Feykir


Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 1
<Uy&&s 5. janúar 1994, 1. tölublað^. árgangur. Oháö fréttablaö á Noröurlandi vestra rafSjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Skagf irðingur og Skjöldur sameinuð Meiningin að fyrirtækið fari inn á hlutabréfamarkaðinn fljótlega. KS-menn virðast ekki hafa áhuga á að Fiskiðjan fIjóti með. Sameining hlutafélaga Skag- firðings og Skjaldar var sam- þykkt samhljóma á fundum beggja þessara félaga í liðinni viku. „Mér virðist menn vera sammála um að þetta sé rétt leið til að styrkja atvinnustarf- semi hér á svæðinu enn frekar. Samþykktum hefur verið breytt í þá veru að nú er ekkert því til fyrirstöðu að hlutabréf í þessu sameinaða útgerðarfyrirtæki verði til sölu á almennum hluta- bréfamarkaði, og ég get ekki betur séð en þetta sé góður kostur fyrir fjárfesta. Hér erum við komin með öflugt félag, með fjögur skip í rekstri, sem gefur ákveðna hagræðingar mögi ileiku. Endurskoðendur beggja hluta- félaganna, Skjaldar og Skagfirð- ings, hafa komist að samkomu- lagi um að hlutafé hins sameinaða félags, sem mun bera nafn Skag- firðings, verði metið samkvæmt ársreikningi félaganna viö þessi áramót og samkvæmt mati á eignum þeirra. Einar Svansson segist ekki vita til þess að neinir af hlutafjáreigendum í Skildi hafi óskað eftir sölu á hlutabréfum sínum, enda geti þeir þá sett sín bréf í sölu þegar félagiö verði komið inn á hlutabréfamarkaðinn. Aðspurður hversvegna Fisk- iðjan stæði fyrir utan sameiningu Skagfirðings og Skjaldar, sagði Einar að það væri eigenda Fisk- iðjunnar að svara því, en þeir hefðu hingað til ekki verið fylgj- andi því að gera félagið að al- menningshlutafélagi. Einn stjórnar- manna í Fiskiðjunni sagði að þessi hugmynd hefði verið rædd í stjóm- inni fyrir tveim árum, en henni hefði enn ekki verið kastað fyrir róða. Mörg undanfarin ár hefur fisk- vinnsluþátturinn komið betur út en útgerðin í sameiginlegum rekstri Fiskiðjunnar og Skagfirð- ings. Einar segir að í ár hafi orðið breyting þama á og hann eigi allt eins von á því að útgerðin komi heldur betur út á þessu ári, því veiki það á engan hátt hið nýja sameiginlega félag á hlutabréfa- markaðnum að Fiskiðjan sé ekki þar inni. Það hafi reyndar ætíð ver- ið háö ýmsum ytri skilyrðum, svo sem verði á mörkuðum, hvort fisk- vinnsla eða útgerð hafi sýnt betri útkomu, þetta eða hitt árið og þannig veröi það væntanlega áíram. „Utgerð togaranna hefur geng- ió mjög vel á þessu ári. Velta þeirra hefur aukist um 30-40 milljónir á skip og áætlun um rekstur þeirra staðist en við gerð- um ráð fyrir um 140 milljóna veltuaukningu á árinu. Það fer síð- an talsvert eftir útkomunni í sölu togarannanna núna úr jólatúrun- um hvemig árið kemur út hjá okkur, en við verðum væntanlega við núllið", sagði Einar Svansson. Gamla árið brennt út að venju B | p i ™ I 1 W - Á ; — I Gamla árið var brennt út með pompi og pragt á gamlárskvi að venju og brennur voru á ölli stærstu péttbýlisstöðum kjði dæmisins, sem ungmennafélög og björgunarsveitir stóðu að. A Sauðárkróki var það Ung- mennafélagið Tindastóll sem ann- aðist brennusöfhunina og björg- unarsveitin Skagfirðingur stóð fyrir mikilli flugeldasýningu um kl. 21 .Vel lifði í brennunni fram á nýárið og voru ennþá einhverjar glæður á brennustæðinu að kvöldi þriðja janúar, en veður var stillt þessa daga. Sigurjón Alexanders- son var brennukóngur að þessu sinni og mæddi gerð bálkastarins mest á herðum nokkurra eldri stuðningsmanna félagsins, og þátt- taka yngra fólksins var ekki nándar nærri eins goð og fyrir 5 ámm, þegar myndin til hliðar var tekin. Þeir voru masknir með sig þessir sveinar, sem færðu börn- iinuin á Króknum jólagjafirnar að þessu sinni. Þeir höfðu líka ástæðu til því það eru ekki allir jólasveinar sem hafa snjóbíl til afnota við að sinna skyldustörfum sínum. „Vona að menn geri sér ein fyrir ábyrgðinni" segir Árni Guðmundsson ,JÉg vona að forráðamenn Skagfirðings geri sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem þeir bera nú með því að vera orðnir yfirgnæfandi aðili hér í fisk- vinnsln og útgerð við fjörðinn. Við getum ekki annað en óskað þess að þeir fari vel með þá ábyrgð^'. Eitthvað á þessa Ieið fórust Arna Guðmundssyni orð á hluthafafundi Skjaldar í síð- ustu viku. Þar sem samþykkt var að félagið sameinaðist Skagfirðingi. Arni Guðmundsson átti lang- stærstan hlut einstaklinga í Skildi. Hann var sá eini úr hópi minni- hlutaeigenda Skjaldar er til máls tók á hluthafafundinum í síðustu viku. Lýsti hann sig fylgjandi sam- einingu félaganna og taldi það einu leiðina úr því sem komið væri og hiklaust væri það rétt ákvörðun að gera félagið að al- menningshlutafélagi. Fram kom í máli Ama á fund- inum að hann bæri fyrir brjósti hagsmuni hlutafjáreigenda í Skdldi, sem jafhframt hefðu margirhverj- ir verið þjónustuaðilar við starf- semi félagsins. Sagðist hann von- ast til að forráðamenn Skagfirð- ings mundu líta til þess að dreifa þjónustunni við skipin tíl aóila í bænum, þannig að allir mættu verða sæmilega ánægðir að kalla. Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æí bílaverkstæði slmi: 95-35141 Sæmundargala lb 550 Sauíárkrókur Fax: 36140 ílaviogeroir • Hjólbaroaverkstæoi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.