Feykir


Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 5
3/1994 FEYKIR5 vinnu af fullum krafti, annars var ég búinn aö gera ýmislegt áður en ég fékk inngöngu þar. Ég var kominn meö krana á bílinn og fékk þónokkra vinnu út á hann. Þaö var nú dálítið erfitt að komast í félagið, og það var ekki fyrr en um 1970 sem ég var tekinn inn. Þá voru þeir líklega famir að sjá að það var ómögulegt að halda mér utan við, því ég var alltaf baldinn, var að taka að mér þessi og hin verkin og klögumálin gengu alltaf á víxl“. Hvcmig líst þér svo á þá þró- un sem orðið hefur í vegageró og á verktakamarkaði á liðnum ámm, með útboðum á nánast öll- um verkum? „Þetta á kannski einhvem rétt á sér, en mér finnst aó þegar al- þingismenn berjast fyrir fjárveit- ingum heimahéraðs, þá eigi að setja lög um að þetta fari alls ekki út úr héraðinu. Það er nægt vinnuafl héma heima, hörku- menn og hörkuverktakar sem geta tekið að sér þau verk sem til- heyra okkur. Það á ekki að hleypa mönnum svona vítt og breitt um landið". Þýðirþað t.d. að Skagfiiðing- ar og Húnvetningar mættu ekki stunda vinnu íyrir utan sitt svæði? „Það hafa bara verið það mik- il verkefhi og verða áfram í sam- bandi við uppbyggingu á vegum og öðm slíku. Mér finnst að þetta eigi að bindast við kjördæmin. Það eigi ekki að bjóða út verkin út fyrir kjördæmið. Þetta er nátt- úrlega ekkert öðm vísi en þegar virkjunarframkvæmdimar vom, þá sátu þeir fyrir vinnu sem Gunnar á Landsspítalanum skömmu eftir slysið á Hofsósi í vor, þegar handleggur hans klemmdist svo illa undir vörubílspalli að taka varð hann af ofan við olnboga. Mynd: Morgunblaðið/Sverrir. bjuggu á virkjunarsvæðunum. Nú um landið eins og þeim sýnist“. er það hinsvegar orðið þannig að Nú hefur þú Gunnar verið þessir menn sem eiga tækin æða duglegur að reyna að brydda upp á nýnri starfsemi. Varstu ekki með hellugerð og mölun á skel um tíma? ,Jú og þetta gekk líka ágæt- lega, bæði hellugerðin og mölun- in á skelinni. Skelin fór í blóma- og túnáburð, enda mjög kalkríkt efni, 87% kalk. Menn keyptu þetta í stómm stíl. Upphafið að mölun skelinnar var að þeir Skagaskeljarmenn fengu að láta þennan úrgang í malamámur hjá mér á jörðinni Grafargerði, sem ég átti. Mér fannst óskaplegt hvemig þetta hlóðst upp og fór að hugsa hvað væri hægt að gera við þetta. Ég kom þama upp smá- verksmiðju sem malaði þetta alltsaman og miklu meira til, því ég tæmdi alla skel sem til var á Skagaströnd, Blönduósi og fór alla leið vestur á Hvammstanga. Það var þónokkur sala í þessu á tímabili en erfitt að sækja hráefn- ið svona langt meðan verið var að byggja þetta upp“. Ævintýraferð með forsetanum Þegar forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir kom í heim- sókn í Skagafjörð, fyrir nokkmm misserum, vitjaði hún Hofsóss meðal annarra staða. Þá lýsti hún eftir manninum sem hefði ekið sér frá Hofsósi til Siglufjarðar í kosningaferðalagi sínu 1979. Gunnar Baldvinsson sté fram og ætlaði að skýra frekar frá ferða- laginu en fékk ekki tækifæri til. „Við lentum þama í heilmiklu ævintýri. Þetta var ævintýrlaleg ferð því snjórinn var svo mikill og fúndarsókn góð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Það var alveg troðfullt hús og mcira cn það og snjókom- an alveg óskapleg. Það mokaði niður snjó og þegar við fórum til baka, þá ýtti Range Roverinn snjónum á undan sér niður skrið- umar. Það var búið að snjóa svona mikið og henni leist eigin- lega ekkert á blikuna. Þetta hefði helst ekki verið farið á öómm bíl. En veðrið var gott og glaðasól- skin inni í Skagafirði. Svo þegar við komum utan að kom hún heimmeðmérogdrakkkaffi. Ég vildi íylgja henni ffam að Gmnd- arstokk, því hún var ein á sínum bíl og hafði skilið hann eftir hjá mér. En hún taldi sig alveg ör- ugga og afþakkaði fylgdina. En svo frétti ég það nokkm seinna að hún hafi stoppað á bæ þama við Hofdalabrúna, og Guðrúnu hús- freyja á Hofdölum sem var að ntjólka kýmar úti í fjósi, brá held- ur í brún þegar forsetinn birtist inni á fjósstétt. Gunna var ekkert að vfla fyrir sér, lét mjaltafötuna á stéttina, startaði í gang og keyrði með Vigdísi ffam að Gmndar- stokk". Gunnar hafði ffá mörgu fleira að segja, en hér verður staðar numið í ffásögnum þessa kapp- huga ffá Hofsósi, sem segja má að á liðnu vori hafi lokið mesta annríki síns lífsstarfs, þótt undir niðri muni athafnaþráin eflaust blunda áffam. HEIMILISLÍNA BUNAÐARBANKANS „Frá og með deginum í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti “ RAÐGJOF OG AÆTLANAGERÐ Utgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaðargreiðslur — reikningarnir greiddir á réttum tíma Aunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gefur möguleika á hagstæðari lánum. am m msamm I rnmul Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru fjármálanámskeiðin á sérstöku verði fyr'r félaga. BUNAÐARRANKI ÍSLANDS Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð M HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.