Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Page 20
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Pítsan er komin Þ að eru bjartari horfur í efna- hagsmálum núna en verið hafa lengi. Í nýrri hagspá ASÍ fyrir árin 2014 til 2016 finnum við tölulega lýsingu á þessu: Hag- vöxtur langt yfir 3%, einkaneyslan eykst um rúmlega 4% í takt við 3% meiri kaupmátt launa og fjár- festingar vaxa um rúm 20%. Störf- um fjölgar, atvinnuleysi minnkar, verðbólgan er lítil – ennþá. Þetta eru alveg svakalega fínar tölur sem Már Guðmundsson seðla- bankastjóri segir flesta í löndunum í kringum okkur öfunda okkur af. Skuldalækkanir ríkisstjórnarinnar, sem litu dagsins ljós í dag og for- sætisráðherra segir að séu meiri en búist var við í upphafi – og þar með meiri en mestu skuldaaðgerðir í heimi – bætast svo við veisluna að ógleymdu afnámi vörugjalda. Það kæmi þess vegna ekkert á óvart ef einhverjir færu að halda að núna séu að koma litlu jólin, eins konar litla 2007. ASÍ bendir á í hag- spánni sinni að einkaneyslan núna sé reyndar miklu minni en á árun- um 2007–2008, en samt svipuð og á fyrri helmingi ársins 2005. En bíddu, var það ekki einmitt 2005 sem fasteignaverð byrjaði að hækka upp úr öllu valdi þannig að þeir sem bjuggu í eigin húsnæði fóru allt í einu að upplifa sig sem milljónamæringa. Var það ekki sirka þá sem ballið byrjaði sem svo endaði með stórtjóni 2008 og nú er verið að reyna að bæta fyrir? Reynslan sýnir að hagvöxtur af því tagi sem verið er að fagna er varasamur. Hann er holur að því leyti að hann er borinn uppi af auknum þjóðarútgjöldum, ekki auknum útflutningi. Við erum í neyslu, ekki sparnaði og gróða. Til lengri tíma kallar þetta bara á meiri verðbólgu, hærri vexti og snjóbolta- áhrifin á verðtryggðu lánin. Millj- arðatugirnir sem fóru í aðstoðina brenna þá á nýju verðbólgubáli. Sem er þeim mun súrara því helm- ingurinn af björgunarfénu fór til þeirra sem höfðu ekki þörf fyrir það en ekki í björgulegri hluti eins og til dæmis nýjan spítala. Önnur hættumerki þess að þrýstingurinn aukist bara á krón- una, þessa franskbrauðsmynt okk- ar sem alltaf gefur eftir, eru erfiðar horfur á vinnumarkaði. ASÍ orðar þetta svona: „Þrátt fyrir að ríkissjóð- ur verði rekinn með afgangi er ekki sjáanlegt að ríkisfjármálin muni styðja við það sem hlýtur að vera eitt helsta markmið efnahagsstjórn- arinnar, að viðhalda stöðugleika. Þvert á móti virðast stjórnvöld ætla að gera sömu hagstjórnarmistökin og gerð voru á árunum fyrir hrun þegar ríkisfjármálin unnu beinlín- is gegn viðleitni Seðlabankans til að koma á stöðugleika. Þá má gera ráð fyrir að sú hrina launaleiðréttinga, sem hófst í upphafi ársins, muni halda áfram þannig að taktur launa- breytinga verði svipaður næstu árin og á yfirstandandi ári.“ Þetta eru hagstjórnarmistök, segir ASÍ. Það er sannarlega ekki traust- vekjandi og til marks um ótrúlega ónákvæmni í hagstjórn að skyndi- lega skuli 40 milljarðar króna birtast aukalega í ríkiskassanum. Á sama tíma tilkynnir ríkisstjórnin að nú sé hægt að gera meira og fyrr í skulda- lækkunarpakkanum. Þar er sem sagt bætt í og haldið áfram að sáldra peningum yfir landslýð þegar mun brýnni þörf hlýtur að vera á því að greiða niður erlendar skuldir og bjarga heilbrigðiskerfinu frá hruni. Það fylgir því þessari pítsupöntun ákveðin ógleði. Og eins og svo oft þegar pöntuð er pítsa, þá verður þessi ekki étin með góðri samvisku. n Alveg út úr kortinu Snorri Ásmundsson er óánægður með Framsóknarflokkinn. – DV Beðið var eftir Bjarna Þögn Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra um stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins, Höllu Sigrúnu Hjartardóttur, vakti talsverða athygli. Bjarni skipaði Höllu í starf- ið en eftir að fjölmiðlar greindu frá hagnaði hennar á viðskiptum með olíufélögin Skeljung og P/F Magn, og einnig kæru Íslandsbanka í hendur henni, óx þrýstingurinn á Bjarna frá fjölmiðlum að tjá sig um málefni Höllu Sigrúnar. Halla Sigrún varð hins vegar fyrri og sagði í tilkynningu að hún ætl- aði að hætta sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins um í lok ársins. Bjarni þurfti því ekki að tjá sig um skipan hennar fyrr en eftir að hún tók af skarið. Sjálfur telur Bjarni ekkert misjafnt liggja fyrir um við- skipti Höllu sem krefjist þess að hann láti hana hætta samstundis. Íslandsbanki hefur hins tekið viðskipti bankans með Skeljung og P/F Magn til skoðunar á ný. „Mórölsk viðurkenning“ Ólafur Arnarson hagfræðingur sagði á sunnudaginn að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar væri „mórölsk viðurkenning“ á því að Íslendingar væru ekki óreiðu- fólk upp til hópa heldur hafi stór hluti þjóðar- innar orðið fyrir „forsendubresti“ vegna þeirra sem áttu að passa upp á hlutina en gerðu það ekki. Fyrirkomulag leiðréttingarinnar var kynnt í Hörpu á mánudaginn. Samkvæmt Ólafi er leiðréttingin því fyrst og fremst siðferðilegt at- riði, réttlætismál. Án þess að það þurfi að spyrja frekari spurninga um hvernig hver og einn stofnaði til þessara skulda og á hvaða forsend- um. „Hyskið“ og „athyglishóran“ Tvö minnstu, en samt kannski umtöluðustu, fréttamál liðinna daga snúast bæði í grunninn um það eilífa nudd sem er á milli fólks í Reykjavík og á landsbyggðinni. Einar Kára- son notaði orðið „hyski“ til að tjá sig um skoðan- ir landsbyggðarfólks á staðsetn- ingu flugvallarins í Reykjavík og var það nú vanhugsað hjá honum verður að segjast. Upp reis mikil óánægjualda á vefmiðlum og fékk Einar yfir sig fjölmargar haturs- fullar athugasemdir sem meðal annars snerust um að hann væri lattelepjandi höfuðborgarmaður. Á sama tíma hjólaði þingmað- ur Framsóknarflokksins, Þor- steinn Sæmundsson, í listamann- inn Snorra Ásmundsson fyrir verk hans um framsóknarmanninn úti í móa sem er með allt niður sig. Sagði Þorsteinn að Snorri væri „athyglishóra“. Seint verður sagt að hið besta og fallegasta í íslenskri umræðu- hefð birtist þegar pólaríseringin á milli borgar og byggðar er beinlín- is gerð eins mikil og hugsast getur með vanhugsuðum ummælum um „hyski“ og „athyglishórur“. Ég var í neyslu Jóhannes Gísli segist hafa snúið við blaðinu. – DV Ég var heppin Jóhanna Kristjónsdóttir spjallaði við Yasser Arafat og Saddam Hussein. – DV S norri Ásmundsson er merkilegur listamaður sem er alltaf að stuða umhverf- ið sitt og þrýsta á gildin sem við notum til þess að láta allt virka. Sveigja þau og koma í ann- að samhengi. Hann hefur boðið sig fram sem forseta, borgarstjóra og formann Sjálfstæðisflokksins. Því miður náði hann ekki kjöri en ég held að Snorri hafi þröngvað okkur til að íhuga eðli og tilgang lýðræðis- ins með þessum uppákomum. Stjórnmálakerfið er ekki fyrir fáa klíkubræður. Það er fyrir alla og líka listamenn. Stjórnmálakerfið er ekki sjálfkrafa tæki þeirra ríku til að hafa það gott eins og dæmin sanna sér- staklega vel núna, heldur alveg eins, tæki sem til þess að móta réttlátt og fagurt samfélag. Þetta eru mjög knýjandi pæl- ingar því það er ekkert mál að reikna það út að miðað við auðlindir lands- ins og mannfæð gætum við haft það töluvert betra en Norðmenn. Auð- ur Íslands er meiri á hvern haus en auður hins ríka Noregs á hvern haus. Auðnum er bara ekki skipt rétt- látlega. Óþarfi er að tíunda þetta frekar. Valdið og eðli þess Snorri er að ýta á hugmyndir um valdið og eðli þess. Það eru stór við- fangsefni og það eru ekkert margir listamenn á Íslandi sem eru að vinna með þau. Í fyrradag varð uppákoma við sýningu Snorra í Gallerí Betra veð- ur á Laugaveginum. Sýningin sem hann opnaði heitir Framsóknar- maðurinn og er hugleiðing hans um þetta mikilvæga valdaapparat í íslenskum stjórnmálum og stöðu þessu í samfélaginu í fortíð og fram- tíð. Inntakið er framsóknarmaðurinn Verkið er einfalt eins og sjá má. Gína í lopapeysu með buxurnar á hælunum snýr baki að áhorfend- um. Við sjáum ekki hvað hann er að stússa. Þetta er framsóknarmað- urinn hans Snorra. Birtingarmynd Snorra sjálfs af hugrenningum sín- um. Inntak verksins er að finna í því hvað framsóknarmaðurinn er að gera eða hvað var hann að gera. Er hann að hysja upp um sig buxurn- ar eða er hann nýbúin að girða þær niður? Hvað stendur eiginlega til? Er hann að fara að þjarma að ein- hverjum? Hverjum þá? Er það þjóð- in sem er fær að finna fyrir besef- anum? Eða er það einhver annar? Hver þá? Er það mögulega táknið um hina eðlilegu skikkan og remb- ingslausu sjálfsmynd sem fær að finna fyrir því? Er það mögulega lýðræðið og þau fögru gildi sem við tengjum við það? Eða er framsóknarmaður Snorra Ásmundssonar bara tákn um póli- tíska hugmyndafræði sem er með allt niður um sig? Ég er ekki alveg viss en gæti trúað að inntak verksins sé þarna ein- hvers staðar. Verkið vekur upp alls konar hugrenningar sem hver og einn getur tekið og tengt við fram- sóknarmanninn. Marklaus Ég er ekkert hrifinn af Framsóknar- flokknum. Mér hefur alltaf þótt það og ég skil ekki þessa framsóknar- stefnu. Mér finnst hún marklaus og hafa verið notuð sem skálkaskjól fyrir ósvífið fólk í þeim tilgangi að verða miljónamæringar. Eftir hrun gekk Framsóknar- flokkurinn í endurnýjun lífdaga og núna er hann popúlistaflokkur sem gerir út á útlendingaandúð, ein- angrunarstefnu og þjóðrembu sem mögnuð er upp með gömlum trix- um. Mér hugnast þetta ekki frekar en Snorra Ásmunds. Svo var það eins og í draumi að þingmaður Framsóknarflokksins Þórunn Egilsdóttir kom á sýninguna og rabbaði við Snorra um verk- ið. Þar féllu orð sem vöktu nokkra athygli. Hún sagðist vona að verkið Framsóknarmaðurinn, „myndi ekki bitna á honum í framtíðinni“. Það er tvennt sem er eftirtektar- vert í þessu samhengi. Þingmaður- inn gerir ráð fyrir að verkið sé svo skemmandi fyrir orðspor Snorra að hún vonar að það hafi ekki áhrif á ferilinn hans í framtíðinni. Hún er í rauninni að segja: „Við skulum vona að þú hafir ekki stigið yfir strikið hjá umburðarlyndum okkur, því þá ertu í slæmum málum.“ Hvað á að bitna á honum? Og svo er það hitt. Hvað á hún við þegar hún seg- ir að hún voni að þetta muni ekki bitna á honum í framtíðinni. Hvað á að bitna á honum? Mun hann verða fyrir bíl? Mun einhver sem hann þekkir missa vinnuna? Verður hrækt á hann? Lendir hann í slysi? Útilokum frá styrkjum kannski? Er Framsóknarflokkurinn með putt- ana í þessum öngum stjórnkerfis- ins? Hvað átti þingmaðurinn við með þessum orðum? Það væri frábært ef það kæmi fram því ef þetta eru trix sem notuð eru í öðru samhengi, erum við í slæmum málum. Ef sú staða er uppi, er það ekki í fyrsta skiptið sem Framsóknar- flokkurinn reynir að stýra því hvaða list er þjóðinni þóknanleg og hvaða list er það ekki. Það var t.d. pólitísk ákvörðun á sínum tíma hvaða skáld yrðu sett í kennslubækur Náms- gagnastofnunar. Og þarna á Laugaveginum small þetta allt saman. Einum var sýndur rassinn. Honum var ógnað. Hann heyrði þegar sylgja var knúin frá belti og buxur féllu niður á ristar. Hann beið eftir því sem koma myndi og þarna … … var ekki hægt að greina lista- verkið frá veruleikanum. n The Progressive Party Man Teitur Atlason skrifa Af blogginu Mynd TeITur ATlASon Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.