Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Síða 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þriðjudagur 11. nóvember 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) 17.20 Músahús Mikka (3:26) 17.43 Robbi og skrímsli (1:26) 18.06 Millý spyr (1:65) 18.25 Táknmálsfréttir (72) 18.35 Melissa og Joey 7,1 (9:21) Bandarísk gamanþáttaröð. Stjórnmálakonan Mel situr uppi með frændsyskini sín, Lennox og Ryder, eftir hneyksli í fjölskyldunni og ræður mann að nafni Joe til þess að sjá um þau. Aðal- hlutverk leika Melissa Joan Hart, Joseph Lawrence og Nick Robinson. 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 19.55 Djöflaeyjan 888 Þáttur um leiklist, kvikmyndir, myndlist og hönnun. Ritstjóri er Brynja Þorgeirs- dóttir og aðrir umsjónar- menn Vera Sölvadóttir, Goddur, Sigríður Péturs- dóttir og Kolbrún Vaka Helgadóttir. Dagskrárgerð: Sigurður Jakobsson. 20.20 Castle 8,3 (4:24) Banda- rísk þáttaröð. Höfundur sakamálasagna er fenginn til að hjálpa lögreglunni þegar morðingi hermir eftir atburðum í bókum hans. Meðal leikenda eru Nathan Fillion, Stana Katic, Molly C. Quinn og Seamus Dever. 21.05 Skotin vegna skólagöngu (Shot for going to School) Vandaður fréttaskýringaþáttur sem kannar líkur þess að lífsgæði pakistanskra stúlkna batni í kjölfar baráttu Malölu Youzafsai í heimalandi sínu. Talibanar reyndu að ráða Malölu af dögum 2012 fyrir að verja verja rétt stúlkna til menntunar og hefur upp frá því verið sameiningartákn réttindabaráttu stúlkna til náms í heiminum. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Óskalögin 1974 - 1983 (3:5) (Braggablús) 22.25 Hamingjudalur 8,6 (1:6) (Happy Valley) Vönduð bresk spennuþáttröð um líf og störf lögreglukonunnar Catherine Cawood. Þegar morðingi meintur dóttur hennar lendir aftur í kasti við lögin kemur það í hlut Cawood að hafa hendur í hári hans. Aðalhlutverk: Sarah Lancashire. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.20 1864 e (4:8) Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 00.20 Kastljós e 00.40 Fréttir e 00.55 Dagskrárlok (70:365) Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:00 Dominos deildin 2015 12:50 UEFA Champions League (Zenit - Bayer Leverkusen) 14:30 NBA 15:20 Moto GP 16:20 UEFA Champions League (Bayern Munchen - Roma) 18:00 Meistaradeild Evrópu 18:30 Dominos deildin 2015 (Njarðvík - Keflavík) 20:00 Þýsku mörkin 20:30 Spænski boltinn 14/15 (Almeria - Barcelona) 22:10 Spænsku mörkin 14/15 22:40 UEFA Champions League (Real Madrid - Liverpool) 07:00 Messan 13:15 Football League Show 13:45 Messan 15:00 Premier League (Sunderland - Everton) 16:40 Premier League (Man. Utd. - Crystal Palace) 18:20 Premier League (West Ham - Aston Villa) 20:00 Ensku mörkin (11:40) 20:55 Messan 22:10 Premier League (Liverpool - Chelsea) 23:50 Premier League (Burnley - Hull) 16:55 Strákarnir 17:25 Friends (22:24) 17:50 Arrested Development 3 (10:13) 18:15 Modern Family (7:24) 18:40 Two and a Half Men (5:22) 19:05 Geggjaðar græjur 19:25 Veggfóður 20:10 The Mentalist (17:22) 20:50 Zero Hour (11:13) 21:35 Grimm (1:22) 22:20 Chuck (19:22) 23:05 Cold Case (5:23) 23:50 Geggjaðar græjur 00:10 Veggfóður 01:00 The Mentalist (17:22) 01:45 Zero Hour (11:13) 02:30 Grimm (1:22) 10:10 Dolphin Tale 12:00 Another Cinderella Story 13:30 Scent of a Woman 16:05 Dolphin Tale 17:55 Another Cinderella Story 19:25 Scent of a Woman 22:00 The Great Gatsby 00:20 Battleship 02:30 Red Dawn 04:00 The Great Gatsby 18:15 Jamie's 30 Minute Meals (36:40) 18:40 Baby Daddy (9:21) 19:00 Wipeout 19:40 Welcome To the Family (4:11) 20:05 One Born Every Minute US (5:8) 20:50 Drop Dead Diva (13:13) 21:30 Treme (3:11) 22:15 Southland (1:10) 23:00 Flash (3:13) 23:40 Arrow (3:23) 00:25 Sleepy Hollow (3:18) 01:10 Wipeout 01:55 Welcome To the Family (4:11) 02:15 One Born Every Minute US (5:8) 02:55 Drop Dead Diva (13:13) 03:40 Treme (3:11) 04:30 Southland (1:10) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (19:25) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Talk 09:45 Pepsi MAX tónlist 15:15 Survivor (5:15) 16:00 Happy Endings (22:22) 16:20 Franklin & Bash (6:10) 17:00 Kitchen Nightmares (8:10) 17:45 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show 19:10 The Talk 19:50 Trophy Wife 6,9 (10:22) Gamanþættir sem fjalla um partýstelpuna Kate sem verður ástfanginn og er lent milli steins og sleggju fyrrverandi eiginkvenna og dómharðra barna. 20:10 The Royal Family (9:10) Sænskir grínþættir um vinalega konungsfjölskyldu sem glímir við sambærileg vandamál og við hin...bara á aðeins ýktari hátt. . 20:35 Welcome to Sweden (9:10) Welcome to Sweden er glæný sænsk grínþátta- röð, en þættirnir slógu rækilega í gegn í Svíþjóð fyrr á þessu ári. 21:00 Parenthood - LOKA- ÞÁTTUR (8:22) Banda- rískir þættir um Braverman fjölskylduna í frábærum þáttum um lífið, tilveruna og fjölskylduna. 21:45 Ray Donovan 8,2 (11:12) Vandaðir þættir um harðhausinn Ray Donovan sem reynir að beygja lög og reglur sem stundum vilja brotna. Ray undirbýr sig ef ske kynni að hann verði handtekinn. Ránið lukkast ekki sem skyldi hjá Mickey. 22:35 The Tonight Show 23:25 Madam Secretary 7,2 (1:13) Téa Leoni leikur Eliza- beth McCord, fyrrum starfs- mann leynilögreglunnar og háskólaprófessor, sem verður óvænt og fyrirvara- laust skipuð sem næsti utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Hún er ákveðin, einbeitt og vill hafa áhrif á heimsmálin en oft eru alþjóðleg stjórnmál snúin og spillt. Nú reynir á eiginleika hennar til að hugsa út fyrir kassann og leita lausna sem oft eru óhefðbundnar og óvanalegar. 00:10 Unforgettable (7:13) 00:55 Parenthood (8:22) 01:40 Ray Donovan (11:12) 02:30 The Tonight Show 03:20 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:45 Wonder Years (13:23) 08:10 Scooby-Doo! 08:30 Gossip Girl (11:24) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 The Doctors (20:50) 10:15 The Middle (2:24) 10:40 Go On (17:22) 11:00 Flipping Out (9:12) 11:45 Breathless (3:6) 12:35 Nágrannar 13:00 So You Think You Can Dance (11:15) 14:20 The Mentalist (14:22) 15:05 Hawthorne (6:10) 15:50 Scooby-Doo! 16:15 Sjáðu (364:400) 16:45 New Girl (16:25) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson -fjölskyldan (6:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Um land allt (4:12) 19:50 2 Broke Girls 7,0 (22:24) Bráðskemmtileg gaman- þáttaröð um stöllurnar Max og Caroline sem eru stað- ráðnar í að aláta drauma sína rætast. 20:15 Á fullu gazi (1:6) Þriðja þáttaröðin af þessum frábæru þáttum þar sem fjallað er um glæsilega bíla og önnur flott farartæki. 20:40 The Big Bang Theory (7:24) 21:00 Gotham 8,2 (7:16) Hörku- spennandi þættir þar sem sögusviðið er Gotham-borg sem flestir kannast við úr sögunum um Batman en sagan gerist þegar Bruce Wayne var ungur drengur og glæpagengi réðu ríkjum í borginni. 21:45 Stalker (6:13) Magnaður spennuþáttur um Jack Larsen og Beth Davies en þau vinna í sérstakri deild innan lögreglunnar í Los Angeles og rannsaka mál sem tengjast eltihrellum en þau mál eru jafn ólík og þau eru mörg. Með aðalhlutverk fara Dylan McDermott úr Hostages og American Horror Story og Maggie Q sem áhorfendur þekkja úr sjónvarpsþáttunum Nikita. 22:30 The Strain (5:13) 23:40 A to Z (5:13) 00:00 Meet The Middletons Heimildarmynd um Kate Middleton og uppruna hennar en Kate varð heims- fræg á svipstundu þegar hún kynntist Vilhjálmi Bretaprins. 00:50 Forever (6:13) 01:35 Bones (1:24) 02:20 Getting on (1:6) 02:50 Africa United 04:15 McKenna Shoots for the Stars D ýraverndunarsamtökin PETA eru ekki par hrifin af Discovery-heimilda- myndinni Eaten Alive sem verður sýnd í byrjun des- ember. Í þættinum mun Paul Rosolie vera étinn lifandi af risaslöngu, íklæddur sérstök- um varnarfatnaði. PETA hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem segir: „Fyrir utan hversu ólíklegt er að þetta muni takast þá mun þetta þýða dauða fyrir slönguna. Þessi gervin- áttúrufræðingur ætti að skammast sín fyrir að pynta og mögulega drepa dýr til að skemmta fólki. Discovery Channel ætti líka að skammast sín fyrir að kvetja hann áfram. Hvernig sem hand- ritið er þá mun snákurinn sennilega deyja, eins og flest dýr gera þegar þau eru notuð til skemmtun- ar. PETA hefur beðið sjón- varpsstöðina að hætta við sýningu þáttarins, hvort sem þetta er gabb eða ekki.“ Hins vegar hef- ur þátturinn nú þegar ver- ið tekinn upp og þetta var ekki gabb, því mun litlu skipta hvort þátturinn verði sýndur eða ekki. n helgadis@dv.is Brjáluð út í Discovery Channel Samtökin PETA vilja að stöðin hætti við sýningar á Eaten Alive Paul Rosolie Hann hefur unnið til verðlauna fyrir náttúru-lífsmyndir sínar. L ouis Bloom stefnir á topp- inn en það eina sem þvælist fyrir honum er að enginn vill gefa honum tækifæri til að sanna sig. Hann er með frasana á hreinu, er ákveðinn en nærvera hans er óþægileg – meira að segja í hæfi- legri fjarlægð í bíósalnum. Við fyrstu kynni er hann gjörsneydd- ur öllum persónutöfrum, virðist vera einfari sem einangrun hef- ur leikið grátt. Enginn ætti þó að vanmeta Louis Bloom, hann er „bisnessmaður“ með markmið- in á hreinu og samferðamenn hans eru í mesta lagi lágar hraða- hindranir. Í upphafi myndarinnar er Louis Bloom, eða Lou, smá- glæpamaður sem selur málma sem hann hefur hnuplað til að eiga í soðið. Eitt kvöldið eftir að hann hefur losað sig við nýjasta þýfið fyrir lítið kemur hann að bílslysi þar sem kvikmyndatöku- menn ganga nærri slysstaðnum, taka upp myndefni og selja svo hæstbjóðandi sjónvarpsfrétta- miðli. Þar fæðist viðskiptahug- mynd og í slagtogi við ófram- færinn aðstoðarmann sinn nær Lou hratt og örugglega tökum á starfsframanum. Hann ger- ist sjálfstæður kvikmyndatöku- maður sem nær myndum af því versta sem gerist í Los Angeles. Hann setur sig í samband við fréttastjóra á síðasta séns, Ninu Romina, og færir henni á silfur- fati allt það myndefni af slys- um og glæpum sem hana lyst- ir. Hann brýtur allar reglur hvort sem þær eru lagalegar eða tengj- ast hugmyndum okkar um sið- ferði blaða- og fréttamanna. Nightcrawler er í anda Taxi Driver. Louis er hið fullkomna ill- menni, aumingjalegur og kaldur en á sama tíma klókur og grimm- ur. Hann veigrar sér ekki við að teygja sig aðeins lengra en all- ir hinir og ná þannig árangri. Myndin er sterk ádeila á frétta- menninguna vestanhafs; þá sem veigra sér ekki við að birta allt og vilja helst að það sé eins blóðugt eða sorglegt og hægt er. „Hugs- aðu þér að viðmiðið sé kona sem hefur verið skorin á háls og hleypur niður strætið öskrandi,“ segir Nina þegar hún leggur Lou lífsreglurnar. Hún leikur sér líka með staðalmyndirnar, er saga undirmálsmannsins sem kemst á toppinn og nær fullkomnum tök- um á ameríska draumnum. Jake Gyllenhaal er frábær í hlutverki Lou. Frammistaðan er þannig að þetta er með betri myndum ársins. Louis Bloom er í raun ekki sannfærandi sem manneskja, svo snauður er hann öllum persónutöfrum. Á sama tíma er honum svo mikil vor- kunn að maður fyllist samúð vegna þess hve mikill aumingi hann er. Þannig smýgur hann inn og nær taki á aðstæðunum. Hann þarf svo sannarlega ekki á því að halda að nokkur vorkenni hon- um – heldur að einhver taki hann úr umferð. Hér er á ferðinni þræl- spennandi, kolsvört gaman- mynd, með sterkri ádeilu, sem engan svíkur. Dan Gilroy spreyt- ir sig hér í fyrsta sinn sem leik- stjóri eftir starfsframa sem hand- ritshöfundur. Hver einasta sena er sett upp af mikilli nákvæmni og innsæi. Ég gæti alveg trúað því að þessi mynd yrði ein af þessum stóru sem við gleymum ekki svo glatt. Louis Bloom er að minnsta kosti eitt af mínum uppáhalds- illmennum. n Með ameríska drauminn í rassvasanum Jake Gyllenhaal er frábær í Nightcrawler Stórfurðulegur Í fyrstu er Louis Bloom furðulegur – en enginn ætti að vanmeta hann. Nightcrawler IMDb 8,4 Rotten Tomatos 94% Leikstjórn: Dan Gilroy Leikarar: Jake Gyllenhaal, Rene Russo, Riz Ahmed, Bill Paxton. Sýnd í Laugarásbíó Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Dómur „Hugsaðu þér að viðmiðið sé kona sem hefur verið skorin á háls og hleypur niður strætið öskrandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.