Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 22
22 Umræða Vikublað 11.–13. nóvember 2014
Mission accomplished! Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Ö
ryggisleysi hrjáir íslenska
þjóð. Öryggisleysið er sam-
ofið vantrú og vantrausti.
Þetta er einhvers konar
þjóðarsálarkreppa. Tölu-
legar staðreyndir um batnandi
hag, lítið atvinnuleysi, litla verð-
bólgu, þolanlegan hagvöxt og
fleira af þeim toga draga ekki úr
kvíðanum. Slíkar tölur höfðu held-
ur engin áhrif í tíð síðustu ríkis-
stjórnar þótt þær endurspegluðu
oft jákvæða þróun og nokkurn
árangur í glímunni við eftirköst
hrunsins. Tölurnar nú hafa lítið
að segja á sama tíma og innviðir
samfélagsins grotna niður. Heil-
brigðiskerfið höktir, þrengingar
eru í menntakerfinu, óróleiki er á
vinnumarkaði og fólk fer úr landi í
leit að betri kjörum og stöðugleika
í daglegri tilveru. En samt sagði
formaður Sjálfstæðisflokksins á
flokksráðsfundi fyrir skemmstu:
„Við finnum hvernig kjörin batna
og krafturinn í atvinnulífinu leysist
úr læðingi með stöðugleikanum
og örygginu sem honum fylgir.“
Óleyst stjórnmálakreppa
Hvað gerir fólk sem situr und-
ir þessum mishljóm? Safnast það
saman á Austurvelli líkt og forðum
þegar reiðin gróf um sig í þjóðarsál-
inni skömmu eftir hrun? Hvað vill
öryggislaust fólk? Af hverju er það
öryggislaust þegar stjórnvöld af-
henda tugþúsundum fjölskyldna
nærri 80 milljarða til lækkunar
húsnæðisskulda? Öryggisleysið á
ekki síður rætur í stjórnarfarinu
en í þeim efnahagslegu þrenging-
um sem hrunið árið 2008 kallaði
yfir þjóðina. Fylgið reytist hratt og
örugglega af ríkisstjórninni. Hið
sama gerðist með síðustu ríkis-
stjórn. Báðar eftirhrunsríkisstjórn-
irnar glíma við sama vandann.
Kjósendur eru vantrúaðir, tor-
tryggnir, öryggislausir og þreyttir
á stjórnmálunum. Farvegir þeirra
til að tjá sig eru þröngir og tak-
markaðir. Þeir kusu Besta flokkinn
í borgarstjórnarkosningum 2010
og gáfu fjórflokknum þannig langt
nef. Stór hluti horfði vonaraugum
til móður allra kosningaloforða
árið 2013 um skuldaniðurfærsluna
miklu og kaus Framsóknarflokk-
inn. Eitt af því sem veldur öryggis-
leysinu er ósamfelldni í íslensk-
um stjórnmálum. Sigri hrósandi
stjórnarliðar höfðu í heitingum við
andstæðingana þegar núverandi
ríkisstjórn var mynduð og kváðu
eðlilegt að strika út og kalla aft-
ur öll verk fráfarandi ríkisstjórn-
ar. Öll! Afturkarlarnir. Hvað vildu
menn kalla aftur? Tilraunir til þess
að smíða nýja stjórnarskrá? Til-
raunir til þess að treysta eignarrétt
þjóðarinnar á auðlindum sínum?
Tilraunir til þess að gefa þjóð-
inni raunverulega valkosti í pen-
ingamálum? Tilraunir til umbóta
á stjórnkerfinu og stjórnsýslunni í
samræmi við ábendingar í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis?
Krafa um siðbót
Krafan um uppstokkun og siðbót
íslenskra stjórnmála og viðskipta-
lífs dofnar ekki og þeim fjölgar
sem orðnir eru langeygir eftir
stjórnmálum sem fylgja siðræn-
um grundvallarreglum og skapa
bærilega samfelldni fyrir líf og
starf einstakinga, fjölskyldna og
fyrirtækja. Þann 10. janúar 2009
birtist í Fréttablaðinu grein eftir
Carsten Valgreen, fyrrverandi að-
alhagfræðing Danske Bank, um
leiðir til að endurreisa íslenskt
efnahagslíf. Valgreen hafði þrem-
ur árum áður verið úthrópaður af
ráðamönnum þjóðarinnar sem
meðhöfundur Lars Christensen
að frægri skýrslu á vegum Danske
Bank. Skýrslan bar nafnið The
Geyser Crisis og birtist í mars árið
2006. Skýrsluhöfundar töldu þar
verulega hættu á bankahruni og
alvarlegri efnahagskreppu. Í grein-
inni í Fréttablaðinu sagði Valgreen
meðal annars, eftir að verstu spá-
dómar hans um íslenska efna-
hagslífið höfðu ræst: „Ísland er
lítið og einsleitt samfélag þar sem
innbyrðis tengsl eru mikil. Þetta er
bæði mikill styrkleiki og veikleiki.
Þetta er rót kreppunnar. Slík sam-
félagsgerð virkar næstum eins og
fjölskylda eða eitt fyrirtæki. Úti-
lokun tiltekinna vandamála og
ákvörðun um að þagga þau nið-
ur þróast mjög auðveldlega, og af
því leiðir að erfitt er að grípa inn í
þegar þau hafa hreiðrað um sig.“
Eva Joly hnykkti á þessu í grein
í norska blaðinu Aftenposten 9.
nóvember 2009: „Þegar þjóðir eru
mjög litlar verður fólk barnalegt
þegar kemur að samböndum og
tengslum. Vinaböndin eru of þétt,
nánast eins og í trúarsöfnuðum.“
Þarna er líklega vandinn í hnot-
skurn. Við búum við ógagnsæi og
erum uppfull grunsemda um að
sömu klíkurnar og steyptu þjóð-
inni í glötun hafi náð undirtökun-
um í viðskiptalífinu á ný, stund-
um með illa fengnu fé. Við finnum
að klíkustjórnmálin hafa lítið lært
af reynslunni og gætu sökum sér-
hagsmunagæslu hæglega breitt
yfir vandamál sem undir niðri
krauma og gætu valdið okkur bús-
ifjum á nýjan leik. n
Öryggisleysi
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Kjallari
„Við búum við
ógagnsæi og erum
uppfull grunsemda um
að sömu klíkurnar og
steyptu þjóðinni í glötun
hafi náð undirtökunum.
Leiðsögn
Landsfeðrum sem
tekst ekki að skapa
öryggiskennd og
lægja öldur
„„Skipað gæti ég
væri mér hlýtt“
var eitt sinn
sagt. Vald forsætisráðherra
er sem betur fer ekki
svo alltumlykjandi að
hann stjórni því hvenær
almenningur tekur sér stöðu
á Austurvelli. Ég ætla að
mæta,“
segir Ólína Þorvarðardóttir
varaþingmaður og svarar
Sigmundi Davíð Gunnlaugs-
syni, forsætisráðherra, sem ráðlagði
mótmælendum að velja sér aðrar dag-
setningar til mótmæla, en mánudaginn.
Þá var skuldaniðurfærsla ríkisstjórnar-
innar kynnt. Taldi Sigmundur ekki rétt
að hóa fólki með ólíkar áherslur á ein og
sömu mótmælin.
„Svo er fólk
hissa á að
maður tali um
eftirlitssamfélag,“
segir Eva Hauksdóttir. DV
greindi frá því á sunnudag að
lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu hefði borist tilkynning um
grunsamlegt atferli konu sem sat lengi
vel fyrir utan bensínstöð í borginni.
Þegar lögreglumenn komu á vettvang
áttuðu þeir sig á því að konan hafði
komið sér fyrir fyrir utan bensínstöðina
til að tengjast internetinu. Hún var því
látin afskiptalaus.
„já t.d. ef hún
hefði verið að
downloada
einhverju ólöglega þá hefðu
byssurnar komið að góðum
notum,“
segir Kalmann Christer og
tekur í sama streng og Eva
Hauksdóttir.
„Þessi maður lýsir
best sóðanum
í sjálfum sér. Til
skammar gagnvart list,“
segir Kristinn Magnússon, en
gjörningur Snorra Ásmunds-
sonar hefur vakið mikla
athygli. Þar stendur gína í sýningarrým-
inu, með girt niður um sig og hefur Snorri
nú makað XB, listabókstaf Framsóknar-
flokksins, með saur á einn vegg.
„Íslenskt
markaðhagkefi
í hnotskurn.
Atvinnulífið lifir á skattfé
borgaranna,“
segir Þór Saari, fyrrverandi
alþingismaður í athugasemd
við frétt þar sem fjallað er um
Bílaleigur. Afsláttur frá vörugjöldum af
bifreiðum sem keyptar eru af bílaleigum
er nú þegar orðinn meiri en allt árið í
fyrra. Þetta endurspeglar mikil innkaup
bílaleiga í landinu á nýjum bílum þvert á
það sem talsmenn bílaleiga og Samtaka
ferðaþjónustunnar héldu fram árið
2012 þegar Alþingi áformaði að afnema
ríkisstyrki í formi lægri vörugjalda fyrir
bílaleigur með öllu.
„Sammála,ekki
vera hræsnarar
og farið að virða
mannréttindi. fasistastefna
stjórnvalda er til skammar,“
segir Arnar Sigurðsson.
Justine Ijeomah, fram-
kvæmdastjóri mannréttinda-
samtaka í Port Harcourt í Nígeríu hvetur
íslensk stjórnvöld til þess að taka sér
taki og skoða hælisumsóknir ofan í
kjölinn
15
8
15
7
21
5