Feykir


Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 2/1994 Feykir fyrir 10 árum GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. <CT> $ 14rA" >. ' \ ' 117. Þá bjó í Hólmi Bjöm Hítdælakappi. Hann var höfðingi mikill og harófengur og hélt jafnan seka menn. Grettir kom í Hólm og tók Bjöm vel við hon- um. Grettir spyr, ef hann vill honum nokkra ásjá veita. Bjöm mælti: ,Að því hefi ég hugað, að í því fjalli, sem fram gengur fyrir utan Hítará, mun vera vígi gott, en þó fylgsni, ef klóklega er um búið“. Grettir kvaðst hans forsjá hlíta mundu. Fór hann þá í Fagraskógarfjall og bjóst þar um. Þótti Mýrar- mönnum mikill vágestur kominn er Grettir var. 118. Maður hét Gísli. Hann var mikill og sterkur og afburðamaóur í vopnum og klæðum og gerði um sig mikið og nokkuð sjálfhælinn. Hann var siglinga- maður og kom það sumar út í Hvítá, er Grettir hafði einn vetur verið í fjallinu. Gísli kvað Mýrarmönnum farast lítilmannlega að verða ráðfátt að koma í brott skógarmanninum. „Kæmist ég í færi við hann, þá treysti ég mér og vopnum mínum“. 19. Þeir menn höfðu heyrt á orðræður Gísla, sem voru vinir Bjamar í Hítardal og sögðu honum innilega frá. En er þeir Grettir fúndust gat Bjöm um fyrir honum, sagði nú reyna mundu hversu hann stæði á móti. „Væri eigi ógaman", sagði Bjöm, „þó að þú hrekktir fyrir honum, en dræpir hann eigi“. Grettir glotti við og gaf sér fátt um. 120. Nær réttum um haustið fór Grettir ofan í Flysjuhverfi og sótti sér sauði. Hann gat náð ljómm geldingum. Bændir uróu varir við ferð hans og fóm eftir honum og vildu elta írá honum sauðina, en ekki bám þeir vopn á hann. Honum gerði hermt á sauðina og þreif tvo og kastaði forbrekkis, svo þeir lágu í óviti. Og er bændur sáu það gengu þeir að ódjarflega. Grettir tók sauðina og krækti saman á homunum og kastaði á sína öxl hvoram tveim, gekk síðan upp í bæli sitt Héraðsmóti UMSS í frjálsum íþróttum: Góður árangur í mörgum greinum Héraðsmót UMSS innanhúss var haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 28. desember sl. Mtttaka var mjög dræm en samt sem áður náðist mjög góður árangur í mörgum greinum. Hæst bar árangur þeirra Helga Sigurðssonar UMFT í karlaflokki, Birgis Óla Sigmarssonar UMFT í pilta- flokki og Sævars Hafsteinsson- ar Umf. Fram í strákaflokki. Hclgi setti héraðsmet bæði í langstökki og þrístökki. í lang- stökki stökk hann 3,38 metra, gamla héraðsmetið var 3,33 metr- ar og er Islandsmetið í greininni 3,45 m. í þrístökki stökk Helgi 9,97 m. Gamla héraðsmetið var 9,76 m og er íslandsmet í grein- inni 10,17 m. A þessu sést að Helgi er ekki ólíklegur til að setja met í þessum greinum á nýju ári. Birgir Óli Sigmarsson í pilta- flokki 13-14 ára varpaði kúlu 11,35 m og bætti héraðsmetið um rúman meter en það var 10,24 m. Er það stórbæting. Sævar Hafsteinsson stórbætti gamalt héraðsmet í þrístökki stráka 11-12 ára erhann stökk sjö mctra slétta. Gamla héraðsmetið var 6,56 metra. Einnig náði Sæv- ar góðum árangri í langstökki er hann stökk 2,37 m sem er aðeins fjóra sentimetra frá héraðsmeti. Sævar er ungur að ámm og á ef- laust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Þessi góði árangur lofar góóu varðandi markmið frjálsíþrótta- fólks UMSS fyrir næsta sumar, sem stefnir að því að bæta árang- urinn frá liðnu ári og fara fylktu liði á Landsmót UMFÍ á Laugar- vatni næsta sumar. Sigrún. Liðum fjölgað í körfunni? Á formannafundi aðildar- félaga KKI um helgina var samþykkt að á næsta keppnis- tímabili verði liðum í úrvals- deild fjölgað úr 10 liðum í 12. Þá stendur einnig tíl að breyta reglum um úrslitakeppnina. Fjölgun liða í efstu deild þýðir að ekkert lið fellur beint niður í 1. deild í vetur, heldur verður neðsta liðið í deildinni að leika við lið sem lenda í 2., 3. og 4. sæti í 1. deild í úrslitakeppni í vor um tvö laus sæti í úrvalsdeild. Keppni veröur áfram skipt í tvo sex liða riðla, sem leika tvö- falda umferð innan riðlanna, og einnig tvöfalda umferð milli riðla, í stað fjórfaldra eins og í dag. Þetta þýðir að leikjum í deild fækkar í 22 úr 26 hjá hverju liöi, en þess í stað eiga liðin mögu- leika á að bæta vió leikjaljöldann í úrlitakeppninni. Þar er reiknað með átta liðum lýkt og í hand- boltanum. Taldar em miklar líkur á að hugmyndir þessar nái fram. Verktakar í start- holunum „Heimamenn hafa allt sem þarf til þess að geta tekist á við þessi verk. Þeir hafa góða verk- þekkingu og geta því skilaó sömu verkgæðum og aórir, og þeir virð- ast hafa þann baráttuhug, sem þarf til þess að keppa við aðra í opnum útboðum“, sagði Svcinn Þorgrímsson staðarverkfræðingur við Blönduvirkjun þegar hann var spurður um möguleika heima- manna gagnvart útboðum á ýms- um verkþáttum við virkjun Blöndu. Sveinn bætti við að vinna sl. sumar hefði verið góð reynsla fyrir alla þá, sem tóku að sér út- boðsverk og hefði gert þá sterkari í samkeppninni sem ríkja mun um verk á virkjunarsvæðinu á næstu ámm. „Nú em menn búnir að fá smjörþefinn að því sem koma skal. Heimamenn þekkja landið og em á heimavelli og em því með ákveðið forskot fram yfir aðra semþuifa að sækja um lang- an veg. Eg er því bjartsýnn fyrir hönd heimamanna. Samskiptin við þá í sumar vom mjög góð og vænti ég að svo verði áfram", sagði Sveinn Þorgrímsson. Ánægðir með fjárveitingar „Við eram nokkuð ánægðir meó þær fjárveitingar sem hingað eiga að renna samkvæmt fjárlög- um þessa árs“, sagði Matthías Halldórsson læknir á Hvamms- tanga í samtali við Feyki. „Vió fáum 300 þúsund krónur til þess að undirbúa byggingu nýrrar setu- stofu við spítalann. Sú bygging er mjög brýn þar sem spítalinn var í upphafi byggður fyrir 18 sjúkl- inga en þar em nú að jafnaði 40 manns. Þrengsli em því mjög mikil. Mikill áhugi er fyrir þessari framkvæmd hjá fólki í V.-Hún. og margir vilja leggja eitthvað af mörkum til þess að setustofan Liðin af Norðvesturlandi sem sætí eiga í 2. deild í innanhúss- knattspyrnunni héldu öll sæt- um sínum, en keppni íslands- mótsins fór fram í íþróttahús- inu í Austurbergi í Reykjavík. Hvöt var meira að segja ekki langt frá því að vinna sig upp um deild, en KS og Tindastóll lentu í kröppum dansi í neðri hluta riðla sinna og máttu kall- ast góð að halda sætum sínum. Hvatarmenn börðust við Val úr Reykjavík um sæti í fyrstu deild. Valsmenn fóm þar með sig- ur af hólmi, 4:2, en Hvöt sigraði komist sem fyrst upp. T.d. héldu kvenfélagskonur á Hvammstanga basar fyrr í vetur og rennur ágóði hans til setustofúnnar. Tveimur milljónum króna er veitt á fjárlögum til endurbóta á hafnargarðinum á Hvammstanga. Matthías sagði að heimamenn væm vissir um að garðurinn sem gerður var í fyrra bromaði niður fyrr en síðar, ef ekkert væri að gert, en von væri til þess að eitt- hvað mætti laga garðinn fyrir þessa fjárveitingu. Til skólabyggingar á Hvamms- tanga em veittar 1,7 milljónir á fjárlögum. Búið er að steypa upp bygginguna, en eftir er aó setja á hana þak. Ekki verður þó unnt að ljúka byggingu skólans með þess- ari fjárveitingu. Heilsugæslustöðin tekin í notkun Matthías Bjamason heilbrigð- is- og tryggingarmálaráðherra af- henti sl. fimmmdag þann hluta byggingar heilsugæslustöðvar og stoðdeilda Sjúkrahúss Skagfirð- inga sem tilbúinn er. Afhendingin fór fram við athöfn í nýja húsinu að viðstöddum íjölda manns. Við þetta tækifæri afhenti Sólveig Amórsdóttir í Utvík sonartæki fyrir hönd allmargra gefenda, en veg og vanda af fjársöfnun vegna kaupa á þessu tæki hafði Sam- band skagfirskra kvenna. Fjóla Þorleifsdóttir gaf einnig sérstakan leslampa fyrir hönd afkomenda Guðmundar Amasonar og Krist- ínar Amadóttur. Séra Þórsteinn Ragnarsson af- henti fyrir hönd Rauðakrossdeild- ar Skagafjarðar segulbandstæki, sem ætlað er til afspilunar á hljóð- böndum ffá Blindrabókasafninu. Fleiri fluttu þama ávörp svo sem Sæmundur Hermannsson sjúkra- húsráðsmaður, Jón Guðmunds- son á Oslandi formaður stjómar sjúkrahússins og einnig -flutti Ragnar Amalds ávarp fyrir hönd þingmanna kjördæmisins. Gróttu 2:1 og Magna 5:4. Tindastólsmenn byrjuðu á því að gera jafntefli við Víöi 2:2, en hinir tveir leikimir töpuðust naumlega, fyrir Hetti 3:4 og fyrir Breiðabliki, sem fór upp, 1:2. KS hélt sér uppi meö því að sigra Val Reyðarfirði 4:3, en Sigl- firðingar töpuðu fyrir Sindra 3:5 og fyrir Leikni Reykjavík sem fór upp 3:4. Um næstu helgi verður kcppt í þriðju og fjórðu deild á Islands- mótinu í innanhússknattspymu. Þar leika í fjórðu deild lið Kor- máks, Neista og Þryms. Innanhússknattspyrna: Norðvestan-liðin héldu sér í 2. deild

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.