Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 18
18 Skrýtið Vikublað 11.–13. nóvember 2014
Þegar Shaq hélt
á Bill Gates
n Frægir menn og konur saman á myndum n Óvæntir fundir sögufrægs fólks
F
rasinn „frægur hittir frægan“
heyrist oft í daglegu tali.
Mörgum finnst merkilegt
að sjá tvo einstaklinga, sem
báðir eru þekktir, saman.
Stundum verða þessir fundir nokk-
uð sérstakir, eins og við sjáum hér
á síðunni. Hér er sögufrægt fólk úr
ýmsum áttum á sömu myndunum.
Það er nokkuð einkennilegt að sjá
suma hér saman. Eins og körfubolta-
manninn Shaquille O'Neal og Bill
Gates, stofnanda Microsoft, á sömu
ljósmyndinni. Sérstaklega þar sem
Shaq heldur á Gates. Þá er ekki síður
forvitnilegt að sjá Nancy Reagan, for-
setafrú Bandaríkjanna, í kjöltu leikar-
ans Mr T. n helgihrafn@dv.is Huggulegt á jólun-
um Nancy Reagan, forsetafrú
Bandaríkjanna 1981–1989, í kjöltunni á Mr. T.
Tvær hetjur Hin sovéska Valentina Tereshkova
varð fyrsta konan til að ferðast út í geim árið 1963. Hér sést hún
með tunglfaranum bandaríska Neil Armstrong.
Glatt á hjalla Maó formaður
gríðarlega sáttur með vini sínum, Henry
Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
árið 1975. Gerald Ford Bandaríkjaforseti og
dóttir hans Susan fylgjast kát með.
Þrusugaman
Shaq og Bill Gates í nokkuð
furðulegri senu.
Tveir góðir Albert Einstein og Charlie Chaplin „að hanga saman“.
Dali og Disney Spænski súrrealistinn Salvador
Dali með vini sínum, sjálfum teiknimyndakónginum Walt Disney.
Tveir forsetar Kornungur Bill Clinton hitti John F. Kennedy
Bandaríkjaforseta í júlí 1963. Hann varð svo sjálfur forseti 30 árum síðar.
Þrír góðir Tónlistarmennirnir Bob Marley, Mick Jagger og Peter Tosh.
Hrókasamræður Frönsku heimspekingarnir Simone
de Beauvoir og Jean-Paul Sartre rabba við argentínska byltingarmann-
inn Che Guevara.
Vinir
Tónlistarfólkið Björk og
Beck á góðri stundu.