fylgdi hruni gjaldmiðilsins. Ég hef líka stutt þetta á svipuðum forsendum og fjármálahagfræðingarnir Paul Krugman og Kenneth Rogoff hafa gert. Þetta sé gott fyrir efnahagslífið í kreppuástandi. Þetta auki eftirspurnina sem að sínu leyti örvar efna- hagslífið. Það hefur svo jákvæð áhrif á atvinnustig og jafnvel á kaup- mátt. Verðbólguáhrifin af þessu eru hverfandi. En þetta merkir samt ekki að ég sé að öllu leyti hrifinn af útfærsl- unni. Ég tel að það hafi verið röng leið að draga frá það sem fólk var búið að fá með öðrum aðgerðum áður. Það á sérstaklega við um þá sem verst voru staddir. Ég held að þeir hefðu átt að fá að njóta þessarar leiðréttingar til fulls. Þeir eru ekki í góðri stöðu þrátt fyrir stuðning frá síðustu ríkisstjórn. Almennt tel ég einnig að leiðréttingin hefði átt að vera stærri.“ Stefán segir ekki endilega rök fyrir því að taka það fé sem í leið- réttinguna fer til annarra nota, breyta forgangsröðun með takmarkað fé. „Ég held að það séu góð rök fyrir þessu. Ef þessi aðgerð hefur góð áhrif mun ríkissjóður njóta þess í meiri tekjum. Hann er hvort eð er að njóta meiri tekna en áður. Þar að auki var fundinn fyrir þessu nýr skatt- stofn með álagningu á fjármálafyrirtækin og slitabú gömlu bankanna. Mér finnst að ekki megi horfa fram hjá því. Þennan skattstofn má hik- laust tengja við þetta. Ef sá skattstofn skilar meiru í framtíðinni finnst mér að það eigi að renna til heimilanna með einum eða öðrum hætti.“ Styður leiðréttingu sem velferðaraðgerð Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands Húsnæðisverðið er þegar leiðrétt Guðrún Johnsen, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir á þá staðreynd að markaðurinn hafi nú þegar leiðrétt þá dýfu sem fasteignaverðið tók með hruninu og eignarýrnun hafi að því leyti gengið til baka. „Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 30 prósent frá desember 2010 að nafnvirði, en þá var hún í lægsta gildi frá árinu 2007 og mældist hún 302,6. Nú er vísitala fasteignaverðs á höfuðborgar- svæðinu komin í 401,2 og hefur aldrei verið hærri frá 1994. Sprotafyrirtækið Gangverð gefur enn ítarlegri sýn á hækkun fasteignaverðs en á heimasíðunni husnaedi. gangverd.is er hægt að sjá verðþróun á ólíkum stöðum. Raunverð á höfuðborgarsvæð- inu hefur hækkað um 15 prósent frá desember 2007 á meðan landsbyggðin hefur hins vegar séð raunlækkun húsnæðis upp á 8 prósent á sama tíma,“ segir Guðrún. Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Sigmundur Davíð sagði skuldaniður- færsluna mikið ánægju- efni og niðurstaðan væri betri en menn hefðu gert ráð fyrir í upphafi. Meiri tekjur ríkissjóðs Staða ríkissjóðs leyfir hraðari greiðslur vegna skuldaleiðréttinga segir fjármálaráð- herra. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu skuldaleið- réttinguna í Hörpu í gær. Mynd SigtryggUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.