Feykir


Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 3/1994 Spjallað við Gunnar Baldvinsson um bras hans í gegnum lífið, í trlluútgerð. harkinu á traktornum, olíukeyrslunni, vörubílaútgerðina og fleira ,Já, það er margs aó minnast úr vörubílaútgeróinni og fleiru. Eg var ógurlega haróur í keyrslunni, þó ég segi sjálf- ur frá. Þegar mikió var að gera þá fór maóur vítt og breitt. Ég var til dæmis hérumbil heilt sumar á Akureyri. Þá vant- aöi mikið af bílum þangaó og ég var mikið þama fyrir norðan 1976 og '11, en þá var lítió aö gera héma heima. 1979 fór ég austur á Þórshöfh og Raufarhöfn og var þar í 10 vikur. Þá vissu þeir ekkert hvar ég var blessaðir bílstjór- amir héma heima og auglýstu meira aó segja eftir mér í út- varpinu. Þeim var farió að leiðast eftir því að sjá mig ekki. Ég lét ekkert eftir liggja í þessum eíhum. Og þetta hafði gengió alveg slysalaust að segja hjá mér, þangaó úl ég lenú í þessu hörmulega slysi, 24. maí á liðnu vori. Ég var að flytja timbur sem átti aö fara í kvikmyndagerð hjá honum Frióriki Þór, þegar fór hjá mér loftslanga í bílnum. Ég hafði sturtaó af pallinum svolítiö og þegar svona er komið fer náttúrlega allt loft af bflnum sem var í gangi. Ég ætlaöi mér að „blinda“ slönguna, og í stað þess aö fara undir grind- arbitann eins og ég átti aó gera fór ég milli pallsins og grindarbitans, og þar með tókst eiginlega hendin af fyrir ofan olnboga þegar pallurinn small niöur. Þetta bara dingl- aði allt laust. Handleggurinn var samt ekki tekinn fyrr en 13. ágúst. Þeir æúuöu alltaf hvaö þeir gætu að græöa þetta á, en það tókst ekki. Þaö kom aldrei neinn máttur að heit- iö gat nema í tvo fingur. Síðan er ég búinn að vera í þessu og er enn í æfingum. Ég er búinn að fá gervihendi og er að æfa mig meö henni“, segir dugnaóarforkurinn og kapp- huginn Gunnar Baldvinsson vörubílstjóri á Hofsósi, sem á sl. vori slasaðist mjög illa. Gunnar er mjög duglegur að þjálfa sig í að beita gervihand- leggnum. Hér er hann við iðju sína á endurhæfingardeild Landsspítalans. „Nei, mig dreymir ekki um það“, segir Gunnar þegar hann er spurður að því hvort hann stefni að því að byrja að keyra aftur. „Ég held líka að þegar svona er komið eigi menn að láta þetta duga, þó maður hafi gaman af þessu. Þetta var mitt líf og yndi að sitja í bíl og keyra“, segir Gunnar, sem þó virðist ekki hafa lagt árar í bát fyrir fullt og allt. Hann er mjög duglegur í endurhæfingunni. Syndir á hverjum degi mikið, og fer í æf- ingar þrisvar í viku. ,J>eir em al- veg undrandi sérfræðingamir á því hvað stubburinn heldur sér vel, enda er ég að stelast til að beita honum meira en ég má. Smíðaði mér meira að segja hjall síðasta sumar. Enda hefur stubburinn þreknað, og tvisvar sinnum hefur þurft að taka gervihandlegginn af til víkkunar. Þetta finnst séríræðingum alveg furðulegt, því yfirleitt rýma út- limir sem styttir em frekar en hir. Hugurinn stefndi fyrst á sjóinn Já, ég er fæddur og uppalinn á Hofsósi og hef aldrei farið það- an íyrr en þetta. Við vomm fjög- ur systkynin og faöir minn var sjómaður og hafði með svolítinn búskap eins og svo margir á þeim tímum. Hugurinn stefndi hjá mér á sjóinn til að byija með. Útgerðin byrjaði á árabát árið 1946, en svo keypti ég mér fljótlega trillu og gerði hana út í nokkur ár. Þetta gekk ákaflega vel og þá var gaman að lifa, því nógur var fiskurinn. Þá var bara yfirleitt farið rétt út á ijörðinn, sjaldan að maður þyrfti norður fyrir eyjar. Það var venjulega það mikill fiskur inni á firðinum. Þá var róið frá því snemma á vorin og langt fram á haust, stundum lengur eítir því hvemig tíðarfar- ið var. Við urðum þó alltaf að gefa upp um sláturtíðina. Frysti- húsið var ekki svo stórt að hægt væri að slátra jöfnum höndum. Fólkið var heldur ekki svo margt að það væri hægt að vinna úr aflanum og slátra samtímis“. Og hvað gerðuð þið þá? „Þá fórum við bara á slátur- húsið. Ég var þama drepari á sláturhúsinu í fleiri ár, var kindamorðingi já“, segir Gunn- ar og hlær. „Frystihúsið var þama komið til hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga sem þá var. Fyrst þegar ég byijaði að róa var borgað 37 aura fyrir kílóið. Svo hækkaði verðið þegar þeir vom komnir með skip sem fiskurinn var ísaður í. Þá fengum við 45 aura“. Keypti fyrstu dísel dráttarvélina Og hvað kom til að þú hættir á sjónum? „Ég bara þoldi ekki sjóinn og hætti upp úr 1955. Var alltaf sjó- veikur. Þá fór ég að stunda önn- ur störf. Vann á frystihúsinu í mörg ár. Það var ágætt að vinna þar, mikil vinna, trillumar rém og svo komu bátar og lögðu þama upp. Það vom meira að segja bátar héma vestan ffá Isa- firði og lönduðu hér. Fiskurinn var á þessu svæði. Þegar ég seldi bátinn keypti ég mér drátt- arvél og stundaði vinnu með henni af hörku fyrir bændur út um sveitir, sló og herfaði og vann túnin fyrir bænduma. Ég fór um allar trissur á dráttarvél- inni og hafði nóg að gera, enda var ekki mikið um dráttarvélar í sveitum á þessum tíma. Ég var nú sá sem keypti íyrstu díselvél- ina af Fergusongerð. A þessum tíma, sem ég vann í frystihúsinu og harkaði með dráttarvélinni, átti ég hertmkk sem ég keyrði fólkinu á frysti- húsinu í og úr vinnu. Það var einmitt út af þessari keyrslu scm varð svolítið uppistand. Þeir hjá bílstjórafélaginu ætluðu að stoppa mig, þar eð kaupfélagið væri með samning við félagið og þeirra bílstjórar ættu því að sitja fyrir akstrinum. Geirmund- ur Jónsson sem var kaupfélags- stjóri, sagði þá: „Gottog vel! Út- vegiði þá bíl í þessa keyrslu“. Þegar málið var skoðað hefur þeim líklega ekki litist á að fjár- festa í bíl, svo að það var eigin- lega ég sem hagnaðist á þessu uppistandi, því Geirmundur hækkaði við mig kaupið fyrir keyrsluna“. Keyrði olíunni á kvöldin og nóttunni Þú hefur lengi verið með um- boð fyrir Olíufélagið hf. Notaðir þú kannski dráttarvélina við þá þjónustu? , Já, ég er búinn aö vera með það síðan um 1945. Ég var með tank aítan í vélinni og keyrði ol- íunni út um allar sveitir, út í Sléttuhlíð og fram í Hólahrepp og fram um alla dali og inn í Os- landshlíð. Ég var með kerm sem tók 1000 lítra og meðan ég vann á frystihúsinu, var maður að keyra olíunni á kvöldin og nótt- unni, þannig að vinnudagurinn var oft ansi langur. Það gat oft verið ansi mikið bras í þessu, það er óhætt að segja það. Þess- vegna er maður nú kannski svona í hnjánum eins og niaður er. Þá var ekki húsunum fyrir að fara á vélunum og það var alltaf golan framan.á manni á keyrsl- unni, vetur, sumar, vor og haust. Hnén hafa sjálfsagt illa þolað kuldann og vosbúðina og ég er komin með gerviliði í bæði hnén. Svo gerist það á jóladag 1965 að dráttarvélin brann. Ég hafði komið seint heim kvöldið áður og varmeð vélina á snjóbeltum. Þegar ég kom út í skúr um morguninn stóð hún í ljósum logum. Maður getur varla gert sér grein fyrir hvað hefur komið fyrir, en þá keypti ég mér bara nýja vél eftir áramótin eins og skot. Fékk mér þá „Nalla“ frá Akureyri. Þegar ég svo hætti á frysti- húsinu fór ég út í vörubílaút- gerðina. Það hefúr líklega verið um 1963 sem ég byrjaði í því. Þá keypti ég mér fyrri Bedfor- dinn sem ég átti. Síðan fór þetta smá vaxandi og 1973 keypti ég mér alvörubfl eins og við töluð- um um á þeim dögum, tveggja hásinga bfl“. „Var alltaf baldinn" Og þú hefur náttúrlega geng- ió í vömbílstjórafélagið og stundað vegagerðina? „Já, þegar ég fékk inngöngu í félagið fór ég strax að stunda Gunnar við fyrsta bílinn sem hann eignaðist.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.