Feykir


Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 05.01.1994, Blaðsíða 8
LANDS Þrjár bækur með mismunandi binditíma, háum raunvöxtum og lántökurétti í RS áW Landsbanki Slími mk ís,ands k-Jlllll JU Banki allralandsmanna Sterkur auglýsingamiðill Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 5. janúar 1994,1. tölublað 13. árgangur. Það verður lengri bið í að fyrsti íbúi kjördæmisins fæðist á þessu ári en í ársbyrjun 1986 þegar fyrsti íslendingur ársins fæddist á Króknum. Það fæddi Guðrún Helgadóttir og með henni á myndinni er Fjóla Þorleifsdóttir Ijósmóðir. Stúlkur yfirgnæfandi á fæðingardeildunum Ef sama þróun heldur áfram í barnsfæðingum og var á síð- asta ári virðist sem kvenfólkið muni ná yfirtökunum í kjör- dæminu fyrr en varir. Mun fleiri stúlkur en drengir fædd- ust á fæðingardeildunum á Sauðárkróki og Blönduósi, en yfirleitt er meðaltalshlutfallið í fæðingum 51% karlkyns og 49% kvenkyns. Alíka mikil fjölgun barnsfæðinga var á báð- um stöðum: 72 á Sauðárkróki, 10 fleiri en árið á undan og 30 á Blönduósi, sem er fjölgun um áttabörn. Á Króknum fæddust á síðasta ári 41 stúlka og 31 drengur. Reyndar var hlutfallið enn skaip- ara í hina áttina árið á undan, en þá fæddust 40 drengir og 22 stúlkur. Stúlkumar sem fæddust á Blönduósi á síðasta ári vom helm- ingi fleiri en strákamir, 20 á móti 10. Samkvæmt upplýsingum sem Feykir fékk á sjúkrahúsunum var álíka mikið um að sængurkonur af svæðinu fæddu á Akureyri eða Reykjavík og undanfarin ár. Nýja árið fór rólega af stað á fæðingardeildunum. Á báðum stöðum er búist við fyrstu fæð- ingu um næstu helgi, það er viku af nýju ári, og enn seinna á Sigló. Á fæðingardeildinni á Siglu- firði fæddust 15 böm á síðasta ári og er það fjómm fleiri en árið á undan. Kynjaskipting var skipuð. Tíu siglfirskar sængurkonur fæddu á fæðingardeildum fyrir sunnan og norðan er það svipað og árið á undan. ÁTVR til samninga við Krútt Kaupfélagsmenn óánægðir með að ekki hafi verið beitt útboði sóknir: Hallbjöm L. Kristinsson, Jónas Skaptason og Þorbjörg Kristín Jónsdóttir. Meðal þeirra aðila sem for- ráðamenn KH hafa snúið sér til vegna málsins em þingmenn Norðurlands vestra. Þá verður að sögn Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóra leitað eftir áliti umboðsmanns Alþingis og stjómar Opinberra innkaupa, en það er meining kaupfélagsmanna að lokað hafi verið á frjálsa og eólilega samkeppni með þeirri af- greiðslu ÁTVR að gefa fýrirtækj- um á Blönduósi ekki kost á út- boði um húsnæði undir útsöluna. Þá skal þess að endingu getið að samkvæmt lýsingu á viðfangs- efhi er fylgdi auglýsingu á könn- un eða útboði á sínum tíma, er þess getið að leigusali verói-jafn- framt verslunarstjóri vínbúðar. Þessi regla mun hafa tíðkast ef ÁTVR hefur tekió á leigu hús- næði undir útsölu hjá fyrirtæki Mesta fólksfjölgunin utan höfuðborgarsvæðis Framkvæmdastjórn Áfengis- verslunar rfldsins hefúr ákveð- ið að ganga til samninga við Krútt kökuhús um leigu og breytingar á húsnæði fyrirtæk- isins undir áfengisútsölu sem verður opnuð á Blönduósi síðla vetrar. Fimm aðrir aðilar á Blönduósi buðu húsnæði fyrir útsöluna, þar á meðal Kaupfé- lag Húnvetninga og Verslunin Vísir. ÁTVR útilokaði húsnæði þessara aðila á þeim forsend- um að þeir starfræktu mat- vöruverslun og ættu því í beinni samkeppni, en það hefði verið stefna ATVR að staðsetning útibúa þeirra raksaði ekki sam- keppni matvöruverslana. Stjórnendur KH sætta sig ekki við málsmeðferðina og hafa sent nokkrum aðilum bréf þar sem hvatt er til þess að ÁTVR endurskoði afstöðu sína. Segja KH-menn Höskuld Jónsson forstjóra ekkert hafa haft út á húsnæðið að setja þegar hann skoðaði það í haust og eins sé ósatt sem fram komi í bréfi frá ÁTVR að meiningin hafi verið aó bjóða húsnæði gegnt matvöru- verslun undir útsöluna. Það sé húsnæði byggingavörudeildar KH sem standi ATVR til boða og innganga í það sé á annarri hlið hússins en í matvömverslunina, annars sé þessi afstaða ÁTVR- manna til frjálsrar samkeppni furðuleg með tilliti til stefnu nú- verandi ríkisstjómar til einkavæð- ingar og samkeppni. Kaupfélagsmenn vilja ekki viðurkenna rök ÁTVR-manna og vilja meina að það sé pólitísk geð- þóttaákvörðun að ganga til samn- inga við Krútt kökuhús, en einn aðaleigandi þess er Oskar Hún- fjörð bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og formaður bæjarráðs á Blönduósi. KH-menn blanda Vilhjálmi Egilssyni alþingis- manni í málið og telja að hann hafi haft afskipti af því hvaða staður var valinn. Ekki náðist í Vilhjálm Egilsson í gær en hann sagði í samtal- i við DV í fyrradag að Oskar Húnfjörð væri góður sjálfstæðis- maður en ekki sá eini slflcur sem hefði sýnt því áhuga að hýsa út- sölu ÁTVR á Blönduósi. Auk Vísis, KH og Krútt lögðu inn um- Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofúnni um mann- fjölda í landinu 1. desember sl. fjölgaði íbúum Norðurlands vestra í fyrra og er það annað ári í röð sem fólksfjölgun á sér stað í kjördæminu, en fólks- fækkun varð á árunum 1986- ’91. Ibúar Norðurlands vestra eru þrátt fyrir fjölgun síðustu tveggja ára 366 færri en 1985. Mesta fólksfjölgun sl. árs á Iandsbyggðinni var hér í kjör- dæminu, tæplega einn af hundraði, sem vissulega er Ijós í myrkrinu fyrir íbúa þessa svæðis, en sú hryggilega stað- reynd virðist blasa við að fólki úti á landsbyggðinni fækki þrátt fyrir að atvinnuleysið mælist mest á höfúðborgar- svæðinu. Atliygli vekur að mesta fólks- fjölgun í kjördæminu varð á Siglufirði á síðasta ári, 2,3%, en árin á undan hafði íbúum Siglu- fjarðar fækkað árlega. Siglfirðing- ar eru nú 1784. Þá fjölgaði um 2,1% á Skagaströnd og skýrist það væntanlega af tilflutningi sjó- manna til Skagastrandar við komu nýja Amars fyrir rúmu ári. Ibúatala Sauðárkróks fór yflr 2700 á síðasta ári. Sauðkræking- um fjölgaði um 2%, en síðan bær- inn fékk kaupstaðaréttindi 1947 hefur aðeins tvisvar orðið fólks- fækkun milli ára, 1958 og 1967. Á Blönduósi fækkaði hinsvegar fólki á síðasta ári, um 1 %. Ibúa- fjöldi Hvammstanga stóð í stað frá árinu á undan, er nú um 690. Samkvæmt bráðabirgðatölun- um virðist sem dregið hafi úr fólksflótta úr sveitum, og stafar það eflaust af atvinnuástandinu víðast hvar á mölinni. Ibúatala Skagafjarðasýslu utan Sauðár- króks og Austur-Húnavatnssýslu utan Blönduóss er hin sama milli ára, en örlítil fækkun átti sér stað í Vestur-Húnavatnssýslu. Mest varð fólksfjölgun í ná- grannabyggðum Reykjavíkur, um tæplega 3% og íbúum höfúðborg- arinnar fjölgaði um 2%. Islending- um fjölgaði um 1,01 % á síðasta ári og er það eilítið undir meðaltali síðustu 10 ára. Landsmenn em nú 264.922, karlar em heldur fleiri. Oddvitinn Það er eins og gildi ekki lengur: Hittumst í kaup- félaginu! Gæðaframköllun «201211211, BKYINcXARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.