Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Page 21
Umræða 21Vikublað 11.–13. nóvember 2014
Ég elska Hörð Torfa
Svavar Knútur ætlar ekki að verða næsti Hörður Torfa. – DV
Intersex er
regnhlífarhugtak
Kitty Anderson segir intersex ekkert tiltökumál. – DV
Við erum mjög
frjálslegar
Solveig Pálsdóttir er ein Reykjavíkurdætra. – DV
Innflytjendavandinn
Þ
að er ekkert nýtt að for-
ystumenn stjórnmála-
flokka ali á andúð á inn-
flytjendum til að auka fylgi
sitt. Þetta gerði Framsókn
í borgarstjórnarkosningunum og
þetta hafa aðrir flokkar í kringum
okkur einnig gert eins og t.d. Sann-
ir Finnar og Svíþjóðardemókratar.
Oft er þessi umræða hafin und-
ir því yfirskyni að þeir sem setjast
hér að séu afætur á kerfinu, leggi
ekkert til þess, séu til vandræða
eða komi með óæskileg gildi og
vonda menningu. Og popúlistarn-
ir eru með lausnina: Herða reglu-
verkið, hleypa fáum inn í landið
og aðlaga þá sem þegar eru komn-
ir að þjóðlegum gildum og hugs-
anahætti. Stundum er málflutn-
ingurinn dulbúinn (eins og þetta
snúist um einhver skipulagsmál)
en oftast er hann grímulaus. Bá-
biljum er haldið á lofti og rangfær-
slur aldrei leiðréttar. Samfélagið
verður að lokum gegnsósa af vill-
andi og fordómafullum málflutn-
ingi og rasískar og meiðandi skoð-
anir verða ofan á. Enginn veit hvað
er satt og rétt en allir hafa á tilfinn-
ingunni að innflytjendavandinn
sé stórkostlegur. Og til að bregð-
ast við því þarf að kjósa flokka sem
eru óhræddir að taka á „vandan-
um“. En vandinn sem á að taka á er
oftar en ekki moðreykur.
Vandinn í fordómum,
ekki innflytjendum
Vissulega er þó vandi á höndum –
vandi innflytjenda. Hann er hins
vegar ekki fólginn í þeim sjálfum
heldur fordómafullu og rasísku
fólki sem vill koma í veg fyrir sjálf-
sögð mannréttindi tiltekinna hópa
með ýmsum leiðum. Því mætti
segja að „innflytjendavandinn“ á
Íslandi felist í fólkinu sem treyst-
ir sér ekki til að bjóða aðkomu-
fólkið velkomið. Vandi innflytj-
enda er m.a. þeir sem mæta öllu
útlendu með harðlæstum huga og
telja þá vera byrði frekar en bless-
un. Vandinn er fólginn í þeim sem
sjá sér hag í að mála skrattann á
vegginn og draga upp hryllings-
myndir af fólki sem óskar eftir að
flytja hingað af ýmsum ástæðum.
Auðvitað eru ekki allir svona
en einn maður með rasískar skoð-
anir er einum manni of mikið.
Staðreyndir málsins eru nefni-
lega þær að íslenskt samfélag væri
ekki eins og það er í dag nema af
því að hingað hefur flutt fólk víða
að. Lífsgæði okkar hafa aukist
vegna innflytjenda bæði menn-
ingarlega og efnahagslega. Af ný-
legri viðhorfskönnun Félagsvís-
indastofnunar Háskóla Íslands og
Fjölmenningarseturs um innflytj-
endur á Íslandi má draga þá álykt-
un að innflytjendur leggi meira til
samfélagsins en þeir fá til baka.
Yfir helmingur þeirra sem hingað
flytur er með háskólamenntun eða
iðnmenntun og notar félagslega
kerfið og heilbrigðiskerfið minna
en okkur er talin trú um af misvel
upplýstum mönnum.
Megum ekki hlusta
Það er nefnilega þannig að marg-
breytileiki samfélaga er styrkur
þeirra. Við eigum ekki að hlusta á
rasíska tilburði misgáfaðra framá-
manna í stjórnmálum og láta þá
blekkja okkur og hræða til þess
eins lokka til sín rasistaatkvæðin.
Það er engin ástæða til að óttast
innflutning fólks til Íslands. Þvert
á móti eigum við að leggja okk-
ur fram um að gera Ísland að eft-
irsóttum stað til að búa á og ýta
undir að hér þrífist margmenning
og fjölbreytni þar sem allir gera
notið sín. Að því sögðu þá eigum
við einnig að gera miklu betur í að
taka á móti flóttafólki. n
Líf Magneudóttir
varaborgarfulltrúi
Vinstri grænna skrifar
Kjallari
„Enginn veit hvað
er satt og rétt en
allir hafa á tilfinningunni
að innflytjendavandinn
sé stórkostlegur.
Myndin Allir í takt Tónleikagestir dönsuðu í takt við forsprakka Future Islands af mikilli innlifun í Listasafni Íslands á Iceland Airwaves. Mynd dAVíð þór guðLAugSSon
1 Móðir í vanda Einstæð móðir í Reykjavík, segist ekki sjá hvernig
hún á að láta enda ná saman. Konan
er með meltingarsjúkdóm og hefur
því verið öryrki í rúmlega tuttugu ár.
Konan segir ástandið hafa versnað mikið
síðustu tvö ár og hafa tekjurnar aðeins
dugað fyrstu viku mánaðar. Hún veiktist
alvarlega í haust og hefur kostnaður
vegna veikindanna þyngt róðurinn.
Lesið: 39.817
2 Þingmaður kallar lista-mann „athyglishóru“
„Listamaðurinn“ sem hér um ræðir er
líklega mesta athyglishóra á Íslandi nú
um stundir. Sú staðreynd að hann skuli
fá athygli sýnir enn einu sinni hvað fjöl-
miðlar hér eru slappir,“ segir Þorsteinn
Sæmundsson, þingmaður Framsóknar-
flokksins um sýningu Snorra Ásmunds-
sonar sem kallast Framsóknarmaðurinn.
Lesið: 31.709
3 „Ég á ekki ofan í mig né barnið mitt“ „Ég reyni
að vera jákvæð og hress á daginn en á
kvöldin græt ég og reyndar stundum á
daginn líka,“ segir rúmlega fertug kona
sem búsett er í Fellahverfinu í Reykjavík
sem á í erfiðleikum með að ná endum
saman hver mánaðamót.
Lesið: 25.651
4 Ráðleggur mótmælend-um að velja sér aðrar
dagsetningar Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmála-
ráðherra, leggur til að mótmælendur
velji sér aðrar dagsetningar til mótmæla.
Þá segir hann að það sé álitamál hvort
rétt sé að hóa fólki með ólíkar áherslur
öllu saman á einn stað. Fjögur þúsund
manns höfðu boðað komu sína á mót-
mæli á Austurvelli á mánudag, sama dag
og skuldaniðurfærsla ríkisstjórnarinnar
var boðuð.
Lesið: 24.334
5 Þriggja ára drengur pyntaður til bana Scotty
McMillan var aðeins þriggja ára gamall
þegar hann var pyntaður til bana af
móður sinni, Jillian Tait, og elskhuga
hennar, Gary Lee Fellenbaum. Þau hafa
verið ákærð fyrir að pynta litla drenginn
og bróður hans, Ryan, sem er sex ára
gamall.
Lesið: 22.445
Mest lesið
á DV.is