Feykir


Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 2/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar; Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- firéttablaða. Bæjarstjórinn um snjómoksturinn: Erfitt að meta hve langt á að ganga Bjarni Þór Einarsson sveitarstjóri og félagar hans í bassanum taka lagið á Opna húsinu í Asbyrgi. Opið hús hjá Lóuþrælum Vegna klausu um snjómokstur í síðasta Feyki átti blaðamaður samtal við Snorri Björn Sig- urðsson bæjarstjóra. Sagði Snorri þá ástæðu fyrir að snjór væri ekki hreinsaður meir af götum og gangstéttum í bænum en raun ber vitni, að hér væri um mikinn kostnað að ræða, sem mundi margfald- astef keyra þyrftíburtu miklu magni af snjó, sem mokstur á gangstéttum þýddi. Kostnað- urinn við snjómoksturinn mundi þá jafhvel þre- eða fjórfaldast, sagði bæjarstjóri. Snorri Bjöm benti á að síð- ustu misscri hefði bærinn lagt út í mikinn kostnað við lagfæringu á gangstéttum meðfram aðalum- ferðargötum bæjarins. í þær hefðu verið settar hitalagnir og þær hreinsuðu því af sér snjó, svo að ekki væri alls staðar þar sem fólk kæmist ekki um gang- stéttimar. Frá bankanum og norður úr væri t.d. hægt að kom- ast hindrunarlaust cftir gangstétt- uni. Snorri sagði erfitt að meta hversu langt ætti að ganga í snjó- mokstrinum, og sjálfsagt væri ó- mögulegt að gera svo að öllum líkaði, það yrðu sjálfsagt alltaf einhverjir óánægðir hversu vel sem mokað væri.. Reyndar hefði hann ekkert verið skammaður meira nú en áður út af snjó- mokstri og hálkueyðingu í bæn- um. Bæjarfulltrúar hefðu t.d. skammað sig minna ef eitthvað væri. Snorri sagðist samt ekki skorast undan sinni ábyrgð. Það væri erfitt að meta mál sem þessi og hann vildi alls ekki að „bæj- arkarlamir” þyrftu að taka við skömmum út af hlutum eins og snjómokstri. Það væri þá við aðra að sakast. Þess má geta að tveimur milljónum var varið til snjó- moksturs á fjárhagsáætlun á síðasta ári og svipaðri upphæð hefur verið varió í þennan málaflokk á undanfömum ámm. Eins og fram kemur í máli Snorra hefur verið unnið talsvert í því að koma hitalögnum í gangstéttir við helstu umfcrðar- götur bæjarins á síðustu miss- emm. Er þar um mikið framfaraspot að ræða og ber að geta þess sem vel er gert. Karlakórinn Lóuþrælar í Mið- firði og nágrenni hefur briddað upp á þeirri nýbreytni í starfi sínu tvo síðustu vetur, að hafa svokallað opið hús á síðustu æf- ingunni fyrir jólin. Vel var mætti í felagsheimilið Asbyrgi á Laugarbakka á fyrsta opna húsið fyrir ári og sagan endur- tók sig nú fyrir þessi jól. Greinilegt var að söngur kórs- ins féll í góðan jarðveg og skemmtunin í heild, enda margt sem boóið var upp á, ekki einung- is söngur heldur var hver radd- hópur í kómum með skemmtiat- riði. Og ekki má gleyma Sandló- unum sem sungu einnig nokkur lög, en Sandlóumar er kvennakór, að mestu skipaður eiginkonum karlanna í Lóuþrælunum. Nýlega var keypt nýtt píanó í félagsheimilið þar sem það gamla var orðið úr sér gengið, og var þaö formlega tekið í notkun á þessari skemmtun. Að því tilefni tók Raíh Benediktsson formaðurhúsnefhd- ar til máls og fór nokkmm oiöum um aðdraganda og framkvæmd við píanókaupin. Þakkaði Rafn þcini er orgelkaupunum lögðu lið. EA. Undir feld Framhald af 8. síðu sína í Síkinu í gærkveldi, og þriggja stiga skyttumar, sem er aðall liðsins, fóm aldrei í gang. Liðið skoraði einungis tvær þriggja stiga körfur, og er það átta körfum færri en í leiknum þar á undan. Haukaliðið var mjög jafnt í leiknum og Ingvar þjálfari gat veitt sér þann munað að skipta öllum leikmönnum inn á. Hjá Tindastóli var Páll Kol- beinsson sá eini sem hélt haus allan leikinn. Lék Páll mjög vel í gærkveldi og er barátta hans til fyrirmyndar. Ingvar Ormarsson var góður í fyrri hálfleiknum, en hvarf í mglinu í þeim seinni. Stig Tindastóls: Ingvar Orm- arsson 16, Róbert Buntic 16, Páll Kolbeinsson 11, Ómar Sig- marsson 5, Garðar Halldórsson 3, Ingi Þór Rúnarsson 3, Láms D. Pálsson 3 og Hinrik Gunn- arsson 2. Stig Hauka: Pétur Ingvars- son 20, John Rhodes 18, Jón Öm Guðmundsson 12, Jón Am- ar Ingvarsson 8, Tryggvi Jóns- son 8, Rúnar Guðjónsson 7 og Sigfús Gyssurarson 6. Gangur leiksins: 3:4, 8:8, 14:13, 16:24, 25:30, 31:35, (33:40), 36:50, 40:61, 49:66, 49:71,53:76,(59:79). Dómarar: Bergur Stein- grímsson og Kristján Möller. Byrjuðu mjög vel, en gerðu furðuleg mistök í seinni hluta fyrri hálfleiks og í seinni hálf- leiknum verða þeir ekki sakaðir um slaka dómgæslu, enda erfitt að dæma slíka leikleysu. Maður leiksins: Páll Kol- beinsson Tindastóli. Áhorfendur 390. Stelpurnar fá UMFG í kvöld Væntanlega verður um hörkuleik að ræða í Síkinu í kvöld, þegar Tindastólsstúlk- urnar fá Grindvíkinga í heim- sókn í 1. deildinni. Okkar stelpur eiga harma að hefna, þar sem að þær fóru mjög illa út úr viðureign þessara liða fyrr í vetur. Tindastólsstelpumar sigmðu ÍR með miklum yfirburðum syðra um síðustu helgi, 94:29. ÍR-ingar em með langslakasta liðið í deildinni og verður að segjast eins og er að liðið, sem varö fyrir mikilli blóðtöku fyrir tímabilið, á ekkert erindi í deildina nú. Tindastóll hefur unnið fjóra leiki í 1. deildinni í vetur og er nú í 4. sæti. IS, Valur og IR em fyrir neðan. FaxnúmerFeykis er 36703 Sauðárkróksapótek fær söluverðlaun Blönduósapótek aftur í fremstu röð Nýlega veitti heildsölufyrirtækið B. Magnússon, sem meðal annars annast innflutning á snyrtivörum, söluverðlaun fyrir mestu sölu- aukningu á slíkum vamingl Að þessu sinni fekk Sauðárkróksapótek vegleg söluverðlaun fyrir: „frábæra frammistöðu í sölu á No 7 snyrtivörum“, eins og segir í tilkynningu frá heildsölufyrirtækinu. I tilkynningunni segir einnig að það sé skemmtileg tilviljun og vekji athygli, að árið á undan hafi það verið nágrannaapótekið á Blönduósi sem hafi hampað þessum verðlaunum, og Blönduósingamir standi sig vissulega vel áfram, þar sem að nú hefðu þeir lent í öðm sæti. For- ráðamenn B. Magnússonar óska aðstandendum apótekanna á Sauðár- króki og Blönduósi til hamingju með þennan árangur og velfamaðar á komandi ámm.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.