Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 28
Vikublað 11.–13. nóvember 201428 Lífsstíll
Sígarettureykur
er fitandi
Niðurstöður nýrrar rannsóknar
ganga gegn þeirri kenningu að
reykingar séu grennandi. Í rann
sókn, sem birtist í American Jo
urnal of Physiology: Endocrino
logy and Metabolism kemur fram
að snerting við sígarettureyk
veldur þyngdaraukingu. Og sér
staklega þegar um óbeinar reyk
ingar er að ræða.
„Börn sem búa á reykingar
heimili eru í mun meiri hættu á
að þróa með sér hjarta og efna
skiptasjúkdóma,“ segir Benjamin
Bikman, prófessor við Brigham
Youngháskólann í Bandaríkjun
um en Bikman vonast til þess að
niðurstöðurnar hjálpi reykinga
fólki til að hætta að reykja.
M
argir telja að gallabuxur séu
þær buxur sem allir ættu að
eiga að minnsta kosti einar.
En könnun sem gerð var í
Bretlandi hefur leytt í ljós að það eru
konur sem myndu frekar losa sig við
kærasta sinn heldur en buxurnar.
Raftækjafyrirtækið Grundig
gerði könnunina og kom í ljós að ein
af hverjum tuttugu konum myndu
losa sig við manninn sinn frekar en
uppáhaldsgallabuxurnar sínar.
Meðalendingartími gallabuxna
er um það bil fjögur ár og fjór
ir mánuðir, en könnunin sýndi að
þriðjungur kvenna hafði þá átt í
lengra sambandi við gallabuxurnar
sínar en kærasta.
Samband breskra kvenna við
gallabuxurnar sínar er sterkt en 20%
kvenna sögðust halda í gallabuxur
sem þær pössuðu ekki lengur í og
gátu ekki fengið sig til að henda
þeim. Ein af hverjum tólf konum
hélt til haga buxum svo börn henn
ar gætu notað þær seinna.
Teresa Arbuckle, markaðsstjóri
Grundig, sagði að það væri löngu
vitað að konur ættu í sérstöku sam
band við gallabuxurnar sínar. En
margar konur reyna að þvo buxurn
ar eins sjaldan og þær komast upp
með, jafnvel einu sinni á þriggja til
sex mánaða fresti og margar þeirra
eiga einar buxur sem þær hafa
aldrei notað eftir kaup. n
helgadis@dv.is
Elska gallabuxurnar meira en manninn
Geyma buxur sem þær passa ekki í
Sérstakt samband
Margar konur þvo gallabuxur sjaldan.
Gerviandoxunar-
efni varasöm
Það er alltaf verið að tala um hve
mikilvægt sé að innbyrða nóg af
andoxunarefnum, vítamínum
og steinefnum. Matvælafram
leiðendur hafa því tekið upp á
því í stórum stíl að bæta þessum
efnum út í matvæli sem inni
halda þau ekki. Það er til dæmis
ekki óalgengt að sjá í innihalds
lýsingu á morgunkornspökkum,
safafernum og múslístykkjum, að
innihaldið sé ríkt af andoxunar
og steinefnum.
Það ber hins vegar að varast
svona sölubrellur, enda verða
óholl matvæli ekki holl með því
að strá yfir þau vítamínum. Í
flestum tilfellum er um að ræða
verksmiðjuframleidd gerviefni
sem hafa lítil sem engin jákvæð
áhrif á fólk. Á tímabili var til að
mynda framleitt 7 up með andox
unarefnum. Það má rétt ímynda
sér hollustuna í því.
„Maður reddar
sér bara“
M
aður reddar sér bara,“
segir Rakel Gunnlaugs
dóttir sem býr ásamt
tveimur börnum og sam
býlismanni sínum, Ryan
Maskell, í litlu eins herbergis húsi í
smábænum Thatcham á Englandi.
Gerir allt sjálfur
Ryan, sem er menntaður
hönnunarverkfræðingur og hann
ar meðal annars gírkassa í Formúlu
1kappakstursbíla, hefur lagað hús
ið að þörfum fjölskyldunnar. „Mað
urinn minn er mjög laghentur og
gerir allt sjálfur. Við þurfum aldrei
að borga iðnaðarmanni fyrir. Hann
lagaði pípulagningarnar, bílinn og
smíðar allt sem við þurfum. Núna er
hann að fara að taka eldhúsið í gegn.
Það er fínt að eiga svona karl,“ segir
hún brosandi.
Fer vel um börnin
Rakel, sem er 22 ára, fór sem aupa
ir til Englands fyrir fjórum árum. „Ég
kynntist Ryan eftir að hafa búið hér
í einn mánuð svo við erum búin að
vera saman í fjögur ár.“
Þar sem öll fjölskyldan deilir her
bergi þurfti parið að hanna sniðuga
lausn til að koma öllum rúmunum
fyrir. „Ryan tók bæði rimlarúmið og
barnarúmið í sundur og smíðaði úr
þeim og vörubrettum kojur. Nú fer
mjög vel um börnin,“ segir hún en dótt
ir þeirra, Emily Thora er 22 mánaða og
William Óskar þriggja mánaða.
Safna fyrir stærra húsi
Aðspurð segist Rakel ekki vita hvað
þau geri ef þriðja barnið kemur í
heiminn. „Þriðja barnið er ekki á
planinu þar sem fjölskyldur okk
ar eru ekki hér nálægt. En auðvitað
myndum við redda því. Ég held samt
að þriggja hæða koja væri of há,“ seg
ir hún hlæjandi en bætir við að þau
séu að safna fyrir stærra húsi.
Rakel segir notalegt að deila
svona litlu húsi með fjölskyldunni.
„Þegar ég flutti hingað frá Íslandi
bjó ég hjá mömmu og pabba. Þegar
við vorum flest í húsinu vorum við
sex, sjö í þriggja herbergja íbúð. Mér
finnst þetta mjög fínt og held ég að
fengi víðáttubrjálæði ef húsið væri of
stórt.“ n
Rakel deilir svefnherbergi með manni sínum og tveimur börnum
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Ég held samt
að þriggja
hæða koja væri of há.
Heimasmíðaður sandkassi Ryan
notar vörubretti í ótrúlegustu hluti.
Á milli pabba og
mömmu Ryan og Rakel
með eldra barnið sitt.
MyndIR ÚR eInkaSaFnI
Tveggja barna móðir Rakel fór sem
au-pair til Englands fyrir fjórum árum.
Í dag býr hún þar og hefur eignast tvö
börn með sambýlismanni sínum.
Tilgangur
lengir lífið
Í rannsókn á rúmlega níu þúsund
sextugum Bretum kom í ljós að
einstaklingar sem telja sig hafa til
gang í lífinu lifa lengur en aðrir.
Rannsóknin var framkvæmd
af vísindamönnum við UCL, Pr
inceton og Stony Brooks há
skólana og birtist í tímaritinu The
Lancet.
Eftir ítarlega greiningu á lífs
gleði var þátttakendum skipt í
fjóra hópa þar sem allar mögu
legar breytur voru teknar með í
reikninginn.
Í ljós kom að þeir lífsglöðustu
voru 30% ólíklegri til að deyja á
næsta átta og hálfa árinu en aðrir.
Lífsglaðasti hópurinn, sem taldi
sig hafa tilgang, mældist lifa að
meðaltali tveimur árum lengur en
þeir í óhamingjusamasta hópnum.