Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 17
Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Fréttir Erlent 17 Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Verð: 990.000 kr. Ford Focus Trend NS134 Skráður apríl 2005, 1,6i bensín, beinskiptur Ekinn 106.000 km. Verð: 3.290.000 kr. Ford B-MAX Titanium TLK55 Skráður júní 2013, 1,6i bensín, sjálfskiptur Ekinn 17.000 km. 400.000 KR. FERÐAFJÖR FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til og með 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna * GJAFABRÉF FRÁ WOWair NOTAÐIR BÍLAR Vertu með! Hvert myndir þú fara? Í ábyrgð Verð: 7.950.000 kr. Volvo XC60 Summum D4 ZHZ45 Skráður maí 2014, 2,4TDi dísil, sjálfskiptur Ekinn 32.000 km. Í MIKLU ÚRVALI Í ábyrgð Of drukkinn til að sprengja upp skóla n ungur piltur ætlaði að myrða foreldra sína og samnemendur n segist hafa sætt áralöngu einelti s extán ára drengur sem hugðist sprengja upp skól- ann sinn í Bandaríkjum var of ölvaður til að muna eft- ir því að setja sprengiefn- in í bakpokann sinn. Sash Alex- ander Nemphos gengur í George Washington Carver- lista- og tækni- skólann í Towson í Maryland. Á allraheilagramessu hugðist hann taka koma fyrir tveimur sprengjum í skólanum. Hann hafði ætlað sér að stela byssu í eigu föður síns og nota hana til að drepa foreldra sína, sam- nemendur, kennara og lögreglu- mann skólans. Of drukkinn Áður en hann lagði af stað í skól- ann fékk pilturinn sér sterkt áfengi og varð fljótlega mjög ölvaður og ringlaður. Hann gleymdi því sprengiefninu heima og ákvað að reyna aftur næsta mánudag á eftir. Það gekk sem betur fer ekki eftir. Yfir helgina hafði hann gert sér leik að því að hnupla úr bifreiðum sem stóðu fyrir utan veitingastað í Towson. Hann hafði ekið þangað á fjölskyldubílnum og starfsmenn veitingastaðarins tóku eftir honum þar sem hann sniglaðist í kringum bílana. Þeir vísuðu lögreglunni á hann og gáfu upp bílnúmerið. Lögreglan mætti að heimili Nemphos og yfirheyrði drenginn, sem þá var ölvaður og illa á sig kom- inn. Faðir hans tók þá einn lög- reglumanninn eintali, sagði honum að byssa í hans eigu væri horfin og að hann teldi líklegt að sonur hans hefði tekið hana. Byssuna hefði hann geymt á vinnustað sínum en hún horfið nokkrum mánuðum fyrr. Byssan fannst í herbergi piltsins, vandlega falin undir rúmi í plast- kassa. Pilturinn játaði þjófnaðinn og á endanum greindi hann þeim frá heimatilbúnum sprengjum. Þeim hafði hann komið fyrir í svefnher- bergi sínu, fyrir aftan kommóðu. Játaði „Þetta voru illa gerðar sprengjur. Hann hafði notað hluti sem auð- velt er að nálgast við gerð þeirra. Þeir fundu einnig efni og verkfæri sem hann hefði getað notað til að útbúa fleiri sprengjur,“ segir lög- reglan í Maryland. Við yfirheyrslur játaði Nemphos að hann hefði ætlað að myrða foreldra sína. Eftir ódæð- ið hafði hann hugsað sér að fara ak- andi að skólanum og myrða lögreglu- þjón sem þar starfar. Hann ætlaði sér svo að nota byssuna til að myrða sam- nemendur sína og kennara. Sprengj- unum ætlaði hann svo að koma fyrir og sprengja upp skólann. Brotnaði saman Við yfirheyrslur brotnaði Nemphos saman. Pilturinn bar því við að hann hefði mátt sæta gríðarlegu of- beldi og einelti í skólanum. Hann hefði um langa hríð reynt að ná eyrum kennara sinna sem létu ein- eltið sig engu varða. Skólinn kann- ast ekki við eineltið og segist vinna samkvæmt eigin reglum þegar slík mál koma upp. Gerendur og þolendur eigi að fá aðstoð. Nemphos verður ákærður sem fullorðinn maður en ekki sem barn. Hann mun verða ákærður fyrir vörslu sprengiefna, byssunnar og þjófnað á henni. n ritstjorn@dv.is Ákærður Pilturinn verður ákærður fyrir vörslu vopna og sprengiefna. „Þetta voru illa gerðar sprengjur. Skólinn Sash Alexander Nemphos leið illa í skólanum og sagði kennara sína hafa leyft einelti að viðgangast. Brosti eftir kröfu um geðmat Bankamaður ákærður fyrir morð á 2 vændiskonum B reski bankamaðurinn, Rurik Jutting, sem sakaður er um að hafa orðið tveimur indó- nesískum vændiskonum að bana í íbúð sinni í Hong Kong gekk brosandi úr úr réttarsal á mánudag. Honum hefur verið gert að undir- gangast geðmat og verður meðferð málsins því frestað um tvær vikur á meðan sálfræðingar og geðlæknar taka stöðuna. Óvíst er hvort hann er á annað borð sakhæfur. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Rurik Jutting, verið ákærður fyr- ir að hafa myrt þær Seneng Mujiasih, 29 ára, og Sumarti Ningsih, 25 ára. Lík hinnar síðarnefndu fannst í ferða- tösku á svölum Juttings í Hong Kong. Það var nágranni hans sem hringdi á lögreglu og lét vita af morðunum. Jutting var þekktur á vændis- húsum, meðal annars í Angeles á Filippseyjum, fyrir að vera reglu- legur gestur og afar rausnarlegur. Hann átti í ástarsambandi við eina dansmey í Angeles en upp úr sam- bandinu slitnaði fyrr á þessu ári. Fyrir dómi á mánudag var leitt fram vitni sem sagðist hafa hitt Jutting nokkru áður en hann fór heim með konunum tveimur. Vitn- ið segir Jutting hafa gengið út frá því að hún væri vændiskona og að hann hefði boðið henni heim. Hún afþakkaði og sagðist aðeins vera að skemmta sér með vinum sínum. Er Jutting var leiddur út úr dóm- sal var hann skælbrosandi, hló og skríkti. Hann var fluttur aftur í fang- elsi í Hong Kong. n Grunaður Þó Rurik Jutting sé alvar- legur á svip hér segja blaðamenn The Telegraph að hann hafi hlegið og bros- að er hann var leiddur út úr dómsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.