Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 37
Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Fólk 37
Spennt að
koma heim
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir
mun syngja á jólatónleikum með
föður sínum, Björgvini Halldórs-
syni, á jólatónleikunum Jólagest-
um Björgvins sem haldnir verða í
Laugardalshöll þann 13. desem-
ber næstkomandi. Hún hlakkar
mikið til, en hún tjáði Facebook-
vinum sínum frá spenningnum
í síðustu viku. „Ég er svo spennt
að koma til Íslands og syngja fyr-
ir ykkur í Höllinni 13. desember
á Jólagestum Björgvins !!! Ég hef
ekki komið heim til Íslands síð-
an seinustu jól og heimþráin er
orðin mikil. Get ekki beðið eftir
að koma í kuldann og borða rúg-
brauð með kæfu og drekka jóla-
ölið,“ skrifaði Svala á síðuna sína.
Svala býr í Los Angeles þar sem
hún gerir það gott með hljóm-
sveit sinni Steed Lord og fata-
línunni Kali.
Tók luft-
trommusóló
Björk Vilhelmsdóttir, borgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar, birti
mynd af sér á Facebook-síðu
sinni á föstudag þar sem hún sat
við trommusett í Bíó Paradís og
tók luft-trommusóló. Að hennar
mati tókst sólóið nokkuð vel, en
innlegg hennar í Airwaves-tón-
listarhátíðina urðu ekki fleiri,
því hún stakk af úr borginni og
eyddi helginni með manni sín-
um, Sveini Rúnari Haukssyni, á
Úlfljótsvatni. Sonur þeirra, Guð-
finnur Sveinsson, meðlimur
hljómsveitarinnar For a Minor
Reflection, hafði hins vegar
töluvert meiri viðveru á hátíð-
inni, en hljómsveitin kom fram á
nokkrum stöðum um helgina.
S
kuldaleiðrétting ríkisstjórnar-
innar var kynnt á blaðamanna-
fundi í gær. Eins og við mátti
búast voru ekki allir á eitt sátt-
ir við sjónarspilið og tjáðu sig margir
um málið á Twitter.
Bragi Valdimar Baggalútur velti
fyrir sér af hverju forsætisráðherra
og fjármálaráðherra gátu ekki kom-
ið með samstæð bindi og sagði svo
að Bjarni Benediktsson virtist vera að
heyra allt um leiðréttinguna í fyrsta
skipti. Eins sagðist hann ekki hafa
verið „svona æstur yfir einhverju síð-
an ég missti síðast tánögl!“
Dóri DNA sló líka á létta strengi
og velti fyrir sér hvort leiðréttingin
myndi líka ná til fíkniefna- og
spilaskulda en sagði svo að þetta út-
spil væri töluvert vinstrisinnaðra
en öll vinstri sinnuð útspil allra
vinstristjórna. Gísli Marteinn sagðist
hafa millifært á sjálfan sig 50 þúsund
krónur og væri þakklátur sjálfum sér
fyrir verkið. Sagðist svo ætla að kjósa
sig næst.
Heiða Kristín, stjórnarformaður
Bjartrar framtíðar, var ekki eins glöð
í bragði og sagði heim hinna full-
orðnu verða henni alltaf jafn mikil
vonbrigði og velti fyrir sér hvað þeir
sem eru 25 ára í dag fá, þeir fá verð-
bólgu og ónýtan Landspítala. Eins
spurði hún af hverju ekkert hefði ver-
ið talað um síhækkandi íbúðarverð í
borginni.
Rithöfundurinn Halldór Armand
tók í svipaðn streng og svaraði spurn-
ingunni um af hverju ungt fólk kysi
ekki í dag og væri það vegna þess að
það er sífelt verið að grafa undan trú
þess á einhverju sem heitir samfélag.
Björn Bragi sjónvarpsmaður
sagðist hins vegar ánægður með
að Bingó-lottó væri byrjað á ný en
saknaði Ingva Hrafns og spurði hvar
Bingó-Bjössi væri. Allt sem Arnór
Dan, söngvari AgentFresco hafði um
málið að segja var að hann ætlaði að
mæta niður á Austurvöll til að mót-
mæla á mótmælunum sem haldin
voru í annað sinn kl. 17. n
Ekki verið æstari síðan hann missti tánögl
Bragi Valdimar og annað frægt fólk á Twitter tjáði sig um skuldaleiðréttinguna
Tilkynning skuldaleiðréttingar Fólk var ekki á eitt sátt við tilkynningu skuldaleið-
réttingarinnar og velti meðal annars fyrir sér af hverju peningunum var ekki veitt til
heilbrigðiskerfisins. Mynd SigTryggur Ari
Töfrar fram
ommelettur
Þ
að er rannsóknarvinna í
gangi, en á laugardaginn
mun um þrjátíu ára ferli
ljúka. Leitinni að hinni full-
komnu eggjaköku,“ segir
Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður og
einn þátttakenda í landnámshænu-
eggjakökukeppni sem fer fram á
matarmarkaði Búrsins í Hörpu,
næstkomandi laugardag.
Besta ommelettan á rhodos
Leitin að hinni fullkomnu eggja-
köku, að mati Gísla, hófst í fjall-
þorpi á Rhodos árið 1985. „Þar
fékk ég bestu ommilettu sem ég hef
nokkurn tíma borðað á ömurlegasta
veitingastað sem ég hef nokkurn
tíma séð. Þar tók á móti mér skítug-
ur, gamall og tannlaus karl sem svaf
á bekk þegar ég kom inn. Mér leist
nú ekki á að borða þarna en ég var
hundsvangur og fékk bestu omme-
lettu sem ég hef bragðað.“
Hinni eini sanni ommelettutónn
Í tæp 30 ár hefur Gísli leitað logandi
ljósi að viðlíka eggjaköku og ótal
sinnum reynt að töfra hana fram
sjálfur. Það hefur ekki tekist hing-
að til, en hann á von á því að eitt-
hvað óvænt gerist á laugardaginn.
„Ég ætla mér að finna þennan eina
sanna ommelettutón og lokin á
þeirri vegferð verða þarna á laugar-
daginn.“
Gísli segir þessa síðustu daga
fyrir keppnina því ekki skipta öllu
máli hvað æfingar og tilraunir varð-
ar, enda vinnan að mestu leyti að
baki. Í huga Gísla er það því í raun
bara formsatriði að taka þátt í um-
ræddri keppni, enda á hann varla
von á öðru en að fara með sigur af
hólmi. Hans fullkomna eggjakaka
verður seint toppuð.
„Þetta verður enginn
vináttuleikur“
Andstæðingarnir eru þó verðugir,
en Gísli mun mæta Degi B. Egg-
ertssyni, borgarstjóra og margróm-
uðum vöfflugerðarmanni, og Ás-
laugu Snorradóttur matarstílista.
Öll verða þau vopnuð steikarpönn-
um og öðrum áhöldum til eggja-
kökugerðar.
Þrátt fyrir að Gísli sé sannfærð-
ur um ágæti sinnar eigin eggja-
köku þá gerir hann sér grein fyr-
ir því andstæðingarnir komi til
með að tjalda öllu til í eggja-
kökugerðinni. Það gæti því orðið
mjótt á munum. „Ég hef mikla trú
á því að ég sigri í þessari keppni
en borgarstjórinn hefur náttúru-
lega haft nógan tíma til að æfa sig.
Hann er með ritara og alls kon-
ar fólk í vinnu, þannig hann hef-
ur tíma til að undirbúa sig. Ég geri
mér því grein fyrir því að þetta
verður ekki auðvelt. Þetta verður
alvöru. Þetta verður enginn vin-
áttuleikur, það verður allt lagt í
þetta.“
Landnámshænueggin góð
undirstaða
Gísli telur að landnámshænu-
egginn komi til með að gera út-
slagið hvað bragðið á eggjakök-
unni varðar. „Ommelettan er
auðvitað alþjóðleg en það eru
þessi íslensku áhrif sem koma
sterkt í gegnum landnámshæn-
una. Þetta er betri grunnur en
búrhænueggin. Góð undirstaða
fyrir hina fullkomnu ommelettu,“
segir Gísli sem er svo sannarlega
til í slaginn á laugardaginn.
Dómarar í keppninni eru
kokkarnir Hrefna Rósa Sætr-
an og Gunnar Karl Gíslason.
Landnámshænueggin koma frá
hæsnabóndanum Júlíusi Má
Baldurssyni og annað hráefni fá
keppendur að velja sér af gnægta-
borði framleiðenda á Matarmark-
aði Búrsins. Markaðurinn verður
opinn í Hörpu dagana 15. og 16.
nóvember næskomandi, frá 11.00
til 17.00. n
gísli etur kappi við borgarstjóra og matarstílista í landnámshænueggjakökugerð
Sólrún Lilja ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Til í slaginn Gísli ætlar sér að töfra fram hina einu sönnu eggjaköku í Hörpu á laugardaginn. Mynd BrAgi Þór JóSefSSon
Stuttklippt
Inga Lind
Sjónvarpskonan Inga Lind Karls-
dóttir hefur látið síða hárið fjúka
og skartar nú glæsilegri klipp-
ingu. Það er enginn annar en
tískulöggan, klipparinn og út-
varpsmaðurinn Svavar Örn sem
ber ábyrgð á breytingunni.
Inga Lind setti að sjálfsögðu
mynd af nýja útlitinu á Facebook
þar sem vinir hennar kepptu-
st við að dásama breytinguna.
Bróðir hennar, Bjarki, átti fyrsta
kommentið en hann sagði Ingu
Lind sigurvegarann í The Biggest
Loser – of hair en Inga Lind og
félagar luku á dögunum tökum á
nýrri seríu af The Biggest Loser.