Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Page 38
38 Fólk Vikublað 11.–13. nóvember 2014
M
yndlistarmaðurinn Jón
Óskar opnaði einkasýn
ingu á nýjum verkum í
þremur sölum á Listasafni
Íslands á föstudag. Marg
menni var við opnunina og gáfu
gestir sér góðan tíma til að rýna í
myndirnar, enda af nógu að taka. Jón
Óskar er einn afkastamesti listmálari
landsins, en hann opnaði einnig sýn
ingu í Tveimur hröfnum, Listhúsi við
Baldurstorg, á laugardaginn. Á þess
um tveimur sýningum eru samtalst
um 400 verk eftir hann. Öll lista
elíta landsins heiðraði að sjálfsögðu
listamanninn með nærveru sinni
í Listasafninu og virtist fólk berg
numið af listinni á veggjunum. n
Jón Óskar sýnir ný verk
Hamingjuóskir Listamað-
urinn Snorri Ásmundsson tók
í höndina á kollega sínum og
óskaði honum til hamingju með
stórkostlega sýningu.
Innlit frá Kína Zhang Weidong, nýi kínverski
sendherrann á Íslandi, lét sig ekki vanta í
Listasafnið. En eins og DV hefur fjallað um þá
hvarf forveri hans sporlaust fyrr á þessu ári og
sendiráðið var sendiherralaust um tíma.
Spekingar
spjalla
Vinjettuhöfundur-
inn Ármann Reyn-
isson og Ágúst
Einarsson, prófess-
or í hagfræði, tóku
tal saman eftir að
hafa rýnt í verkin.
Kátur Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrver-
andi aðalritstjóri 365 miðla, virtist skemmta sér
vel á spjalli við Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Pál
Baldvin Baldvinsson.
Stórglæsileg
Listamaðurinn
sjálfur, Jón Óskar,
stillti sér upp með
listahjónunum Agli
Ólafssyni og Tinnu
Gunnlaugsdóttur
þjóðleikhússtjóra.
Málin rædd Sigurður Valgeirs-
son og Páll Baldvin Baldvinsson
ræddu um verkin og eflaust
margt fleira í Listasafninu.
Syngjandi sæll
Kontratenórinn Sverrir
Guðjónsson lét sig að
sjálfsögðu ekki vanta við
opnun sýningarinnar.
Sykurmoli Bragi Ólafsson, tónlistarmaður
og skáld, kíkti á sýninguna hjá Einari, félaga
sínum, en þeir voru saman í hljómsveitinni
Sykurmolunum á sínum tíma.
Nýtti tímann í að teikna
Einar Örn sýnir á sér nýja hlið
T
ónlistarmaðurinn Einar Örn
Benediktsson sýnir á sér nýja
hlið á myndlistarsýningu sem
hann opnaði í sýningarrým
inu Gallerí Listamenn, á Skúlagötu,
í síðustu viku. Sýningin nefnist: Nei
sko! Einar Örn notaði tímann sinn
til að teikna. Eins og nafn sýningar
innar ber með sér hefur Einar notað
tíma sinn til að teikna og er útkom
an ansi góð. Fjölmenni var við opn
un sýningarinnar þar sem vinir hans
og velunnarar kíktu við og dáðust að
verkunum. n
Glatt á hjalla Listamaðurinn Sjón, Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, og
myndlistarmaðurinn sjálfur, Einar Örn Benediktsson voru að vonum kátir á sýningunni.
Knús! Bjarni Brynjólfsson, fyrrverandi
ritstjóri Séð og heyrt og núverandi upplýs-
ingastjóri Reykjavíkurborgar, gaf félaga
sínum, Einari Erni, klapp á öxlina eftir að
hafa skoðað verkin hans.
Brosað út að eyrum Myndlistarkonan
Ásdís Sif Gunnarsdóttir og tónlistarmaður-
inn Davíð Þór Jónsson, voru heldur betur í
góðu skapi í galleríinu.