Feykir


Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 3
3/1994 FEYKIR3 Sveinn heitinn Björnsson, Iengst til vinstri, tekur við bikarnum úr hendi Drangeyjarsundkappanna. Ungir menn hvattir tii Drangeyjarsunds Fyrr á öldinni var það mikið metnaðarmál ungra manna að þreyta þolsund. Mesta áskorun allra þolsundskappa hérlendra hefur ætíð verið að leika eftir afrek sem Grettir sterki As- mundarson er sagður hafa leikið um 1030 að synda milli Drangeyar og Iands. Nú virðist hugur íþróttakappa og þeirra er þrekraunir stunda beinast á aðrar brautir, og hefur svo verið um nokkra hríð. Sá sem seinastur þreytti Drangeyjar- sund með árangri var Axel Kvar- an KA-maður 1961. Þolsunds- kappinn Kristinn Einarsson á Akranesi reyndi síðan Drangeyj- arsund 1982, en sú tilraun mistókst. I samtali við Kristin kom fram að aðstæður vom allar mjög erf- iðar þegar hann þreytti sundið. Hafís var mjög nálægur og þenn- an dag vom skipveijar á sement- skipinu Skeiðfaxa á rekísvakt meðan siglt var fyrir minni Skagafjarðar og á Húnaflóa. Sjávarhiti var einungis sex gráð- ur og til samanburðar var hann 13 gráður í annað skiptið sem Eyjólfur Jónsson þreytti sundiö. Þá bætti ekki úr skák að vind hvessti þegar leið á morguninn og hraktist Kristinn eina og hálfa mílu úr leið, auk þess sem að hann þurfti að þola ágjöf og mikla kælingu af sjávarlöðrinu sem buldi á hnakka hans trekk í trekk, en aftari hluti höfuðs er einmitt mikill kuldaleiðari fyrir sundmenn. Kristinn þurfti að hætta sundi eftir að fimm kíló- metrar af átta höfðu verið lagðir að baki. „Það var komið fram í ágúst- mánuð þegar ég þrey tti sundið og ég átti vitaskuld að gera aðra til- raun þegar betur hentaði, þótt þaö hefði þurft að bíða til sumarsins á eftir. Það er svo sem aldrei að vita nema ég reyni aftur. Eg held mér í formi og maður skellir sér alltaf annað slagið í sjóinn yfir veturinn og syndir. Líkamlega er ég þó ekki eins vel á mig kominn eins og 1982. Ég hef lést um 17 kíló síðan og hef því misst þetta góða einangrunarlag sem ég hafði utan á mér“, sagði Kristinn í samtali við Feyki. Fyrir tveim eða þrem árum tóku þeir sig saman nokkrir Drangeyjarsundkappan PéturEi- ríksson, Haukur Einarsson frá Miðdal, Eyjólfur Jónsson og Axel Kvaran og gáfu ÍSÍ farand- bikar sem á að hvetja unga menn til dáða og veitast þeim er næstir synda Drangeyjarsund. Svavar Gests útvarpsmaður gefur hins- vegar skildi sem festir eru á fót- stall bikarsins og á þeim er eftir- farandi áletrun: GrettirÁsmunds- son 1030,ErlingurPálsson 1927, Pétur Eiríksson KR 1936, Hauk- ur Einarsson frá Miðdal KR 1939, Eyjólfur Jónsson Þrótti 1957 og 1959 og Axel Kvaran KA1961. „Upp á þessu var bryddað í kjölfarið á útvarpsþætti hjá Svav- ari Gests er þeir Pétur, Haukur, Eyjólfur og Axel voru gestir Svavars. Gefendumir ólu með framlagi sínu þá von í hjarta að bikarinn mun glæða áhuga fyrir sjávarsundi og halda á lofd minn- ingu um frækin íþróttaafrek á borð við Drangeyjarsund'j segir . m.a. í blaðaúrklippu úr Morgun- blaðinu, þar sem sagt er frá af- hendingu þessa bikars. Á ekki að kjósa í vor? Enn eitt árið er gengið í garð undir Nöfum. Jólin nýlega af- staðin og framundan tíð súnmetis og ýmissa annarra þjóðlegra nær- ingargjafa, bæði lQcamlegrr og andlegra, er tilheyra þorrablótun- um sem nú fara í hönd. Ennþá grúfir skammdegið yfir hér á norðurhvelinu, en birtutíminn lengist þó dag frá degi og sam- kvæmt venju ætti sólin að vera farin að hækka sig talsvert þegar mesta súrmetistíðin er um garð gengin. Þá verða væntanlega einnig risnar úr sæ út við sjóndeildar- hring sólir hinna væntanlegu kanditaka í stjóm bæjarins undir Nöfum næstu árin. Én svo vill einmitt til að kosningavor er á næsta leyti, og að þessu sinni til bæjar- og sveita. Bæjarbúar hafa náttúrlega ekkert orðið varir við það að kjósa eigi í vor. Það virðist neftii- lega ekki vera nándar eins eftir- sóknarvert að sitja í bæjarstjóm og í borgarstjóm, hverju svo sem það sætir. Hvort það er vegna þess að menn hafa þar minni peninga að ráðskast með en í höfuðborginni, lögfræðingamir miklu færri, eða „uppamenning- in„ sé á brauðfótum undir Nöf- um skal ósagt látið, en nokkuð ljóst er að hreinlega hefur verið erfiðleikum bundið fyrir flokk- ana að manna listana á undan- fömum árum. Ekki vegna þess að ekki sé nóg sé af ffambærilegu fólki í bænum, heldur virðist sem fólk vilji hreinlega ekki gefa kost á sér til framboðs. Ljóst er áhugamenn um pólitík em mikið famir að spá og spekúlera í hvemig pólitíska lit- rófið muni líta út þegar fólk gengur til kjörklefans í vor. Ekki er það heldur til að draga úr spennunni á Króknum, að nú verður bæjarfulltrúum fækkað úr níu í sjö. Þessi breyting ein gæti komið til með að raska valda- hlutföllum í bænum talsvert, allavega þykjast spekingar sjá að minna megi útaf bregða nú en áður í þeim efnum. Hvati. Þorraveisla 1994 r Áhugafólk um þjóðlegan mat og allir aðrir velkomnir Þorraveisla við þjóðveginn Jj Þorrahlaðborð alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Hlaðiö þjóðlegum rétum frá fyrstu helgi í þorra. Á laugardögum höfum viö matinn á borðum alveg til kl. 21,30, iyrir sælkera sem vilja hafa kvöldið íyrir sér og snæða í rólegheitum smAkmi HRÚTAFIRÐI SÍMI 95-11150

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.