Feykir


Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 7
1/1994 FEYKIR7 Ferðafélag Skagfirðinga sendir frá sér ferðaáætlanir að nýju Útgáfa formlcgrar ferðaáætl- unar Ferðafélags Skagfirðinga hefur legið niðri í tvö ár, en orök þess liggur fyrst og fremst í því að eftir að allar áætlaðar ferðir ársins 1991 vom felldar niður vegna ónógrar þátttöku, fannst mörgum ástæðulaust að glíma við að und- irbúa ferðir ef enginn áhugi væri fyrir þeim. Margir hafa hinsvegar haft samband við forráðamenn fé- lagsins þessi tvö ár og saknað þess að engar ferðir væm í boði á veg- um þess. Var því ákveðið nú í haust, að ferðanefnd félagsins gæfi út ferðaáætlun fyrir næsta ár, ef vera kynni að áhugi væri eitt- hvað að glæðast aftur. Það skýtur reyndar nokkuð skökku við að hér um slóðir sé lít- ill áliugi fyrir ferðum með leið- sögn, öfugt það sem reyndin er annars staðar þar sem Ferðafélag- ið og deildir þess starfa. I áætlun- inni er gerð tilraun með að koma til móts við þá, sem vilja helst ferðast á eigin bíl en gefa jafn- framt kost á þeirri fyrirgreiðslu, sem hópferðir á vegum svona fé- lagsskapar geta veitt. Tvær af helgarferðunum em beinlínis með þessu sniði. I raun er einungis ein af hinum skipulögðu ferðum rútu- ferð, en það er dagsferð um Vatnsdal og gert ráð fyrir að feng- inn verði staðkunnugur maður til leiðsagnar sem fræði þátttakendur um þetta söguríka svæði. Ekki er svo að skilja að engin starfsemi sé á vegum félagsins, síður en svo. Ahugasamur kjami félagsmanna leggur á sig tals- verða vinnu við framkvæmdir og viðhaldsvinnu á vegum félagsins en þaó á nú tvo skála og helmings hlut í hinum þriðja og kallar við- hald þeirra á talsverða vinnu. Em famar vinnuferðir á vegum stjóm- ar félagsins í þessu skyni og ekki sakar að geta þess hér, að öllu áhugafólki er aö sjálfsögðu vel- komið að taka þátt í þeim, þótt þær séu sjaldnast auglýstar. Einnig hefur komið hefð á að starfsárið sé hafið mcð svoneíhdri þrettándaferð í Trölla fyrstu helgi janúarmánaðar ár hvert. Oft er einnig farin svoneíhd Aóventu- ferð í Ingólfsskála fyrstu eða aðra helgi í aðventu, leyfi veður og færð. Em þessar ferðir nú settar í auglýsta áætlun félagsins. Til við- bótar má þess geta að eftir að skálinn að Hildarseli í Austurdal, sem félagið á helming í á móti landeigendum og gangnamönn- um á svæðinu, kom til sögunnar, hefúr árvisst verið farin frágangs- ferð að haustinu þangað íram eíhr. Þaó má segja aó fyrsta stór- verkefni Ferðafélags Skagfirðinga hafi verið á sviði samgöngubóta, því upphaf þess má rekja til brúar- smíðarinnar á Austari-Jökulsá. Síðar byggði félagið brú yfir Fossá við Asbjamarfcll og það hefúr átt ágætt samstarf við Vega- gerðina um vegabætur á hálend- inu upp af Skagafirði. Ovíst er hvort félagið leggur frekar hönd á plóg varðandi vegamál, enda við- horf almennings til þeirra hlutum óðum að breytast og eðlilegt að vegabætur og viðhald vega sé á verksviði Vegagerðar ríkisins. Frekari skálasmíði er heldur ekki á dagskrá á næstunni, en leyfi til slíkra framkvæmda em nú til muna torsóttari en áöur. Má líka segja að viðhald þefrra skála sem félagið á þegar, sé ærið verk- efni fyrir það. Talsverð umræða hefur farið fram innan félagsins um skipulagningu gönguleiða og gæti frekari skálasmíði tengst þeim viðfangsefnum. Náttúm- vemd og bætt umgengni við land- ið og þátttaka í uppgræðslu og öómm landbótum verður einnig án efa vaxandi þáttur í starfsemi Ferðafélags Islands og deilda þess og víst mun Ferðafélag Skagffrð- inga ekki láta sinn hlut eftir liggja í því efhi. Ferðafélag Skagfirðinga von- ast til að nógu margir sjái eitthvað áhugavert í ferðaáætlun ársins til að ferðimar verði ekki látnar nið- ur falla í ár. (Ferðafélag Skagfirðinga). Ferðaáætlun fyrir árið 1994 1. ferð 8. jan. Þrettándaferð í „Trölla“. • 2. ferð 28. maí. Ferð í Málm- ey. Farið frá Hofsósi. 3. ferð. 24. júní. Jónsmessu- ferð á Tindastól, gönguferð. 4. ferð 9. júlí. Hringferó um Vatnsdal með leiðsögn. 5. ferð 22.-24. júlí. Land- mannalaugar, hópferð með einka- bílum. 6. ferð 6.-7. ágúst. Flateyjar- dalur, hópferð á einkabílum. 7. ferð 20.-21. ágúst. Göngu- ferð frá Abæ í Austurdal að Hild- arseli. 8. ferð 3.-4. september. Haust- ferð í Ingólfsskála. 9. ferð 3.-4. desember. Að- ventufcrð í Ingólfsskála. Tilkynningar um þátttöku ber- ist til Magnúsar í síma 35084 kl. 20-22 og til Þorkels í síma 35200 á skrifstofutíma. Brottfararstaður er pósthúsið á Sauðárkróki nema annað verði auglýst. * Okeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerö 1986, ekinn 118 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu Toyota Corolla árgerð 1981 á góðum snjódekkjum. Verð 35 þúsund. Upplýsingar í síma 35028. Til sölu Subaru Sedan, silfurgrár að lit, með rafmagn í öllu og vökvastýri. Skipti á ódýrari bíl möguleg. Upplýs- ingar í síma 36210. Til sölu Pearl trommusett. Upplýsingar í síma 95-35323 Takið eftir! Laugardagskvöldið 18. desember týndi ég gullúri mínu sem er dömuúr á Hótel Mælifelli. Ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hvar það er niðurkomið, eða kannski einhver tekið það í misgripum, þá vinsamlegast hafió samband við mig í síma 36102. Fundarlaunum heitið. Vélsleðar! Hef í umboóssölu Skidoo vélsleöa og annast móttöku aukahluta og varahluta í þá gerö sleóa. A sama stað eru til sölu tveir notaðir Skidoo vélsleöar: Skidoo formúlaplus árgerö 1991 long track og Skidoo formula EFI.árgerð 1993. Upplýsingar gefur Páll Magnússon Staðarbakka II 531 Hvammstanga í síma 95-12973. Bólstrun! Tek að mér húsgögn í bólstruna. Upplýsingar gefur Heiðar í síma 95-35971. A sama staö er til sölu flotgalli númer 54. Feykir óskar lesendum sínum og velunnurum öllum Farsœldar á nýju ári Verið skuldlaus í byrjun nýs árs! Flestir vilja vera skuldlausir í byrjun nýs árs Vinsamlegast munið aö greiða gíróseólana fyrir áskriftargjöldunum fyrir áramótin. Þeim sem hugsanlega hafa glatað seólum skal bent á reikning Feykis nr. 8029 í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki. Tanming-þjálfiin! Tek hross í tamningu og þjálfun. Er meö aðstööu á Sauðárkróki. Upplýsingar í síma 35674. Ragnar Magnússon. 54 MILLJ0NIR Afmælisvinningur dreginn út í mars. Eingöngu verður dregið úr seldum miðum. Þetta er stærsti happdrættisvinningur sem nokkru sinni hefur verið greiddur út á íslandi. Nú er eins gott að tryggja sér miða tímanlega! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.