Feykir


Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 1
@ rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Starfsemi í Fljótalaxi að nýju Hólalax með stöðina á leigu fyrir bleikjueldi Hólalax hf í Hjaltadal hefur tek- ið á leigu fiskeldisstöðina Fljóta- lax á Reykjarhóli í Fljótum frá síðustu áramótum. Eldistöðin hefur staðið ónotuð í tvö og hálft ár, en þar áður rak Bygginga- vöruverslun Kópavogs þar lax- eldisfyrirtæki. Talsverð mann- virki tilheyra Fljótalaxi. Að sögn Péturs Brynjólfssonar syni slökkivliðsstjóra gjafabréf fyrir mjólkurtankinum sem mun framvegis gegna hlutverki vatnstanks á öðrum slökkvibílnum. Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu: Mikil endurnýjun á tækjum undanfarið framkvæmdastjóra Hólalax hf er leigan á stöóinni hugsuð sem bið- leikur af þeirra hálfu þar sem að verulegur hluti af húsakynnum Hólalax er nú kominn undir rann- sóknar- og tilraunastarfsemi, eink- um er varðar bleikju. Ekki er meiningin að leggja í mikinn til- kosmað að sinni meðan verið er að koma eldinu af staó við nýjar aðstæður, hinsvegar sé möguleiki á að auka bleikjueldið vemlega en þá þurfi jafnframt að ráðast í nokkrarendurbætur, einkum varó- andi vatnsöflun. Þaó er mestur hlutá bleikjueld- isins sem þeir Hólalaxmenn eru nú að flytja í Fljótalaxstöðina. Búið er að flytja bæði hrogn og seiði úteftir og em menn að þreifa sig áfram með eldið við nýjar að- stæður. Bleikjueldi hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi Hólalax undanfarin ár. Þannig vom á síð- asta ári framleidd 27 tonn miðað við óslægðan fisk, en árið á undan 18 tonn. Pétur sagði að ef eldið gengi vel á Reykjarhóli ætti slátr- un að geta hafist í októbermánuði. Pétur reiknar með eitthvað minni bleikjuframleiðslu á þessu ári en í fyrra, hinsvegar sé eftirspum og sala í seióum ört vaxandi. ÖÞ. Fiskiðjan fær f isk úr Barentshafinu Nýlegur frystítogari frá Murm- ansk í Rússlandi kom í fyrradag með um 170-80 tonn af þorski úr Barentshafinu til Fiskiðjunn- ar á Sauðárkróki. Að sögn for- svarsmanna Fiskiðjunnar er fyrirtækinu mjög nauðsynlegt fá fisk úr Barentshafinu til vinnslu. Öðruvíxi verði varla unnt að halda útí fiillri vinnu á tveim vöktum í frystihúsinu á Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á tækjum hjá slökkviliðinu á Blönduósi undanfarið. T.d. hafa verið keyptir tveir slökkvibílar. A síðasta ári var keyptur nýr slökkvi- og tækjabíll frá Múlatindi á Ólafsfirði af gerðinni Ford super Duty. Nýlcga var síóan keyptur vatnsflutningabíll af Mangerð. Mun hann leysa gamla Bedfordinn af hólmi og vcrður dælan af þeim bíl flutt yfir á Maninn, ásamt tank sem Sölufélag A.-Hún. gaf slökkvilið- inu. Að sögn Braga Amasonar slökkviliðsstjóra hafa bílar stöðvar- innar nú 9000 lítra flutningsgetu og er dæligetan um 6000 lítrar á mín- úntu. Tækjakaup þessi hafa kostað um 10 millj., sem þykir vel sloppið. Einstaklingur leigir Fljótaá Trausti Sveinsson ferðaþjón- ustubóndi á Bjarnargili í Fljót- um hefur tekið Fljótaá á feigu, en Siglfirðingar hafa haft ána á leigu í tæp 30 ár. Veiðifélag Fljótaár og Miklavatns gekk að tilboði Trausta, en hann lagði inn tvö tilboð og féll síðan frá hærra tUboðinu. Seinna í mán- uðinum verður gengið frá sam- komulagi þar sem ákveðið verð- ur hvort Traustí fær ána til eins eða þriggja ára. Verðið sem bændur og land- eigendur í Fljótum fá fyrir ána hækkar talsvert á þessu ári. Tilboð Trausta, sem gengið var að, hljóð- ar upp á 2,5 milljónir. Stangveiði- félag Siglufjarðar bauð 2,145 milljónir en félagið leigði ána í fyrrasumar á 1,8 milljónir. Að sögn Gunnars Steingrímssonar í Stórholti formanns Veiðifélags Fljótaár og Miklavatns hefúr veiði í ánni verið aóeins undir meðallegi tvö síóustu sumur eftir að veiðin hafi verið mjög góó á ámnum 1989-90. Trausti Sveinsson hefur einnig tekið skólahúsið á Sólgörðum á leigu í tvo mánuði í sumar og tcng- ist leigan á skólanum og ánni ferðaþjónstu sem hann rekur yfir sumarið og hefur uppi miklar hug- myndir um að auka, en segir ekki tímabært að tjá sig um þær að svo stöddu. Trausti hefur þegar selt stóran hluta daga í Fljótaá í sumar. Einnig býöur hann upp á gistingu á Sólgörðum, þar sem er góð sundlaug og heitir pottar. Króknum og í húsinu á Ilofsósi, kvóti heimaskipa og fiskur af mörkuðum dugi þar ekki til. Við skoðun heilbrigðisfulltrúa í skipinu reyndist allt í mjög góðu lagi varðandi hreinlæti um borð, en skipið er svo til nýtt, síðan í ágúst sl. og hefur það í millitíð- inni einungis komið til heima- hafnar til að taka veiðarfæri. Að sögn verkstjóra í Fiskiðjunni er ljóst að Rússamir eru famir að vanda mjög til meðferðar hráefn- is og hafa þeir greinilega veitt eft- irtekt þeim auknum kröfum sem gerðar em til vömvöndunar og gæða í matvælaframlciðslu. Bræla og ótíð hefur verið á miðunum undanfarið. Þrátt fyrir þaó hefur gengið þokkalega hjá Hegranesi og Drangey sem em á veiðum fyrir noróan land og munu landa á Króknum næstu daga, Hegranes á fimmtudag og Drangey eftir helgi. Skafti og Skagfirðingur em hinsvegar á karfaveiðum fyrir austan og sunn- an, þar sem meira hefur brælt. Þau munu sigla meó aflann til Þýska- lands. —ICTcn??II h|DI— Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA y[Mf[bílaverkstæði ÆM rn rn rn sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílavi&ger&ir * Hjólbaröaverkstæ&i SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR * SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.