Feykir


Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 3
2/1994 FEYKIR3 Sýning á föndri aldraðra í safnaðarheimilinu á Króknum: Margir munanna hrein listaverk Þau leiðbeina í fbndrinu: Fjóla Sveinsdóttir, orðlögð hannyrða- kona, og starfsmenn Sauðárkrókssafnaðar Sverrir Svavarsson og Sigrún Halldórsdóttir. Af götunni Ber konungsnafnið með rentu Gleðistraumur fór um margan Skagstrendinginn í síðustu viku þegar gamla Amari var siglt frá bryggju í fyrsta sinn síðan skipið var bundið við bryggju við komu nýja Amars fyrir rúmu ári. Við- mælandi Feykis vildi meina að réttara væri að tala um að skipinu hefði verið „sleppf ‘ frá bryggju, því svo létt hefói það verið á bárunni að það hefði verið eins og það vildi segja: hvert á ég að fara og hvaó viljiði að ég flski fyrir ykkur. „Það em margir þeirra skoð- unar að þetta sé það mesta happa- fley sem hingað hefur komið. Þetta var síðasti svokallaði jap- anski togarinn sem smíðaður var fyrir Islendinga, og stóð meira að segja í einhverju strögli að mig minnir hvort að leyfi fengist fyrir því að flytja hann inn í landið. En líklega hefur þegar hér var komið búið að sníða alla vankanta af þeim japönsku og þetta hefur ætíð reynst hið mesta happafley fyrir okkur Skagstrendinga. Nýja nafhið, Rex, sem þýóir konungur á latn- esku, finnst okkur hæfa skipinu vel. I okkar huga flestra hefur gamli Arnar verið það meðal skipa hér, þótt ekki hafi hann verið þeirra stærstur nema rétt til að byrja með“. Góð landkynning Þá hafa landsmenn séð afrakstur kvikmyndagerðarfólks frá vestur- þýska sjónvarpinu og Magmafilm, á töku tveggja þátta hér á landi í myndaflokknum Fákar, sem sýndir vom í ríkissjónvarpinu í síðustu viku. Talsveiðurhlutiþáttannavom kvikmyndaðir í Skagafirði, en aðrir við náttúmperlur í landinu, svo sem Geysi, Gullfoss, í Þjórsárdal og í Reykjavík. Sjálfsagt geta flestir verið sam- mála um að hér var á ferðinni mjög góð landkynning, þar sem myndskot í þáttunum vom mörg hver ákaflega velheppnuð og falleg, svo sem sólsetursatriðin og eyja- sýnin á Skagafirði. Efnislega geta þó þættimir varla talist ncin perla, en óneitanlega vakti það aúiygli áhorfandans þær miklu upplýsingarsemframkomu í þættunum, bæði um land og þjóð. Reyndar fannst manni full langt gengið á köflum og beinlínis um hæpinn áróður að ræða. Það slæð- ist að sá gmnur að þeir sem stóðu að gerð þáttanna eigi á einhvem hátt hagsmuna að gæta, til að mynda varðandi viðskipti með ís- lenska hesta í Þýskalandi. En það er svo sem ekkert verra í sjálfú sér fyrir okkur Islendinga. Ef áróð- urinn nær í gegn, njóta íslenskir hrossaræktendur og þjóðarbúið góós af. Auglýsið í Feyki Þeir voru margir eigulegir munirnir sem voru til sýnis í Safnaðarheimilinu á Sauðár- króki á miðri jólaföstunni. Þá var haldin sýning á munum sem eldri borgarar höfðu unnið að á föndurdögum sínum í Safnaðarheimilinu. Það er á miðvikudögum sem ætíð drífúr að talsverðan hóp eldri borgara með handavinnu sína og þeir fá Ieiðbeiningu lrá ekki óvand- virkari manneskjum en Fjólu Sveinsdóttur, annálaðri hann- yrðakonu á Króknum af Nikk- araættinni, og starfsmönnum Sauðárkrókssafnaðar, Sigrúnu Halldórsdóttur og Sverri Svav- arssyni. Blaðamanni var bent á það þegar hann hafði orö á að margir munanna mundu sóma sér vel upp á vegg í stofunni, að hér væri ekkert til sölu aöeins sýnis. Allir veggir Safnaðarheimilisins voru þaktir myndum og munum og stór borð þakin fallegum hlutum, sem greinilega hafði verið vel vandað til. „Já, þetta er smekklega unnið og margt af þessu hreinustu listaverk“, sagði Fjóla Sveinsdótt- ir þegar blaðamaður fór að dást að handbragðinu. Þau Fjóla og Sverrir og Sigrún sögðu að vinnan í föndrinu fælist í klassískum hlutum og nýjum. Útsaumurinn væri alltaf vinsæll og síðan væri fólk t.d. að mála mynir og dúka. Alltaf væri samt leitast við að brydda upp á ein- hveiju nýju svo að fólk væri ekki að fást við sömu hlutina. I fyrra- vetur var Ld. byrjað á nælugeið og í vetur á því að mála í silki. Gjalþrot- um fjölgar Samkvæmd upplýsingum Halldórs Halldórssonar hér- aðsdómara Norðurlands vestra, voru 24 beiðnir um gjaldþrotaskipti á síðasta ári. Fjórtán þessara beiðna komu til ffamkvæmda, 12 úrskurðir voru kveðnir upp, en ekki tókst að ljúka tveimur málum. Héraðsdómararembætti tók ekki til starfa fyrr en á miðju ári 1992, þannig að saman- burður milli ára veróur ekki að íúllu maiktækur, en ljóst þykir engu að síður að gjaldþrota- beiðnum fór fjölgandi á síðasta ári. Hálldórhéraðsdómari gerði þrjá gjaldþrotaúrskurði á þessu hálfa ári 1992, á móti 12 í fyrra. Gjaldþrotin á síóasta ári skiptust þannnig, að átta urðu hjá fyrirtækjum og fjögur hjá einstaklingum. Leiðrétting I grein um dauða folalda er komu af Eyvindarstaðaheiði í síðasta blaði, var missagt að Borgari í Goðdölum hefðu verið greiddar strax tæpar níu þúsund krónur af Upprekstrar- félaginu. Það rétta er að Borgar greiddi sjálíúr þessa upphæð í dýralækniskostnað vegna folaldsins. Leiðréttist þetta hér meó. Það var margt að skoða á sýningunni í Safnaðarheimilinu. Scimvinnubókin V' . . 4% naínvextir 4,04% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var 7,92% InnlánsdeUd

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.