Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Síða 29
Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Lífsstíll 29 „Geðveikt gaman“ n Magnús tók þátt í The Color Run á Rimini n Hlaupið verður haldið hér á landi næsta sumar Þ etta var mjög skemmtilegt og hressandi hlaup,“ seg- ir Magnús Sigurbjörns- son, sem tók þátt í The Color Run á Rimini í sum- ar. Hlaupið hefur verið haldið um allan heim frá árinu 2011 og verð- ur haldið hér á landi næsta sumar. „Það var góð stemning í kringum þetta og spiluð tónlist bæði fyr- ir og eftir hlaup- ið. Þetta var meira og minna bara gott partí fyrir alla, unga sem aldna.“ bætir Magnús við um hlaupið. Ætlaði bara að sóla sig Það var þó ekki á döfinni hjá hon- um að taka þátt í einhverju hlaupi þegar hann lá í sól- baði og afslöppun á ströndinni á Rim- ini. „Ég lenti eig- inlega bara óvart í þessu. Var að ferð- ast um Ítalíu og var staddur á Rimini þar sem ég ætlaði nú bara að sóla mig. En sá þetta hlaup auglýst og mætti á svæðið. Það var mik- ið að gerast í kringum þetta og ekkert mál að skrá sig á staðnum.“ Hann hafði ekki heyrt um hlaupið fyrr en hann sá það auglýst á Rimini en kynnti sér um hvað það snerist áður en hann skráði sig til leiks. „Þetta hljóm- aði frekar skemmti- legt þegar ég sá aug- lýsinguna.“ Magnús ákvað því að slá til, enda fór hlaupið nánast fram á ströndinni sjálfri svo hann þurfti ekki annað en að standa upp af sólbekknum og hlaupa af stað. Snýst ekki um hraða Hann segist ekki vera mikill hlaup- ari þó hann hlaupi eitthvað af og til. En slíkt smáatriði kemur ekki að sök í The Color Run, enda snýst hlaupið hvorki um þol keppenda né tímatöku, heldur bara að hafa gaman og skemmta sér með lit- ríkum hætti. „Þetta er talið vera eitt hamingjusamasta hlaup í heimi,“ segir Magnús og að hans mati stendur það vel undir nafni. „Þetta snýst ekkert um hraða, enda var engin tímataka í hlaupinu. Ís- lendingar verða að hafa það í huga, að þetta er miklu meira skemmti- hlaup heldur en keppnishlaup. Íslendingar eiga það til að hafa keppnisskapið í lagi,“ segir Magn- ús kankvís. Keppendur spreyjaðir með litum Hlaupið sjálft er fimm kílómetrar og að sögn Magnúsar er farið gegn- um fjórar litastöðvar á leiðinni þar sem keppendur eru spreyjaðir með mismunandi litum. „Á endanum kemur maður svo í mark mjög lit- ríkur og þetta er geðveikt gam- an.“ Þeir sem ekki geta tekið þátt í hlaupinu standa við brautina og hvetja keppendur áfram, þannig að allir eru með í gleðinni. Magnús mælir með því að allir sem hafa tök á því taki þátt í hlaup- inu á Íslandi. Hann stefnir sjálfur á að taka þátt og er spenntur að sjá hvernig þetta mun takast. „Heilu fjölskyldurnar geta þess vegna tek- ið þátt saman. Það verður gaman að sjá Reykjavík svona litríka í júní,“ segir hann að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Hvað er The Color run? The Color Run var fyrst hlaupið í mars árið 2011. Var tilgangurinn að stuðla að hamingju og heilbrigði með því að fá heilu samfélögin til að koma saman og taka þátt í hamingjuríkasta hlaupi í heimi. Í lok síðasta árs hafði hlaupið farið fram á 170 stöðum í yfir 30 löndum. Um er að ræða 5 kílómetra hlaup án tímatöku. Í lok hvers kílómetra eru keppendur spreyjaðir upp úr og niður úr í mismunandi litum og litagleðin er því mikil í lok hlaups. Gleðin heldur svo áfram eftur að hlaup- inu lýkur, en þá er slegið upp mikilli hátíð með tónlist, dansi og litakasti. Það eru aðeins tvær reglur í hlaupinu: 1. Byrja hlaupið í hvítum bol 2. Enda hlaupið eins og regnboginn Hlaupið fer fram á Íslandi hinn 6. júní 2015.„ Íslendingar verða að hafa það í huga, að þetta er miklu meira skemmtihlaup heldur en keppnishlaup. Litríkur Magnús segir hlaupið vel standa undir því að vera hamingjuríkasta hlaup í heimi. Mikil gleði Hlaupinu lýkur með litríkri hátíð. Hamingjuríkasta hlaup í heimi Ungir sem aldnir skemmta sér kon- unglega í The Color Run. Mynd ReuteRS www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.