Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 15
Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Fréttir Viðskipti 15 Rútufyrirtæki Engeyinga mala gull n Eignir ríflega 1.100 milljónum hærri en skuldir n Arðgreiðslur ár eftir ár F erðaþjónustufyrirtækin Reykjavík Excursions og Kynn­ isferðir, sem eru í meirihluta­ eigu fyrrverandi aðalaeigenda olíufélagsins N1, skiluðu rúm­ lega 340 milljóna króna hagnaði í fyrra samkvæmt nýjustu ársreikn­ ingum þeirra. Fyrirtækin eiga og reka fjölda langferðabifreiða sem notaðar eru til að flytja ferðamenn um Ísland, til dæmis á milli Reykjavíkur og Flug­ stöðvar Leifs Eiríkssonar á Miðnes­ heiði, og eins bjóða þau ferðamönn­ um upp á skoðunarferðir til þekktra ferðamannastaða eins og Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Segja má að fyrir tækin tvö séu risarnir á þessum markaði á Íslandi. Stærstu eigendur fyrirtækjanna eru eignarhaldsfélög í eigu fjöl­ skyldna bræðranna Einars og Bene­ dikts Sveinssona en þeir eru stund­ um nefndir Engeyingarnir, þó að Engeyingaættin telji vitanlega mik­ inn fjölda manns. Eignarhalds­ félög þeirra og barna þeirra fara með meirihluta hlutafjár í félaginu Alfa ehf. en það félag á móðurfélag beggja ferðaþjónustufyrirtækjanna, Hnetu ehf. Meðal eigenda eru félög þriggja barna Einars Sveinssonar, Hrólfs, Ástu Sigríðar og Benedikts, og félög í eigu Jóns Benediktsson­ ar, sonar Benedikts eiga einnig hlut. Bjarni Benediktsson, formað­ ur Sjálfstæðisflokksins og fjármála­ ráðherra, er hins vegar ekki skráður fyrir hlut í félaginu. Framkvæmdastjóri fyrirtækj­ anna heitir Jón Gunnsteinn Hjálm­ arsson en hann starfaði áður hjá N1. Annar eigandi Síðast þegar DV fjallaði um Kynnis­ ferðir og eignarhaldsfélagið Hnetu, í ársbyrjun 2011, var félagið alfarið skráð í eigu eignarhaldsfélagsins Ís­ dekks sem þá var í eigu Guðmund­ ar Ásgeirssonar sem kenndur er við Nesskip. Kynnisferðir voru í eigu Hnetu, Ísdekk átti Hnetu og Guð­ mundur átti Hnetu. Fyrirtækið hafði rambað á barmi gjaldþrots árið 2008 þegar endur­ skoðandi þess gerði fyrirvara við ársreikning þess í ljós 240 milljóna króna taps og neikvæðrar eiginfjár­ stöðu. Árið eftir kom til hlutafjár­ aukning upp á 150 milljónir króna og nýr eigandi, Hneta ehf., eignað­ ist félagið. Áður hafði það verið í eigu móðurfélags N1, BNT ehf., að 40 prósenta leyti auk þess sem Guð­ mundur Arnaldsson átti 30 prósent og Gísli Friðjónsson átti 17 prósent í því. Aðaleigendur N1 hafa því eign­ ast rútufyrirtækin tvö. Mikil umskipti Eftir eigendabreytingarnar, og auð­ vitað í ljósi þeirrar miklu uppsveiflu sem verið hefur í ferðamannageir­ anum á Íslandi síðastliðin ár, hef­ ur rekstur Kynnisferða og Reykjavík Excursions blómstrað. Samanlögð eiginfjárstaða félag­ anna tveggja, eignir mínus skuld­ ir, er rúmlega 1.100 milljónir króna. Mikil tekjuaukning átti sér líka stað hjá báðum félögunum á milli síð­ ustu tveggja rekstrarára sem árs­ reikningar liggja fyrir. Þannig nam bein sala Reykjavík Excursions rúmlega 2,7 milljörðum árið 2012 en nærri 3,4 milljörðum árið 2013 og aksturstekjur Kynnisferða námu rétt rúmlega 1,5 milljörðum síðustu fjóra mánuði ársins 2011 og fyrstu átta mánuði ársins 2012 og tæplega 2,3 milljörðum króna síðustu fjóra mánuði ársins 2012 og fyrstu átta mánuði ársins 2013. Ábyrgðir Landsbankans Þá hefur Landsbankinn gengist í ábyrgð fyrir Reykjavík Excursions út af ferðaskrifstofuleyfi fyrirtækisins. Um þetta segir í ársreikningi þess: „Landsbanki Íslands hefur gengist í ábyrgð fyrir félagið. Ábyrgðin er vegna ferðaskrifstofuleyfis félagsins. Fjárhæð ábyrgðarinnar í lok ársins er kr. 3.441.561, en félagið hefur lagt fram tryggingar fyrir þeirri fjárhæð.“ Sams konar ábyrgðir er að finna í ársreikningi Kynnisferða ehf. Arðgreiðslur ár eftir ár Fyrirtækin tvö hafa líka getað greitt út arð ár eftir ár í ljósi góðrar stöðu sinnar. Reykjavík Excursions greiddi 40 milljóna arð til Hnetu árið 2013 og ráðgerði í ársreikningi fyrir síðasta ár að greiða aðrar 40 út á þessu ári. Kynnisferðir greiddu út 20 milljóna króna arð í fyrra en ætl­ aði ekki að greiða út arð á þessu ári samkvæmt ársreikningi fyrir 2013. Þá greiddi Alfa ehf. út tæplega 30 milljóna króna arð til hluthafa í fyrra og ætlaði að greiða út 50 millj­ óna króna arð til hluthafa sinna í ár. Rekstur Kynnisferða ehf. og Reykjavík Excursions ehf. er því afar góður um þessar mundir og hefur vænkast mjög síðastliðin fimm ár enda hefur verið gósentíð í ferðamannageiranum á Íslandi á tímabilinu. n Áttu áður í Íslandsbanka Einar Sveinsson og bróðir hans Benedikt voru með stærstu eigendum Íslandsbanka fyrir yfirtöku FL Group á bankanum 2007. Þeir áttu einnig N1 en eiga nú meðal annars Kynnisferðir og Reykjavík Excursions en bæði fyrirtækin eru í miklum blóma. Risinn á markaðnum Reykjavík Excursions og Kynnisferðir eru risarnir á íslenska rútubílamarkaðnum. Fyrirtækin eru eigu fyrrverandi aðaleigenda N1 og fjölskyldna þeirra sem gjarnan eru kölluð Engeyingarnir. Mynd SigtRygguR ARi „Landsbanki Íslands hefur geng- ist í ábyrgð fyrir félagið. ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is E kki liggur ennþá fyrir af hverju hjónin Svanhildur Nanna Vig­ fúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson ákváðu að selja frá sér meirihluta í félaginu Hedda eignarhaldsfélagi ehf., sem átti allt hlutafé í færeyska olíufélaginu P/F Magni, árið 2011. Kaupendurnir voru eignarhaldsfélög í eigu þeirra Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, Einars Arnar Ólafssonar og Kára Þórs Guð­ jónssonar. Út frá ársreikningum félaga þeirra keyptu þau þrjú hlutina í Heddu á 24 milljónir króna. Í fyrra seldu þau Halla Sigrún, Einar Örn og Kári Þór hins vegar hlutina í Heddu á meira en 800 milljónir króna. Einung­ is rúmlega tvö ár liðu frá kaupum á 24 milljónir króna til sölu á meira en 800 milljónir króna. Fjallað hefur verið um viðskipt­ in síðastliðna daga í kjölfarið á frétt Morgunblaðsins um hagnað þeirra þriggja á viðskiptunum. Ein­ ar Örn, Halla Sigrún og Kári Þór voru starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar Ís­ landsbanka sem seldi þeim Svan­ hildi Nönnu og Guðmundi Erni meirihluta í olíufélaginu Skeljungi skömmu fyrir efnahagshrunið 2008. Í apríl 2009 keyptu þau svo P/F Magn af þrotabúi Fons eftir að Íslands­ banka hafði láðst að selja fyrirtækið. Rúmum tveimur árum síðar eignuð­ ust þau Einar Örn, Halla Sigrún og Kári Þór svo hlut í Heddu sem þau græddu mikið á við sölu fyrirtækis­ ins til lífeyrissjóða í fyrra. DV hefur gert árangurslausar tilraunir til að ná tali af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur til að spyrja hana um af hverju þau hjónin ákváðu að selja þremenningunum hlut í Heddu fyrir svo lágt verð þegar ljóst var að færeyska olíufélagið væri miklu meira virði. Þær tilraunir hafa ekki borið árangur. n ingi@dv.is Salan á Heddu enn óljós Margfölduðu fjármuni sína á röskum tveimur árum Liggur enn ekki fyrir Enn liggur ekki fyrir af hverju eigendur Skeljungs seldu þremur fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magni árið 2011. Þeir högnuðust svo gríðarlega á viðskiptunum rúmum tveimur árum síðar. Odd seldi fyrir 50 milljónir Norski listmálarinn Odd Nerdr­ um seldi listaverk fyrir rúmlega 50 milljónir króna í gegnum íslenskt fyrirtæki sitt í fyrra. Þetta kem­ ur fram í ársreikningi fyrirtæk­ is hans, Hestfells ehf., sem skilað hefur verið til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. Félagið tapaði samt ríflega 26 milljónum króna en á eignir upp á nærri 860 millj­ ónir króna. Nerdrum, sem þekktastur er fyrir að keypt gamla Borgar­ bókasafnið, fékk íslenskan ríkis­ borgararétt og bjó hér á landi til ársins 2007. Ingunn Werners­ dóttir keypt hús gamla Borgar­ bókasafnsins þá af honum fyrir tæpar 330 milljónir króna. Hann flutti hins vegar aftur til Noregs árið 2007 sem íslenskur ríkis­ borgari. Hann hefur búið í Noregi og Frakklandi síðastliðin ár. Nerdrum hefur greint frá því að norsk yfirvöld hafi elt hann vegna fjármála hans frá því hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem myndlistarmaður. Árið 2012 var Nerdrum dæmdur í þriggja ára fangelsi í undirrétti í Nor­ egi fyrir meint skattalagabrot á tímabilinu 1998 til 2002 en þá á hann að hafa látið ógert að greiða skatta af um 300 milljónum króna sem hann fékk fyrir 32 málverk sem hann seldi á tímabilinu. Fyrr á árinu sneri Hæstiréttur Noregs þessum dómi við og vísaði aftur til undirréttar. DV hefur ekki upp­ lýsingar um hvar málið er statt. DV hefur áður greint frá því íslensk skattyfirvöld hafi einnig verið á eftir Nerdrum vegna van­ greiðslu á opinberum gjöldum. Sumarið 2011 ætlaði tollstjóri að krefjast gjaldþrotaskipta á eignarhaldsfélagi í eigu Nerdrums sem heitir Oddur N ehf. vegna tugmilljóna króna skattaskuld­ ar. Þetta félag rann svo inn í eignarhaldsfélagið sem hér um ræðir, Hestfell ehf., og er stærsti hluti eigna þess tilkominn frá Oddi. Í ársreikningi félagsins fyrir árið í fyrra er gerð tillaga um arð­ greiðslu upp á rúmlega 50 millj­ ónir króna en félagið greiddi Odd tæplega 53 milljóna króna arð í fyrra vegna rekstrarársins 2012. Ræddu viðskipti og sjálfbærni Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ ráðherra átti á mánudag fund með japönskum starfsbróður sínum, Fumio Kishida, í Tókýó en ráð­ herra heimsækir Japan dagana 10.–13. nóvember. Ræddu ráð­ herrarnir áratugalöng samskipti ríkjanna, viðskiptamál, aukið sam­ starf Íslands og Japans um málefni norður slóða og svæðisbundin al­ þjóðamál, meðal annars í Asíu. Utanríkisráðherra lagði áherslu á samstarf ríkjanna á sem breiðust­ um grunni, þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. Bæði löndin liggi á flekaskilum þar sem jarðhræringar hafa áhrif á líf íbúanna, þau búi yfir auðlindum svo sem jarðhita og sjávarfangi og bæði leggi áherslu á sjálfbærni náttúruauðlinda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.