Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Page 18
18 Skrýtið Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Þegar Shaq hélt á Bill Gates n Frægir menn og konur saman á myndum n Óvæntir fundir sögufrægs fólks F rasinn „frægur hittir frægan“ heyrist oft í daglegu tali. Mörgum finnst merkilegt að sjá tvo einstaklinga, sem báðir eru þekktir, saman. Stundum verða þessir fundir nokk- uð sérstakir, eins og við sjáum hér á síðunni. Hér er sögufrægt fólk úr ýmsum áttum á sömu myndunum. Það er nokkuð einkennilegt að sjá suma hér saman. Eins og körfubolta- manninn Shaquille O'Neal og Bill Gates, stofnanda Microsoft, á sömu ljósmyndinni. Sérstaklega þar sem Shaq heldur á Gates. Þá er ekki síður forvitnilegt að sjá Nancy Reagan, for- setafrú Bandaríkjanna, í kjöltu leikar- ans Mr T. n helgihrafn@dv.is  Huggulegt á jólun- um Nancy Reagan, forsetafrú Bandaríkjanna 1981–1989, í kjöltunni á Mr. T.  Tvær hetjur Hin sovéska Valentina Tereshkova varð fyrsta konan til að ferðast út í geim árið 1963. Hér sést hún með tunglfaranum bandaríska Neil Armstrong.  Glatt á hjalla Maó formaður gríðarlega sáttur með vini sínum, Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, árið 1975. Gerald Ford Bandaríkjaforseti og dóttir hans Susan fylgjast kát með.  Þrusugaman Shaq og Bill Gates í nokkuð furðulegri senu.  Tveir góðir Albert Einstein og Charlie Chaplin „að hanga saman“.  Dali og Disney Spænski súrrealistinn Salvador Dali með vini sínum, sjálfum teiknimyndakónginum Walt Disney.  Tveir forsetar Kornungur Bill Clinton hitti John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í júlí 1963. Hann varð svo sjálfur forseti 30 árum síðar.  Þrír góðir Tónlistarmennirnir Bob Marley, Mick Jagger og Peter Tosh.  Hrókasamræður Frönsku heimspekingarnir Simone de Beauvoir og Jean-Paul Sartre rabba við argentínska byltingarmann- inn Che Guevara.  Vinir Tónlistarfólkið Björk og Beck á góðri stundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.