Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 38
38 Fólk Vikublað 11.–13. nóvember 2014 M yndlistarmaðurinn Jón Óskar opnaði einkasýn­ ingu á nýjum verkum í þremur sölum á Listasafni Íslands á föstudag. Marg­ menni var við opnunina og gáfu gestir sér góðan tíma til að rýna í myndirnar, enda af nógu að taka. Jón Óskar er einn afkastamesti listmálari landsins, en hann opnaði einnig sýn­ ingu í Tveimur hröfnum, Listhúsi við Baldurstorg, á laugardaginn. Á þess­ um tveimur sýningum eru samtalst um 400 verk eftir hann. Öll lista­ elíta landsins heiðraði að sjálfsögðu listamanninn með nærveru sinni í Listasafninu og virtist fólk berg­ numið af listinni á veggjunum. n Jón Óskar sýnir ný verk Hamingjuóskir Listamað- urinn Snorri Ásmundsson tók í höndina á kollega sínum og óskaði honum til hamingju með stórkostlega sýningu. Innlit frá Kína Zhang Weidong, nýi kínverski sendherrann á Íslandi, lét sig ekki vanta í Listasafnið. En eins og DV hefur fjallað um þá hvarf forveri hans sporlaust fyrr á þessu ári og sendiráðið var sendiherralaust um tíma. Spekingar spjalla Vinjettuhöfundur- inn Ármann Reyn- isson og Ágúst Einarsson, prófess- or í hagfræði, tóku tal saman eftir að hafa rýnt í verkin. Kátur Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrver- andi aðalritstjóri 365 miðla, virtist skemmta sér vel á spjalli við Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Pál Baldvin Baldvinsson. Stórglæsileg Listamaðurinn sjálfur, Jón Óskar, stillti sér upp með listahjónunum Agli Ólafssyni og Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra. Málin rædd Sigurður Valgeirs- son og Páll Baldvin Baldvinsson ræddu um verkin og eflaust margt fleira í Listasafninu. Syngjandi sæll Kontratenórinn Sverrir Guðjónsson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta við opnun sýningarinnar. Sykurmoli Bragi Ólafsson, tónlistarmaður og skáld, kíkti á sýninguna hjá Einari, félaga sínum, en þeir voru saman í hljómsveitinni Sykurmolunum á sínum tíma. Nýtti tímann í að teikna Einar Örn sýnir á sér nýja hlið T ónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson sýnir á sér nýja hlið á myndlistarsýningu sem hann opnaði í sýningarrým­ inu Gallerí Listamenn, á Skúlagötu, í síðustu viku. Sýningin nefnist: Nei sko! Einar Örn notaði tímann sinn til að teikna. Eins og nafn sýningar­ innar ber með sér hefur Einar notað tíma sinn til að teikna og er útkom­ an ansi góð. Fjölmenni var við opn­ un sýningarinnar þar sem vinir hans og velunnarar kíktu við og dáðust að verkunum. n Glatt á hjalla Listamaðurinn Sjón, Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, og myndlistarmaðurinn sjálfur, Einar Örn Benediktsson voru að vonum kátir á sýningunni. Knús! Bjarni Brynjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt og núverandi upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar, gaf félaga sínum, Einari Erni, klapp á öxlina eftir að hafa skoðað verkin hans. Brosað út að eyrum Myndlistarkonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir og tónlistarmaður- inn Davíð Þór Jónsson, voru heldur betur í góðu skapi í galleríinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.