Feykir


Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 3
1/1994 FEYKIR3 Folöld drepist tvö haust í röð eftir rekstur af heiðinni Hörð gagnrýni komið fram á hvernig staðið er að hrossasmölun á Eivindastaðaheiði Síðustu tvö haust hefur það gerst að folöld hafa drepist eft- ir rekstur hrossa úr eftirleitum af Eyvindarstaðaheiði, og þyk- ir það tíðindum sæta þar sem menn minnast þess ekki að það hafi gerst áður að hross hafi drepist við lok gangna. Gagn- rýni hefur komið fram á stjórnendur smölunarinnar og barst dýraverndunaraðilum m.a. kæra frá Magnúsi Ind- riðasyni í Húsey eiganda fol- aldsins sem drapst í fyrrahaust, en sá rannsóknaraðili sá ekki ástæðu til að aðhafst frekar í málinu, þar sem ekki þótti sýnt að óeðlilega hefði verið að smölun staðið. Það var síðan Borgar Símonarson í Goðdöl- um sem átti folaldið er drapst á liðnu hausti. Segir hann m.a. í grein í nýjasta hefiti hestatíma- ritsins Eiðfaxa: „Er með ein- dæmum að menn skuli ár eftir ár komast upp með slíka með- ferð á búfénaði sem gengur á heiðinni. I>ótt þetta séu ef til vill grófústu dæmin við smölun, þá er þetta minnkun fyrir alla sem nálægt þessum hlutum koma“. Að sögn Goðdalafólks var ásig- komulag hrossa þeirra, er af heiðinni komu í haust, afar slæmt og staðfestir Eymundur Mrarinsson bóndi í Saurbæ það, en hann átti einnig hross í þessum sama rekstri. Borgar telur að smalamenn hafi gert sig seka um mikil mis- tök þegar hrossin vom geymd í hólfi í þrjá sólarhringa við Ströngukvísl á liðnu hausti. Þó svo að þcim hafi verið gefið liey, þurfi að gefa mikið hey til að folöld fái í sig, auk þess sem þau kunni ekki átið. Þá hefur hann uppi efasemdir um að hrossin hafi haft nægan aðgang að vatni. Borgar heldur því blákalt fram að langvarandi hungur hafi átt þátt í því að folaldið þoldi ekki álagið sem fylgdi rekstrinum niður Mælifellsdal og nær hefði verið að sleppa hrossnum niður í Gil- hagadal ffekar en reka þau þessa leið til skilaréttar. Eymundur í Saurbæ segir að útlit hrossanna hafi bent til þess að þau hafi lítið étið í hólfinu. „Þau vom strengd í kvið“, sagði Eymundur. Mannleg mistök Stjómendur smalamennsk- unnar segja að á engan hátt hafi verið öðmvísi að smalamennsku staðið á Eyvindarstaðaheiði sl. tvö haust en öll árin þar á undan og hrossin hafi bókstaflega stað- ið í fóðri í hólfínu við Ströngu- kvíslarskálann þannig að þau hafi haft nóg að éta. Hér sé um óhöpp að ræða og hafi einhver mistök átt sér stað séu þau mannleg og ekki gerð af ásetningi. „Við meira að segja reyndum að gæta þess sérstaklega í haust að huga vel að hrossunum, svo að ekki yrðu eftirmál af smöluninni eins og varð haustið á undan. Það þýddi ekkert annað en geyma hrossin í hólfinu annars hefðu þau mnnið fram á heiðina aftur. Reksturinn niöur Mælifellsdalinn var gerður í samráöi við fjall- skilastjóra Lýtinga og munu hrossin hafa rekist mjög vel og því verður ekki um kennt að rekstur þeirra úr hólfinu niður Mælifellsdalinn hafi verið of hraður, enda gaf tíminn sem hann tók ekki ástæðu til að ætla það“, sagði einn þeirra er þátt átti í smöluninni, en málsaðilar á þeim væng vildu síóur að málið væri ýft upp frekar, enda væri nauðsyn að sátt næðist um þessi mál. Þess má einnig geta að rannsókn dýra- læknis leiddi í ljós mikla orma- veiki í folaldinu frá Goðdölum, og telur hann að það hafi veikt folaldið og átt þátt í dauða þess. Óðar skepnur Smalamenn segjast aldrei hafa lent í viðlíka eltingarleik eins og við Húseyjarmerina og folaldið í fyrrahaust, og þaó var ekki fyrr en sýnt var að hrossin mundu ekki nást á hestum, sem vélhjól- um var beitt, en notkun þeirra við smölun mun vera bönnuð hér á Iandi. Þetta hafi verið neyðarúr- ræði og ekki þurfi aó undra það að krufhing hafi leitt í ljós slæma meðferð á folaldinu. Gangna- maður einn líkti eltingaleik sem stygg hross gætu leitt, til þess þegar brjálaðir nautkálfar úr Os- landshlíð vom eltir upp til fjalla í Unadal nú í haust. Magnús Indriðason í Húsey krafðist bóta vegna dauða fol- aldsins, en hann segir að merin móðir þess hafi cinnig látið á sjá vegna meðferóarinnar. Upp- rekstrarfélag fremri hluta Seylu- hrepps hefur ekki sinnt bótakröfu Magnúsar. Fyrir folaldið frá Goð- dölum var strax grcitt tæplega níu þúsund krónur, en ckkert hefur síðan heyrst frá fulltrúum upprekstrarfélagsins varðandi frekari uppgjör á göngum og eft- irleitum. Þeir sem blaðið hafði tal af vegna þessa máls vom flestir á því að það gæti leitt til þess að hrossaupprekstur á heiðina yrði tekin til endurskoðunar. Þrjú lömb finnast á næst síðasta degi gamla ársins Þrjú Iömb frá Fossum í Svartárdal, sem ekki skiluðu sér til réttar í haust, fundust daginn fyrir gamlársdag í svokölluðum Fossárdal, sem gengur fram af Svartárdal. Að sögn Sigurjóns Guð- mundssonar, eins þriggja bræðra sem búa á Fossum, voru lömbin nokkuð vel á sig komin, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að frekar hörð tíð var í desember. Þetta vom tvö gimbralömb og botnóttur hrútur og töldu menn sjá til hans í göngunum í haust, en hann mun einhvem veginn hafa náð að smjúga undan smalamönnum. Bræð- umir þrír áttu sitthvort lambið og vom þau öll stakir tvílembingar. Einhvem veginn virðist sem erfiðara hafi reynst að heimta fé nú í seinni tíð og kann það að stafa af því að oft er undir- mannað við smölun, þar sem að fáliðara er í sveitum en áður og erfiðara aó fá fólk í göngur. Góð tíð í haust hefur haldið fé til fjalla, en að sögn Sigurjóns á Fossum hafa menn verið að heimta fé alveg fram á þennan dag. Til að mynda skilaói sér ær með lamb heim í Skeggsstaði á dögunum. Er hugsanlegt að fengjutíð hafi haft áhrif á endurkomu ærinnar til fööur- hús, en eins og þeir sem til þekkja í sveitum hefur hún staðið yfir undanfamar vikur. Útsala — Útsala — Útsala Útsalan hefst í Spörtu fhnmtudaginn 6. janúar kl. 13,00. Gerið góð kaup. Mikill afsláttur af öllum vörum. Sparta fataverslun/skóbúð Þrettándakvöld Heimis Þrettándafagnaður karlakórsins Heimis verður í Miðgarði laugardaginn 8. janúar kl. 21,00. Fjölbreytt söngskrá meö fjölmörgum nýjum, skemmtilegum lögum. Einsöngvarar meö kórnum: Einar Halldórsson og Pétur Pétursson. Tvísöngur: Gísli og Sigfús Péturssynir. Söngstjóri Stefán R. Gíslason. Undirleikarar Tómas Higgerson og Jón St. Gíslason. Hinn kunni skemmtikraftur Jóhannes Kristjánsson kemur í heimsókn og að loknum skemmtiatriðum sjá Geirmundur og félagar um stuóió í syngjandi sveiflu. / Oskum öllum velunnurum kórsins gleðislegs nýs árs. Með kœrri þökk fyrir liðnu árin Karlakórinn Heimir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.