Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 11.–13. nóvember 201424 Neytendur H já svínabúinu Korngrís í Laxárdal, í nágrenni Sel- foss, eru svínin alin á byggi, hveiti og repju sem bændurnir á bænum rækta sjálf- ir. Á nokkurra mánaða tímabili var kjöti frá Laxárdal haldið aðskildu frá öðru kjöti í sláturhúsi SS á Sel- fossi og sent sérmerkt í verslanir Nóatúns. Því var svo hætt af hálfu sláturhússins því salan var ekki næg. Nú blandast allt kjöt frá Lax- árdal kjöti svína frá öðrum búum sem alin eru á hefðbundnu fóðri. Hluta kjötsins taka bændurnir í Laxárdal heim og selja í hálfum skrokkum og hluti þess er seldur sérmerktur úr kjötborði hjá Kjöt- smiðjunni. „Við myndum vilja sérmerkja allt okkar kjöt og ég tel að slíkri markaðssetningu þurfi að gefa meiri tíma. Mín tilfinning er sú að neytendur almennt vilji upprunamerkingar. Oft erum við spurð hvar hægt sé að kaupa kjötið okkar og af hverju því sé blandað saman við annað kjöt. Nokkuð er um að fólk sé með óþol fyrir ýmsu kryddi og aukaefnum í mat og vilji því kaupa ómeðhöndlað íslenskt svínakjöt,“ segir Petrína Þórunn Jónsdóttir, bóndi í Laxárdal. Að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, var sérmerkta svínakjötið selt á hærra verði en svínakjöt almennt. Ekki hafi verið næg eftirspurn til að halda því áfram aðskildu og í sérmerktum pakkningum. „Það kostar meira að halda kjötinu að- skildu og því þarf augljóslega að selja það á hærra verði. SS setti peninga í þetta á sínum tíma en það fjaraði út vegna ónógrar eft- irspurnar,“ segir hann. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, segir neytendur kalla eftir sem nákvæmustum upplýs- ingum um vörur. „Eitt af því sem fólk vill gjarna vita er frá hvaða býli kjöt kemur.“ n dagny@dv.is Kjöt af svínum á íslensku fóðri blandast öðru kjöti Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur vilja upprunamerkingar Korngrís Svínin eru alin á korni sem ræktað er á bæn- um. Myndin er úr safni. M esti verðmunur á hinum nýju iPhone 6- og iPhone 6 Plus-snjallsímum frá Apple á Íslandi er 3,8 pró- sent. Þetta leiðir verð- könnun DV hjá átta vinsælum fyrir- tækjum og söluaðilum í ljós. Mikil eftirspurn og sala er á símunum þrátt fyrir að ódýrasta og minnsta útgáfan af þeim kosti rétt tæplega 119 þús- und krónur. Viðskiptavinir bíða í röðum eftir að komast yfir símana og verslanir anna vart eftirspurn og segja ljóst að þau gætu selt mun meira ef afhending frá Apple léti ekki á sér standa. Verslanir gefa ekki upp sölutölur sínar en ætla má að þús- undir iPhone 6-síma hafi selst síðan þeir komu formlega í verslanir þann 31. október. Sem dæmi um eftirspurn Ís- lendinga eftir þessum dýru snjall- símum þá greindi DV frá því þann 16. september að þá þegar hefðu þúsund símar verið forpantaðir hjá stóru símafyrirtækjunum Vodafone og Símanum. Þegar símarnir komu síðan í verslanir þann 31. október mynduðust langar biðraðir við fjölda verslana þar sem hundruð Ís- lendinga voru ýmist að sækja pant- anir eða tryggja sér eintak af símun- um. Verðkönnun hjá átta fyrirtækjum DV kannaði verðið á símunum tveimur og þeim mismunandi út- gáfum sem hann kemur í hjá átta fyrir tækjum sem selja þá. Báðir sím- arnir koma í þremur útgáfum, með 16 gígabæta (GB), 64 GB og 128 GB minni. Ekki selja þó allar verslan- ir stærstu og dýrustu 128 GB útgáf- una. Í könnun DV er aðeins horft í verðið en ekki þjónustu eða fríð- indi sem fylgja kaupum. Neytendur ættu að kynna sér vel hvað boðið er upp á með símunum. Einhver síma- fyrirtækjanna bjóða til dæmis inn- eignir, gagnanotkun og þess háttar með keyptum símum. Þegar verðið á ódýrasta og dýrasta símanum af hvorri tegund í sömu stærð er skoð- að sést að sáralítill munur er á verði milli verslana. Nær enginn verðmunur á stærstu týpunni Þegar minni og ódýrari iPhone 6 er skoðaður má sjá að aðeins er 0,83% verðmunur á ódýrasta og dýrasta iPhone 6 í 16 GB-útgáfunni. Er hann ódýrastur hjá Elko á 118.995 krón- ur en dýrastur hjá Vodafone, Nova, Epli og Macland sem selja hann öll á 119.990 krónur eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Mestur er verðmunurinn á 64 GB-útgáfunni af iPhone 6, eða 3,8% milli versl- ana. Þar er hann ódýrastur í Nova á 129.990 kr. en dýrastur hjá Voda fone, Epli og Macland á 134.990. Munur upp á fimm þúsund krónur. Nán- ast enginn verðmunur er á dýrasta og ódýrasta iPhone 6 í 128 GB-út- gáfunni hjá þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á þá týpu. 0,06% þar sem sumir selja hann á 149.900 krónur en hinir 90 krónum betur. Mesti munurinn á ódýrustu tegund Plus Þegar verðsamanburður er gerður á þessum þremur útgáfum af iPhone 6 Plus, sem er stærri og þar af leið- andi dýrari, munar mestu á 16 GB- týpunni, eða 3,8 prósentum á þeim ódýrasta og dýrasta í könnun DV. Hann er ódýrastur í Nova á 129.990 krónur en dýrastur hjá Voda fone, Epli og Macland sem verðleggja hann á 134.990 krónur. 0,66% verð- munur er á ódýrasta og dýrasta iPho- ne 6 Plus í 64 GB og aðeins 0,05% verðmunur á ódýrasta og dýrasta iPhone 6 Plus í 128 GB, hjá þeim fyr- irtækjum sem bjóða upp á þá týpu. Lítil álagning DV leitaði skýringa á þessu einsleita verði hjá nokkrum þeirra fyrirtækja sem könnunin náði til. Hjá Nova fengust þau svör að skýringin fælist líklega fyrst og fremst í því að þessi tæki beri mjög litla álagningu. Hjá Elko fengust aðeins þau svör að kappkostað væri að bjóða gott verð auk þess sem þar væri boðið upp á 30 daga verðvernd, sem þýðir að ef þú finnur vöru ódýrari annars stað- ar innan þess tíma færðu mismun- inn endurgreiddan í peningum og 10% af mismuninum að auki. Hjá Nova var bent á að Apple væri með fast heildsöluverð á tækjunum og því miðist söluverð eðlilega við það. Hjá Símanum fengust þau svör að afar lág álagning væri á símtækj- um hjá fyrirtækinu auk þess sem Einsleitt verð á iPhone 6 á Íslandi n Ekki hægt að tala um verðstríð á snjallsímamarkaði n Verslanir segja álagningu lága Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.