Feykir - 16.12.1992, Qupperneq 14
14 FEYKIR 44/1992
„Ef þér verður ekki fleygt fyrir borð í fyrsta róðri þá..."
Bjarni Jónsson frá Hrauni greinir frá vetrarvertíð í Vestmannaeyjum fyrir rúmri hálfri öld.
Það var veturinn ] 924 þann
4. desember að við bræðumir,
Anton Jónsson og höfundur,
lögðum land undir fót til Vest-
mannaeyja á vertíð. Eg hafói
aldrei komist lengra í suðurátt
en til Sauðárkóks, en Anton
var búinn að róa tvær vertíðir í
Eyjum og því mörgum leiðum
kunnugur og ennfremur níu
árum eldri, svo sjálfsagt var að
hann réði fyrir báóa. Aðeins
einu sinni hitnaði í kolunum á
milli okkar, en það var við
ráðningu mína þegar til Eyja
kom, sem síðar verður sagt frá.
I bítið þann morgun
öxluðum við pjönkur okkar og
fórum á stiklum postulanna
fyrsta daginn að Hofi við
Hofsós. Þar urðum við veður-
tepptir í tvo daga. Ekki var í
kot vísað á bænum þeim hjá
Jóni Jónssyni frá Eyhildarholti
og konu hans Sigurlínu Bjöms-
dóttur frænku okkar. Bæði þau
hjón voru virðingamanneskjur
í allri framgöngu og höfð-
ingjar svo af bar. Eftir þessa
tvcggja daga töf kom Skafti
Stefánsson frá Nöf á báti
sínum, Úlfi Uggasyni, frá Siglu-
firði og flutti okkur ásamt
fleirum vestur á Krók. Þótt
leiðin sé ckki löng, fengum við
versta veður, svo að mörgum
leið illa, einkuni kvenfólki.
Eftir áætlun átti Goðafoss að
vera á Sauóárkróki að kveldi
þessa dags, cn auðvitað hafði
hann tafist líka vegna veöurs á
Austfjörðum. Með honum
fórum við alla leið til
Rcykjavíkur og fengum skjóta
ferð þrátt fyrir miklar
umhleypingar.
í borginni
Það var notalcg tilfinning
að sigla inn Sundin í lognkyrru
veðri og sjá höfuðstaðinn
móka í ljósahafi og hvelfingu
himinsins bragandi af stjömum
og norðuljósum. Við lögðumst
að hafnargarðinum klukkan tólf á
miðnætti, og voru þá flestir
bæjarbúar komnir í værð, enda
nokkurt frost og andaði köldu
af Esjunni. Areiðanlega voru
bílarnir í meirihluta miðað við
fólkið. Þeir voru alls staðar á
hreyfingu, öskrandi eins og allt
umhverfis stæöi í björtu báli.
Þegar við höfðum komið
okkur fyrir í borginni og farið
í betri fötin, varð okkur fyrst
fyrir að grcnnslast eftir hjá
skipaafgreiðslunni um fyrstu
ferð til Eyja. Vorum við ekki
einir um það, því fjöldinn var á
höttunum cftir farkosti í sömu
átt. Niðurstaðan var sú að eftir
þrjá daga átti Nova bergenska
félagsins að leggja af stað í
hringferðina austur um land og
með henni keyptum við
famtiða. Sú ferð varð tíðinda-
laus, gott veður en hörku frost.
Þann 16. desember kornum
við til Vestmannaeyja og
lögðumst undir Eiðið sem svo
var kallað. Höfðum við þá
vcrið tólf sólarhringa að kom-
ast á leiðarenda.
Ekki þurftum vió lcngi að
bíða til að komast í land, því
margir bátar smáir og stórir
komu á hléborða við Novu og
óskuðu eftir farþegum til flutn-
ings. Það kostaði 50 aura fyrir
manninn og gilti einu hvort
farangur var meiri eða minni.
Þrátt fyrir stóran storm og
bratta öldu var farið milli
Heimakletts og Faxaskers, sem
leió liggur inn að bryggju. Já
nú höfðum við þessar lang-
þráðu Vestmannaeyjar undir
fótum með alla sína reisn og
hin miklu náttúmundur. Þessi
pílagrímsför var á enda.
Á fund Ólafs í
Þinghóli
Við bræðurnir fórum
beinustu leið til Árna Sigfús-
sonar útgerðarmanns, því að
þar var Anton ráðinn og hafði
verið þar áður. Elín tengda-
móðir Árna var ráðskona og
tók hún vel á móti okkur eins
og við værum hennar synir.
Auðvitað naut ég bróður míns.
Það voru allir vermenn komnir
að þessu úthaldi Árna, svo að
ekki horfði vænlega með minn
hag. Annars fylgdist ég vel
með því sem talað var um
ráðningu manna um lögboðið
fastakaup, sem vom 450 krónur
yfir vertíðina, og síðan fimm
krónur í premíu af hverjunt
þúsund fiskum sem á skip
komu, þar til aflast höfðu
fimmtán þúsund þorskar, þá
átta krónur á hvert þúsund.
Fæði, húsnæði og þjónusta
voru innifalin í þessari krónu-
tölu. Ekki vissi ég til þess að
nokkur fulltrúi frá hendi
sjómanna fylgdist með tölu
aflans nema fomiaðurinn, sem
oftast var hluthafi í útgerðinni
og hefur að sjálfsögðu haft
sjálfan sig efst í liuga þegar
skipt var á bryggjunni. Ef
sjómanni datt í hug að fjasa út
af einhverju, sem honum fannst
miður fara, var honum hcnt í
land og annar tekinn í staðinn.
Þannig höfðu útgerðamienn
hreiðrað um sig í sínu eigin
bæli, án þess að nokkru væri
hægt um að þoka fyrir okkar
hönd. Þekktir dugnaðamienn
voru yfirboðnir með 700-800
krónum auk premíu sem áður
scgir. Anton bróðir minn trúði
mér fyrir því að hann hefói í
huga að koma mér fyrir hjá
Olafi Auðunssyni, útgerðar-
manni í Þinghóli, þekktum
ágætismanni, sem stæði við öll
sín loforð og var heimili hans
róniað fyrir myndarbrag.
Þangað lögðum við leið okkar
unt kvöldið.
Þjarkað um kaup
Ekki höfðu þeir lengi
spjallað þegar það vitnaðist að
einn vantaði á Tjaldinn, sem
Ólafur átti ásamt formann-
inum, Hannesi Hanssyni frá
Hvoli. Ólafur sagði: „mér líst
vel á strákinn, ég skal taka
hann, en kaupið er þetta 450
krónur auk premíu og allt
frítt“. Þessu neitaði ég harð-
lega og sagðist ekki ráða mig
fyrir minna kaup en Antoni
væri boðið. Um þetta var
þjarkað fram og aftur og
Ólafur hafði síðasta orðið.
Með það fórum við eftir að
hafa dmkkið kaffi. Á leiðinni í
svefnstað hundskammaói Anton
mig, sagðist ekkert skipta sér
af mér fyrst ég sýndi þessa
ósvífni.
Um kvöldið sóttu á mig
miklar áhyggjur, mér fannst
allar bölhríðar hvíla á herðum
mér. Það var ekki tilhlökkun-
arefni aó vakna til þess að
ganga á milli manna og bjóða
mig eins og tros fyrir hálfvirði.
Ég komst að þeirri niðurstöðu
að frestur væri á illu beMur og
sjá hvað morgundagurinn bæri
í skauti sínu. Það var engin
hreyfing í húsinu þegar ég
gekk um hurðir. Ég labbaði
niður Kirkjuveg meðfram
sjóbúðum og ofan á bryggju.
Á leiðinni þangað geng ég
eftir þröngri götu, þar sem
sjóhús stóðu beggja megin. En
af því að kalt var og ég ekki
skjóllega búinn, stansaði ég
við eitt þessara húsa og beið
þcss í skjóli sem verða vildi.
Menn vom að koma og fara en
hvert vissi ég ekki.
í leit að skipsrúmi
Þegar ég hafði skolfið mér
til hita sé ég mann konia eftir
götunni og hcfur stcfnu á
húsið scm ég stóð við.
Manninn þekkti ég fljótlega.
Það var enginn annar cn
Ólafur Auðunsson útgerðar-
maóur á Þinghóli sem við
heimsóttum kvöldið áður. Ég
sýndi á mér fararsnið, cn hann
þekkti mig líka og heilsaói
mcð þessum orðum: „Það
spáir góðu þegar ungir nienn
geta ekki sofið fyrir áhuga.
Ertu búinn að ráða þig?“ Ég
svaraói neitandi. Þá segir þessi
hciðursmaður: „Ég skil nú
ckki í að það séu vandræði að
konia þér í pláss. Ráddu þig
ekki í dag, en korndu til mín í
kvöld, ég get kannski komið
þér á sporið'4. Ég varð fegnari
cn frá verður sagt að þurfa
ckki að hafa áhyggjur af
sjálfum mér til kvöldsins.
Þcgar ég kom í verbúð Árna
Sigfússonar réði ég mér varla
fyrir kæti að hafa hitt þcnnan
mann sem mark var á takandi.
Þegar ég kont til Ólafs
umgctið kvöld scgir hann:
„Jæja Bjarni minn, þú segist
vera þaulvanur sjómaður og
rcglan eftir því. Ég skal taka
þig á Tjaldinn. Það er góður
bátur, eikarsmíðaður 16 tonn
og gengur níu ntílur. Honunt
stýrir Hannes Hansson frá
Hvoli og borga ég þér 700
krónur í fastakaup auk annarra
fríðinda sem sjómönnum cr
borgað, ef Hanncs scgir að þú
cigir það. Við látum reynsluna
skera úr um þetta". Mér fannst
það sanngjarnt og gekk að
tilboðinu orðalaust.
Margrét kona Ólafs segir
mér að nú skuli ég sækja það
sem ég hafi meðferðis. Síðan
fylgir hún mér frani í forstofu-
herbergi og segir að ég eigi að
sofa í þessu rúmi hjá honum
Jörundi. Þetta voru fyrstu jólin
sem ég var að heiman, cn ekki
fann ég til óyndis á þessu
glaðværa og góða heimili.
Gvendur stjórnmál
Strax eftir nýár var farið að
dútla við veiðarfæri, sem ég
kunni lítil skil á, en það kom
fljótt með æfingunni. Einhvem
tíma á þessu tímabili hitti ég
Hannes fomiann niður í
fiskhúsi ásamt fleirum og
heilsaði honum og sagði hver
ég væri. Hann tók kveðju
minni þurrlega án viðtals.
Þessi fomiaður hafði orð á sér
fyrir djarfa sókn, dugnað og
aflasæld, enda urðum við
þriðju hæstir á þcssari vertíð.
Þegar ég fór að segja
kunningjum mínum frá þessu
rómaða skipsplássi og og með
hvaða kjörum ég væri ráðinn,
höfðu þcir gaman af. Einn
þeirra sagði: „Blessaður vertu,
cf Hannes fleygir þér ekki
strax fyrir borð í fyrsta róðri,
þá í þeim næsta“. Guðmundur
Gunnarsson hét vélstjórinn
okkar, eldri maður, stórgreindur
og völundur til allra verka, cn
fauti í skapi og þá ckki alltaf
vandur að meöulunum þcgar
því var að skipta. Sú saga
tlaug um storð að Gvcndur
stjórnmál, eins og hann var
kallaður, hefói rciðst við
Hanncs fomiann og clt hann
um dekkið mcð skarcxi og
hcfði þá fomiaðurinn átt fótum
fjör að launa. Það fylgdi
sögunni, að Gvcndur væri eini
maðurinn scm Hannes hefði
ótta af.
I landi vann Guðmundur
við seglasaum í kjallaranum í
Þinghól. Þar var ég öllum
stundum, scm ég gat við
komið, áður cn róðrar byrjuðu,
og spurði ég hann uni allt sem
laut að vinnunni um borð.
Gamli maðurinn vissi hvoru
megin snciðin var smurð og
sagði, að ég yrói látinn stoppa
hjá lagningarmanni, draga
strengina, vefja í belgina og
blóðga. Ég skal segja þér til
verka þegar þar að kcmur.
Svona áttu að fara að
Við fórum okkar fyrsta
róður 13. janúar og vorum
vaktir klukkan hálf tvö um
nóttina. Bjóðin voru tekin
fullbeitt upp í bcitingaskúr og
hjólað á bryggju, síðan hand-
lönguð ofan í stóran og
þungan pramma, sem notaður
var bæði við fram- og upp-
skipun á aflanum. Tjaldur lá
við festar í höfninni cins og
aðrir bátar, srnærri og stærri.
Fáir rém þennan dag, enda ljótt
útlit. Annars var aldrci litið til
veðurs, aldrei talað unt að
baromet stæði bctur eða verr,
engin veðurspá, bara göslast
þangað sem fiskjar var von.
Þegar út á miðin kom, setur
fomiaðurinn vélina á hálfa ferð
og argar: „Klárir að leggja".
Jömndur lagningamaður og
rekkjunautur minn tvíhendir
stjórann og ætlar að snara
honum í hafið. Þá kemur
Gvendur vélstjóri að vörmu
spori og segir: „Augnablik".
Síðan leiðir hann mig að
einum línustampinum, grípur
tvöfaldann ásinn milli öngla
og segir: „Svona áttu að fara
að. Ef þú lítur nokkurn tíma af
þessu verki, eru önglarnir
komnir í þig og þú ert dauður”.
Það er farin hálf fcrð.
Jörundur leggur með berum
höndum. Þá voru engar lagn-
ingsrennur til komnar, og ég
stoppa. Allt gcngur slysalaust.
Það cr legið yfir í tvo tíma og
síðan farið að draga. Jörundur
afgoggar. Ársæll og Hilmar
hringa línuna til skiptis, og ég
dreg strengina, vef á belgina
og blóðga. Við fengum sára-
lítió þcnnan fyrsta dag.
Við eigum sjóinn
eins og þið
Þær samþykktir voru gild-
andi, að einn bátur gæfi ljós-
merki öllum flotanum, þegar
klukkan var hálf tvö til tvö að
nóttu, og þá var um að gera að
vera nógu fljótur að sleppa
lausu til þess að komast sem