Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 36
Vikublað 11.–13. nóvember 201436 Fólk Frægir flæktir í faðernismál Þær eru þó nokkrar Hollywood-stjörnurnar sem hafa flækst í erfið faðernismál með einum eða öðrum hætti. Sumar hafa reynt að finna sinn eigin föður án þess að hafa vísbendingar um hver það gæti verið. Aðrar hafa viljað fá staðfestingu á sögusögnum. Þá hafa einhverjar konur haldið faðerni barna sinna leyndu á meðan aðrar hafa upplýst um raunverulega feður þeirra opinberlega. Hér eru dæmi um nokkrar stjörnur sem flækst hafa í faðernismál. Á marga feður Sögusagnir hafa verið íá kreiki um að Khloe Kardashian sé í raun ekki Kardashian. Því hefur verið haldið fram að hárgreiðslumeist- ari móður hennar, Alex Roldan, sé líffræðilegur faðir hennar, en ekki Robert Kardashian. Þá hefur sú saga einnig náð flugi að Lionel Richie sé faðir henn- ar. Sjálf segir Khloe í gríni, að hún hafi átt svo marga feður að hún sé hálf ringluð. Þykja þau viðbrögð merki um að hún telji sig raunverulega vera Kardhashian hvað sem öllum kjaftasögum líður. Vill ekki gefa upp faðernið Mad Men-stjarnan January Jones eignaðist soninn Xander árið 2011 og hefur ávallt neitað að gefa upp faðerni hans. „Ég vissi alltaf að ég kæmi til með að ala hann upp ein. Ég fór út í þetta á þeim forsendum og var spennt fyir því,“ hefur hún sjálf sagt um málið. Taldi sig föðurinn Fyrirsætan Michael Girgenti hélt því fram að hann væri faðir Mason, elsta sonar Kourtney Kardashian, en ekki Scott Disick, kærastinn hennar. Hann fór fram á faðernispróf sem sýndi með óyggjandi hætti að Disick er faðir drengsins. Clinton ekki Clinton? Það var heldur betur óvænt er fréttir bárust af því að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, væri hugsanlega ekki faðir Chelsea Clinton. Hillary Clinton mun hafa átt í framhjáhaldi með Webster Hubbel, fyrrverandi bæjarstjóra í Little Rock í Arkansas og getgátur eru uppi um hvort hann sé raunverulegur faðir Chelsea. Þrátt fyrir að þetta séu aðeins sögusagnir verður því ekki neitað að það er svipur með meintum feðginum. Greiðir nú meðlag Gamanleikarinn og uppi- standarinn Eddie Murphy og Kryddpían Mel B. slógu sér upp á tímabili. Eftir að þau hættu saman eignaðist hún stúlku og sagði Murphy vera föð- urinn. Hann var þó ekki á því. Eftir að faðernispróf staðfesti faðernið ákvað hann að greiða meðlag með stúlkunni, en svo skemmtilega vill til að feðginin eiga sama afmælisdag. Gaf Jackson sæði Þrjú börn eru eignuð Michael Jackson en alla tíð hafa verið uppi vangaveltur um hvort hann sé líffræðilegur faðir þeirra. Hann eignaðist tvö börn með eiginkonu sinni Debbie Rowe en móðir yngsta barnsins er óþekkt. Mark Lester, vinur Jackson, hefur viljað láta framkvæma faðernispróf á börnunum því hann telur miklar líkur á því að hann sé raunverulegur faðir þeirra. Hann hafi nefnilega látið sæði hafi hendi rakna til Jackson áður en fyrsta barnið kom í heiminn. Rústaði hjónabandinu Kvikmyndastjarnan, vöðvatröllið og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, og Maria Shriver skildu eftir 25 ára hjónaband þegar hann viðurkenndi að hafa eignast barn með ráðskonu þeirra. Drengurinn var orðinn tíu ára þegar í ljós kom að Schwarzenegger var faðirinn. Þrír vildu barnið Eftir lát leikkonunnar Önnu Nicole Smith árið 2007 héldu þrír menn því fram að þeir væru faðir dóttur hennar Dannielynn. Það voru ljósmyndarinn Larry Birhead, lögmaðurinn Howard K. Stern og Frederic Prinz von Anhalt. Faðernispróf leiddi í ljós að Birkhead var faðirinn og hefur hann sinnt föðurlegum skyldum við stúlk- una síðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.