Feykir


Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 1
12. janúar 1994, 2. tölublað 13. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf Sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Steinullarverksmiðjan: Salan jókst um 3% a siðasta ari Um þríggja prósenta söluaukn- ing varð hjá Steinullarverk- smiðjunni á Sauðárkróki á síð- asta ári og veltuaukning nam um 4%. Rekstrartekjur jukust úr 383 milljónum í 400 milljón- ir. Uflutningur jókst um 7% á árinu en sala innanlands dróst saman um 1%. Einar Einars- son framkvæmdastjóri segir að Ijóst sé að rekstrartap verði á síðasta ári vegna gengisfelling- ar í júní, en það verði samt minna en árið á undan, en þá var það 57 milljónir. Varðandi rekstrarhorfur á því ári sem nýbyrjað er, segir Einar að mjög mikilvægt sé að stöðug- leiki haldist í gengismálum. „Fyrir okkur eins og önnur fyrirtæki sem skulda lán í erlendri mynt er mjög mikilvægt að gengi krónunnar haldist stöðugt, en gengismálin reyndust okkur óhag- stæð á síðasta ári", sagði Einar. I máli hans kom einnig fram að þrátt fyrir sóluaukningu erlendis á síðasta ári, mætti íslenska stein- ullin nú aukinni samkeppni á er- lendum markaði, sem helgaðist af samdrætti í byggingariðnaði sem einnig væri til staðar á Norður- löndunum og í löndunum í kring- umokkur. Þvíværu einangrun- arverksmiðjur vannýttar. Heildarsalan á síðasta ári nam 5203 tonnum. Á innanlandsmark- aði seldust 2637 tonn og út vom flutt 2566 tonn. Athugað með að gera Rex út á salt Ein þeirra hugmynda sem for- ráðamenn Skagstrendings eru að vinna að, til þess að koma gamla Arnarí á veiðar utan lögsögunn- ar, er að gera breytingar á skip- inu þannig að hann henti til veiða á salt, þá væntanlega í Smugunni. Þessa dagana er verið að kanna kostnað varðandi slíkar breytíng- ar á skipinu, þannig að þær liggi fyrir áðiir en langt um líðL I byrj- un næsta mánaðar verður tekin ákvörðun um það hvort eitthvað verði úr útgerð Arnars, sem nú heitir reyndar Rex, á mið við strcndur Namibíu, og núna rétt fyrír helgina höfðu japanskir að- ilar samband við forráðamcnn Skagstrendings og óskuðu eftir að fa að koma til að líta á skipið. Sveinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Skagstrendings sagði að gera þyrfti töluverðar breytingar á skipinu til að gera það út á salt, m.a. að setja nýja og kraftmeiri vél í skipið. Slippstöðin á Akureyri breytti Hjörleifi fyrir þessar veiðar fyrir stuttu, en aðili í Keflavík ætlar ásamt rússneskum aðilum að gera skipið út í Barentshafió og salta afl- ann um borð. Sveinn sagði að vænt- anlega lægi kostnaðaráætlun varð- andi hugsanlegar breytingar á Am- ari fyrir á næstu dögum. Að sögn Gylfa Sigurðssonar stjómarformanns Skagstrendings er enn inni í myndinni aðgamli Amar, Rex, fari til Namibíu. Islenskir fjár- festar hafi farið þama niður eftir fyr- ir stuttu og litist vel á. Að því leyti ættu líkurnar að aukast og gott hljóð væri í þeim Nýsismönnum, en Skagstrendingur er aðili að þessu ís- lenska/namibíska ráðgjafa- og fjár- festingafélagi sem stofhað var um útgerð- og fiskvinnslu í Namibíu. Það var múgur og margmenni samankominn á Bakkakotsmelum að kvöldi þrettándans, fimmtudagsins 6. janúar. Þar var haldin hin árlega þrettándabrenna sem Ungmennafélagið Vorboðinn hefur staðið fyrir í nokkur ár. Ungmennafélagar söfnuðu í heilmikinn köst að vanda, þar sem baggarúllur voru kjarninn og héldu þær vel glóðinni. Meðan jólin voru brennd út lék blásarasveit, sem að mestu var skipuð krökkum úr Tónlistarskólanum á Blönduósi. Fjöldi fólks kom bæði frá Blönduósi og innan af Skagaströnd til að fylgjast með brennunni. Mynd/Sig. Kr. Góðar sölur í jólatúrunum „Það má segja að menn séu að uppskera laun erfiðis síns íuina. Auðvitað er ekkert skemmti- legt fyrir sjómenn að eyða há- tíðunum úti á sjó fjarri skyld- mennum sínum og vinum", sagði Gísli Svan Einarsson út- gerðarstjóri Skagfirðings, en togarnir gerðu ágætar sölur úr jólatúrunum, og Ijóst að menn hafa haft vel fyrir jólasteikinni. Skagfirðingur gerði til að mynda bestu sólu síðan skipið kom á Krókinn fyrir rúmu ári, en náði þó ekki að slá metsölu eldri Skagfirðings sem gerð var fyrir tveim eða þrem áruin, einnig í Bremerhaven. Skagfirðingur seldi í fyrradag tæplega 140 tonn fyrir rúmar 26 milljónir. Mestur híuti aflans var karfi og fékkst fyrir hann mjög gott meðaveð, 195 krónur. Einnig fékkst ágætt verð fyrir hinn hluta aflans sem var ufsi, og var meðal- verð farmsins 186,40 krónur á kíló. Áður hafði Skafti selt í Hull 106 tonn fyrir 18,3 milljónir. Afl- inn samanstóð af svipuðu magni af þorski, ýsu og grálúðu og var meðalverðið 172,30 krónur. Drangey seldi einnig í fyrradag í Hull 109 tonn fyrir 15,5 milljón- ir. Aflinn var þorskur, ýsa og ufsi og var meðalverð 142,76 krónur. Mismunur meðalverðs hjá Drang- ey og Skafta felst í miklum verð- mun á ufsa og grálúðu, en 216 króna meðverð fékkst fyrir grálúð- una í Hull. I gær seldi Hegranes í Bremer- haven 60 tonn fyrir tæplega 10 milljónir. Aflinn var mestmegnis karfi. Fyrir hann fékkst mjög gott verð 207 krónur, en 10 tonn af Skagfirðingur (áður Vigri) gerði sína bestu sölu frá því að skipið kom til Sauðár- króks fyrir rúmu ári. ufsa drógu meðalverðið niður í 164 krónur á kíló. Óseld voru í gær 13 tonn af ýsu sem veróa seld í dag. Farmur Hegraness var því alls 73 tonn, en verkfall sjómanna kom í veg fyrir að skipið gæti klárað túrinn á miðunum eins og til stóð. HCfcHfiil hfl— Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIÞARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æ bílaverkstæöi sími: 95-35141 Sæmundargato lb 550 Sau&órkrókur Fax: 36140 ílavibgeröir • Hjólbar&averkstæbi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.