Feykir


Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 19.01.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 3/1994 hagyrðingaþáttur 156 Heilir og sælir lesendur góóir. í síðasta brátt í beinum. þætti var skorað á Pál Þórðarson bónda á Sauðanesi. Vel lífgar hann upp á þáttinn með eftirfarandi vísum. I vísnaþátt Guðmundar Valtýssonar verð ég að senda Ijóð. Ort hef ég kvœði ýmiss konar, enginn segir þau góð. Einar í Grœnuhlíð frœndi minn meinar að mér beri að semja einn brag. Að meðaltali yrkir hann Einar átján vísur á dag. Sjálfur vildi ég helst fá að heyra í hagnueltum Ijóðasmið. Bragi á Þverá, bóndi ogfleira, blessaður taktu nú við. Til kveðskapar reynst hefitr vonlaust að virkja vitgranna menn eins og mig. Svo ég er að hugsa um að hœtta að yrkja og held að það borgi sig. Þakka ber þessa sendingu, en ekki verður í fljótu bragði séð, að ástæða sé til fyrir Pál að hraða í framkvæmd þessari síðast töldu hugmynd sinni. Og þá vænt- um við þess að heyra ffá Braga Kárasyni bónda á Þverá í Vindhælishreppi í næsta þætti. I síðasta þætti hefur brenglast fyrsta hcndingin í sendingu Odds Júlíussonartil þáttarins. Þar á að standa: Eirðina þrýtur Miklir atburðir hafa verið að gerast nú að undanfömu í sambandi við breytta skipan mála, gagnvart innflutningi til landsins. Hafa ýmsir orðið til að draga ágæti utanríkisráðherrans í efa gagnvart slíkri samningagerð. Jón Sigurðsson í Skollagróf yikir svo. 77/ að baka bœndum tjón brattur reis á fœtur. A hanalöppum hleypurJón, hátt í greppnum lœtur. A sl. sumri var Jón á feró um Austur- land. Er hann ók eftir veginum á móts við Bragðavelli varð til eftirfarandi vísa. Höndlast síst með háum sköllum höppin þó að bjóðist fin. Efég byggi á Bragðavöllum brygðist varla kœnska mín. Þegar Jón sá vísuna síðar á prenti, hafði fyrsta orðinu í annari hendingu ber- ið breytt. Varð þá eftirfarandi vísa til hjá Jóni. Viðbrigðin hér voru snögg, visnun kom í sjóðinn. Þegar breyttist höpp í högg heldur minnkar gróðinn. Ein vísa kemur hér enn eftir Jón. Vélasköllin marga menn nueða á sumri og vetri. Fjallakyrrðin finnst mér enn fiestum gœðum betri. Satt er, að hávaði getur orðið hvim- leiður. Guðrún O. Amadóttir hlustaði á söng í útvarpi og orti þá: Lítt hefur gildi göfgandi gólafþessu tagi, eins og kattarkvikindi kveini í hœrra lagi. Ekki kann ég að segja til um hver yrk- ir svo. Margan hafa matað krók menn og heinuisœtur. Löngum er í lífsins bók lesiðfram á nœtur. Maður að nafni Sigmundur var prent- ari, vann lengi í Isafoldaiprentsmiðju í tíð Bjöms Jónssonar. Var hann vel hagmælt- ur. Auk Isafoldar vom önnur helstu blöð er þá komu út þessi: Dagskrá sem Einar Ben. gaf út, Þjóðólíúr sem af mörgum var kallaður „Stúfur", Fjallkonan, og Kvennablaðið sem þau hjón Valdimar Asmundsson og Bríet Bjamhéðinsdóttir gáfu út. Um útgáfu þessa orti Sigmundur eftirfarandi vísu. Enn í dagsins skröltir skrá skrimtir „Stúfiir" þunni. Kvennablaðið baki á bisar Fjallkonunni. Loftvamarmerki var eitt sinn gefið á Akureyri, og flýði fólk þá í loftvamar- byrgi og ýmsa kjallara. Var þröng mikil í einum kjallaranum, svo að ekki gátu allir fengið sæti. Fengu konur sæti, en karl- menn stóðu í hnapp á gólfinu. Eftir að svo hafói gengið um hríð orti einn viðstaddur. Fljóðin efla eigin hag eftir gömlum vanda, og kunna enn það lúalag að láta okkur standa. Talsvert hefur gengið á nú að undan- fömu hjá veðurguðum, og víða ríkt hörð vetrarveður. Það er Gissur Jónsson frá Valadal sem er höfundur að næstu vísum. Margan svíður nuetan höld, minnkar víða ylur. Nú er tíðin nauða köld norðan hríðarbylur. Eyðir bjarma og angrar menn opin harma vökin. Vota hvarma verma senn vorsins armatökin. Mátt þó beygi og minnki skjól myrkur ei skal hýsa. Vonir eygir sumarsól, sigurveginn lýsa. Þá er góður kostur að enda þáttinn með einni fallegri vísu í viðbót eftir Giss- ur. Ljóðræn snilld og auðlegð öll okkur skyldan gefúr. Trúin mild sem færi fjöll fegurst gildi hefur. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 95-27154. Neisti upp í 3. deild Uppskeruhátíð hjá Þrym Neisti frá Hofsósi tryggði sér sæti í þriðju deild að ári á ís- landsmótinu í innanhúss knattspyrnu sem fram fór um síðustu helgi. Þrymur komst í úrsiitin og einungis eitt mark skorti til að Kor- máki tækist að leika sama leikinn. ÖII þessi lið léku í 4. deild og einnig lið frá USAH. Þar sem eitt lið hætti við þátttöku í riðli Ncisti var leikin tvöföld umferð. Neisti sigraði Framherja frá Eyjum 6:4 og 3:2, og sigur vannst í öðrum leiknum gegn Létti 3:1. Léttis- menn unnu hinn leikinn 4:2, en það dugði þeim ekki þar sem að þeir töpuðu öðrum leiknum gegn Eyjamönnum. í úrslitum sigruðu Neistamenn í hörku- leikjum, Snæfell 4:3, og með sömu markatölu Erni frá Sel- fossi. Þrymur vann alla leiki sína í riðlakeppninni: Leiftra 3:1, Ey- felling 5:1 og Neista frá Djúpa- vogi 8:7. í úrslitunum töpuðu Þrymsmenn báðum leikjum sínum, 0:3 fyrir BÍ og 1:2 fyrir Huginn. Það var á kostnað Kormáks sem Huginn komst í úrslitin og þar með upp úr deildinni ásamt BÍ. Kormákur sigraði Huginn 3:1 í riðlakeppninni en tapaði 4:5 fyrir SM. HB frá Rangár- völlum var Kormáksmönnum hinsvegar engin hindrun. Þeirri viðureign lauk 3:0. Þátttaka USAH í mótinu var endaslepp. Eitt liðinna mætti ekki til keppni og var því mein- ingin að leika tvöfalda umferð. USAH tapaði tvívegis fyrir Ömum 2:4 og 2:5. Sigraði síð- an Hrunamenn 7:0, en það lið hætti síðan keppni. Skagfirskir og húnvetnskir frjálsíþróttamenn náðu mjög góðum árangri á Norðurlands- móti í frjálsum íþróttum sem fram fór í íþróttahöllinni á Ak- ureyri um síðustu helgi. Sigr- uðu þeir í öllum karlagreinum á mótinu og bættu héraðsmet í sumum þeirra. Helgi Sigurðsson UMSS, sem virðist vera í góðu formi þessa dagana, sigraði í 50 metra hlaupi á 7,1 sek., langstökki án atr., stökk 3,33 m og þrístökki án atr., stökk 9,94 m. Jón Amar Magnússon UMSS sigraði í fjómm greinum og virð- Knattspyrnumenn Þiyms héldu uppskeruhátíð sína nýlega, en félagið náði í sumar besta ár- angri sínum í 4. deildarkeppn- inni, frá því það hóf að senda lið til keppni fyrir Qórum árunt. Þaó var þjálfari félagsins Guð- brandur Guóbrandsson scm var valinn besti leikmaður liðsins síð- asta sumar. Guöbrandurhampaði einnig markakóngstitli ásamt Atla ist vera að ná sér eftir meiðsli sem hann vaið fyrir síðasta vetur. Jón hljóp 50 metra grindarhlaup á 7,1 sek., stökk 2,00 m í há- stökki með atrennu og 1,55 án atr. Kúlunni kastaði Jón 14,84 metra sem er nýtt héraðsmet. At- hygli skal vakin á því að aðstæð- ur vom þannig að ekki var hægt að hlaupa á gaddaskóm í hlaup- um og í hástökki. Sunna Gestsdóttir USAH sigraði í 50 metra hlaupi kvenna á 6,9 sek., 50 metra grindahlaupi í stúlknaflokki á 8,8 sekúndum og í sama flokki kastaði hún kúlu 9,69 m. Sveinn Margeirsson Frey Sveinssyni. Þeirskomðu sín átta mörkin hvor. Páll Ingi Jó- hannesson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Asmundur Þór- hallsson hlaut viðurkcnningu fyrir besta ástundun. Þá var Sigrún Angantýsdóttir heiðruð fyrir mikið og óeigingjamt starf í þágu félagsins. Sigrún hefur gegnt stjómarstörfum í Þryrn frá upp- hafi cn hyggst nú draga sig í hlé. UMSS sigraði í 800 metra hlaupi sveina á 2:20,3 sek. og Eiður Magnússon USAH í kúluvarpi, varpaði 12,23 m. I meyjaflokki sigraði ÁgústaSkúladóttirUMSS í þrístökki án atrennu stökk 7,08 m., Perla Kjartansdóttir USVH í hástökki stökk 1,45 m. og Linda Ólafsdóttir USAH í 50 metra hlaupi á 7,3 sek. Þess má geta að Helgi Sig- urðsson UMSS fer til keppni í Svíþjóö um næstu mánaðamót. Mun hann keppa í 60 metra hlaupi í Gautaborg 29. janúar og væntanlega á Málmhaugum 2. febrúar. Góður sigur kvenna- liðsins á UMFG Tindastóll vann góðan sigur á Grindvíkingum í 1. deild kvenna í Síkinu sl. miðviku- dagskvöld. Eftir að hafa verið undir í leikhléi og jafnan leik framan af, sigldu Tindastóls- stúlkurnar fram úr í lokin og sigruðu örugglega, 69:54. Tindastólsliðið lék mjög vel í leiknum, engin þó eins og Bima Valgarðsdóttir sem fór hreinlega á kostum. Hún skoraði 25 stig í leiknum og stóð sig einnig vel í vöminni. Petrana Buntic skoraði 20 stig, Inga Dóra Magnúsdóttir 9, Kristín Magnúsdóttir 7, Selma Barðdal 4, Sigrún Skarphéðins- dóttir 3 og Heba Guðmundsdótt- ir 2. Kári Marísson þjálfari gaf nokkmm ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á aó leika með og ljóst að efniviðurinn er nægur til að vinna úr á næstu ámm. Norðurlandsmótið í frjálsum íþróttum innanhúss: Skagfirðingar mjög sigursælir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.