Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 16
Vikublað 11.–13. nóvember 201416 Fréttir Erlent Mannæta dó eftir handtöku Lögreglumenn í Blackwood í Wales handsömuðu karlmann sem myrt hafði 22 ára konu með því að leggja sér hana sér til munns. Manninum, Matthew Williams, hafði nýlega verið sleppt úr fangelsi. Hann þótti mikill hrotti og hafði afplán- að dóm fyrir ofbeldisglæpi. Hann bjó í athvarfi í Blackwood, tímabundnu húsnæði þar sem hann hafði búið frá því að hann var látinn laus. Hann hafði lokkað konuna, Cerys Yemm, 22 ára, með sér inn á herbergi sitt með loforði um að hringja á leigubíl fyrir hana svo hún kæmist heim en sagðist þurfa að fara á herbergið til að geta gert það. „Hann ætlaði að éta hana til dauða,“ segir í frétt Telegraph. Hann hafði að sögn nágranna lagt sér andlit konunnar til munns. Lögreglumenn komu á vett- vang eftir að nágranni hafði samband. Þeir skutu á Williams með rafbyssu og handtóku hann. Stuttu síðar fékk hann hjartastopp og lést í varðhaldi lögreglunnar. Málinu hefur ver- ið vísað til eftirlitsstofnunar lög- reglunnar, sem mun kanna hvort lögreglumenn hafi beitt Williams of mikilli hörku við handtökuna. Þarf að afplána Dómur yfir breska almannateng- linum Max Clifford, sem nýverið var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðislega misbeitingu ungra kvenna, stendur og verður ekki styttur. Clifford hafði áfrýj- að og óskað eftir sýknu eða styttri afplánunartíma. Dómari taldi að dómurinn væri sanngjarn í ljósi alvarleika brotanna. Clifford, sem er 71 árs, var dæmdur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 1966–1984. Yngsta konan var 15 ára gömul. Lesbíur ofsóttar í Danmörku L ögreglan á Norður-Jótlandi handtók á dögunum 39 ára mann sem grunaður er um að hafa ofsótt lesbíupar í smá- bænum Mariager. Ofsóknirn- ar stóðu yfir í þrjá mánuði. Konurn- ar höfðu ákveðið að flytja frá bænum ásamt tveimur ungum börnum sín- um til að flýja ofsóknirnar. Maður- inn sendi þeim hatursbréf þar sem meðal annars var skrifað að þær lifðu í synd og væru svín. Hann er einnig grunaður um að hafa sett sorp og hundaskít í garð fjölskyldunn- ar. Önnur kvennanna, Tulle Krøer, sagði í viðtali við DR að ofsóknirnar hafi tekið mjög á fjölskylduna. „Við sváfum illa og skiptumst á að vaka,“ sagði hún. Í fyrstu töldu konurnar að ofsóknirnar tengdust ekki en eft- ir því sem bréfin urðu fleiri og tónn- inn í þeim ofbeldisfyllri gerðu þær sér grein fyrir að málin tengdust. Eft- ir að nafnlaust bréf barst á leikskóla hjá öðru barninu með sama tóni og í bréfunum sem höfðu komið heim til þeirra ákváðu þær að flytja. Nei takk við hatursglæpum Eftir að maðurinn var handtek- inn söfnuðust bæjarbúar Mariager saman á torgi bæjarins með blys og ýmis ljósfæri til að lýsa yfir stuðn- ingi við fjölskylduna. „Þetta var glæpur eins manns. Nú er búið að handtaka hann og við vonum og of- sóknunum sé lokið. Mariager er ekki svona bær. Hann er bær þar sem alltaf er pláss fyrir mismunandi fólk og þannig viljum við að það verði,“ sagði einn skipuleggjandi mótmæl- anna í viðtali við Nordjyske Medi- er. Næsta laugardag ætla bæjarbúar að koma aftur saman og ganga um bæinn undir yfir skriftinni Nei takk við hatursglæpum og ofsóknum. Þá verður regnbogafánum flaggað um víða um bæinn. Efla fræðslu Málið vakti mikla athygli í Dan- mörku og létu margir sig það varða. Á meðan ofsóknirnar stóðu enn sem hæst var fjallað um mál- ið á vettvangi bæjarstjórnmál- anna í Mariager. „Það er ánægju- legt að sjá alls staðar; í sjónvarpi, á Facebook og í dagblöðum að fólk stendur með fjölskyldunni og vill að þær búi áfram í Mariager,“ sagði bæjarstjórinn. Hjá bæjarstjórn var lagt til að fræðsla um samkyn- hneigð og fjölbreytileika yrði efld. Lars Henriksen, formaður Copen- hagen Pride, samtaka samkyn- hneigðra í Danmörku, tók und- ir það. „Það þarf ekki aðeins að fræða fólk í Mariager, heldur um allt land.“ n n 39 ára gamall maður handtekinn n Sendi fjölda hatursbréfa „Við sváfum illa og skipt- umst á að vaka Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@dv.is „Þetta var glæpur eins manns Stuðningur Bæjarbúar í Mariager ætla að skreyta bæinn með regnbogafánum um næstu helgi og ganga saman um göturn- ar. Myndin er úr safni. myND REutERS Banatilræðið óstaðfest Yfirvöld í Írak telja að leiðtogi IS- samtakanna, Abu Bakr al-Bag- hdadi, gæti hafa látist í loftárásum Bandaríkjanna í Írak. Skotárás- unum var beint sérstaklega gegn leiðtogum samtakanna og þætti andlát hans mikill sigur fyrir and- stæðinga Íslamska ríkisins. Talið er að það geti tekið nokkra daga að fá staðfest að al-Baghdadi sé látinn. Sá sem verður honum að bana eða fangar hann fær í sinn hlut 10 milljónir Bandaríkjadala. L ögreglan og saksóknari á Nýja- Sjálandi hafa látið niður falla ákæru á hendur trommara áströlsku rokksveitarinnar AC/DC, Phil Rudd. Hann var sak- aður um að hafa reynt að ráða leig- umorðingi til að ráða niðurlögum tveggja manna. Hann íhugar nú að stefna lög- regluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi. Rudd er þó enn ákærður fyrir að hafa eiturlyf í sinni vörslu og fyrir morð- hótanir. Hann segir málið hafa verið blásið upp í fjölmiðlum og kennir lögregluyfirvöldum um að hafa eyði- lagt líf sitt. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er sögð vera skortur á sönnunar- gögnum. Lögmaður Rudds segir trommuleikarann hafa orðið fyrir miklum skaða vegna málsins, í raun óbætanlegum. Þá segir hann að Rudd komi til með að takast á við aðra liði ákærunnar af fullum þunga og sagði fíkniefnamálið vera smá- mál. Maðurinn sem Rudd var sagður hafa ráðið sem leigumorðingja segir málið allt tekið úr samhengi og blás- ið upp í fjölmiðlum. Hann sé fjöl- skyldumaður, ekki leigumorðingi. Hann taldi þó ekki rétt að skamma lögregluna og sagði hana aðeins hafa verið að sinna starfi sínu. Rudd spilaði með AC/DC frá 1975 þar til hann var rekinn árið 1983. Hann gekk aftur til liðs við þá árið 1994 og hefur spilað með þeim síð- an. Hann átti að fara með sveitinni á tónleikaferðalag í vetur en ný- verið sendi AC/DC frá sér plötuna Rock Bust. Þrátt fyrir þessar yfirlýs- ingar hans hefur lítið borið á honum í kynningarefni AC/DC og var hann hvorki að finna í auglýsingum fyr- ir tónleikaferðalagið eða plötuna né í tónlistarmyndböndum sveitarinn- ar. n AC/DC trommari réð ekki leigumorðingja Lögregla fellur frá hluta af ákæru en Phil Rudd er þó sakaður um hótanir Fallið frá einu ákæruatriði „Leigumorðinginn“ svokallaði segist raunar vera fjöl- skyldumaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.