Feykir


Feykir - 26.01.1994, Page 2

Feykir - 26.01.1994, Page 2
2 FEYKIR 4/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublað með viröisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Landskeppni kaupstaða í karaoke á Nv-landi Landsliðið í karaokc, sem stcndur fyrir landskeppni í þcssari grein söngs, er að hefja för sína um landið með undankcppnir, en í vetur fer fram keppni kaupstaða í annað sinn. Sigurvegari verður krýndur í hverri kcppni sem full- trúi hvers kaupstaðar í loka- kcppninni sem fer fram á Hótel Islandi laugardaginn 28. maí nk. Keppnin í íyrra fór í alla staði vel fram, segir í tilkynningu frá lands- liðinu, sem þeir skipa: Jónas Frans kynnir, Einar Bjömsson tœknimaður og Þór Breiðfjörð, sem er sérstakur gestur. Segja þeir velheppnaða kcppni í fyrra að þakka góðu samstarfi við forráðamenn þeirra veitingarhúsa sem hýstu keppnina á hverjum stað. Alis hafi tæplega þijú hundruð manns í 26 kaupstöðum og kauptúnum tekið þátt og sé þetta langstærsta söngvara- keppni sem haldin hafi verið í landinu. Karaokekeppnin á Norðvestur- landi verður á dagskrá á Hótel Læk á Siglufirði 18. febrúar, Hótel Blönduósi 12. mars og á Hótel Mælifelli á Sauóárkróki 25. mars. Körfubolti: Tap og sigur kvenna Stelpurnar í Tindastóli létu veður ekki aftra sér sL föstudag og hcldu til Keflavíkur, þar sem þeirra beið keppni við IBK í 1. deildinni. Heimastúlkur höfðu betur í leikn- um, enda með mun reyndara lið, og að auki vantaði Petrönu Buntic Icikmanninn stcrka í lið Tindastóls. Keflavík var sterkari aðilinn lengst af og urðu lokatölur 63:48. Keflavíkurliðið hefur verið þaö stcrkasta í deildinni um nokkurt skeið, en ljóst er að með sama áframhaldi, er þess ekki langt að bíða að hið efnilega lið Tindastóls fari að velgja þeim verulega undir uggum, altént sagðist Kári Marísson þjálfari hafa verið ánægður með margt í þessum leik. Bima Valgarðsdóttir var stiga- hæst í liði Tindastóls með 12 stig, Inga Dóra Magnúsdóttir kom næst með 11, og þær frænkumar Selma Bardal og Kristín Magnúsdóttir skoraði lOstighvor. Meginuppistaða liðsins tók síðan þátt í fjölliðamóti stúlknafiokks í Grindavík og vann þar alla sína leiki. Vel skiljanlegt I Feyki 12. janúar birtist greinargerð mín um lýðræðislega aðferð óreynda, sem vert væri að athuga vegna samstarfs sveitarfélaga og sömuleiðis innan ósamstæóra sveitarfélaga. Efríið er framandi og vandkynnt í stuttu máli. Ég þóttist vita, að Feykir ætti ekki rúm fyrir eins langa grein og þyrfti til að efnið yrði ljóst í hröðum lestri, cn ég óskaði birtingar í þeirri von, að greinin vekti athygli með aðfcrðina. Það er því vel skiljanlegt að fram skyldi koma athugasemd vegna greinarinnar í blaðinu 19. jan. sl„ þar er kvartað yfir því að efnið sé óskiljanlegt Norölendingum. Einhverjar undantekningar eru þó um það. Til marks um það er, að ritstjóri Flóans, sem er Norðlendingur, hringdi í mig, þegar hann fékk sams konar grein til birtingar, og harmaði, þar sem að dráttur yrði á útgáfu Flóans eftir áramót, að hún hefði borist blaðinu of seint til birtingar fyrir jól. Ég er til viðræðu við hvem sem er um málið. Björn S. Stefánsson. Þá þorðu menn að vera þeir sjálfir Þegar ég dvaldi við nám á Sauðárkróki lyrir röskum 20 ámm, sá ég gjörla að þar var litríkt og skemmtilegt mannlíf. Þá þorðu menn enn að vera þeir sjálfir- þar sem annars staðar. Nú hefur hin sérstæða og sjálfstæða mannvit- und verið á undanhaldi um hríð fyrir nýjum straumum í þjóðfélag- inu. Séreinkenni í persónugerð eru sem víðast að hverfa. Allt virðist eiga að markast sömu dráttum í dag eftir einhæíii uppeldiskorti. Þvílík hörmung verður íslenskt mannlíf eftir svo sem fimmtíu ár miðað við sömu þróun. Aður báru menn sérmerki sín með stoltum og fijálsum brag, en nú til dags vilja flestir vera steyptir úr sama mótinu. Það er eins og ekkert sé óttalegra en að skera sig úr fjöldanunr. Tuttugu ár eru svo sem ekki langur tími á öld hraðans, en þau geta samt algerlega breytt svip- móti, jafnt mannlífi sem bæjar- heilu húsahverfin frá því fyrir 20 árum og margt setur svip sinn á bæinn í dag sem ekki átti tilvist þá. Byggingar fjölbrautaskólans em fyrirferðarmiklar, enda er þar um að ræða nokkurs konar keis- aradæmi Jóns Hjartarsonar hins skeggprúða, sem agar baldna nemendur og óstýriláta ritstjóra jöfnum höndum! A Sauðáricróki em nú verslan- ir og fjölbýlishús þar sem áður var jörðin ein og hafa þessar bygging- ar sprottið upp á þessum tuttugu ámm með milum krafti skagfir- skrar skipulagsgáfu. Framtíðarsýn Jóhanns Guðjónssonar árið 1972 um byggingarþróun á Sauðár- króki virðist skila sér nijög vel, enda spáði þar glöggur maður um mál á sínu sviði. En efnislegar framfarir mega ekki raska þeim andlega gmnni sem skagfirsk persónugerð hvílir á. Frjálsleg og hreinskiptin við- horf Skagfirðingsins þurfa að lifa Frásögn Rúnar er ffá þeim tíma er hann var í Iðnskóla á Krók fyrir 20 árum. brags. Ég trúi því og vona, að menn á Sauðárkróki sem annars staðar á landinu okkar, geri átak í því að vera þeir sjálfir sem lengst, vera í takt við uppmna sinn og ís- lenska arfleifð. Ég er sannfærður um það að skagfirskar dyggðir og hefðir verða ekki látnar svo glatt í skiptum fyrirevrópsk sýndarveiö- mæti á markaði frjálshyggjunnar. En snúum okkur nú að dvöl minni á Sauðárkróki forðum! í þessum vaxandi bæ em nú risin FaxnúmerFeykis er 36703 áfram í þessu nýja og breytta um- hverfi og eiga þar sín vaxtarskil- yrði í réttum jarðvegi. Ég tala hér um frjálsan brag, því mér er í minni saga um atburð einn sem mun hafa átt sér stað á Sauðár- króki á ámnum milli 1930 og ‘40. Þá var þar ungur maður, skag- firskur að sjálfsögðu, sem átti það til að skokka um götur bæjarins sér til vaxtar og viðgangs. Ef hlýtt var í veðri var ekki öðm tjaldað til af fötum en sundskýlu. Þótti sum- um maðurinn frjálslegur í háttum og vom nokkrar sjötugar konur hneykslaðar á þessum strípling, en þær sem á annað borð sáu til ferða hans, urðu allar líflegri og sennilega hefur hormónastarfsemi þeirra heldur aukist en hitt og varla verið vanþörf á! En svo var það eitt sinn, senni- lega síðsumars, að þessi umtalaði hlaupagikkur fór af stað að kvöld- lagi á sprett, og þar sem mjög hlýtt var í veðri var hann aðeins í sundskýlunni. Nokkuð var orðið skuggsýnt en þó ratljóst. Hljóp nú vinurinn allargöturaf kappi miklu og stælti sig sem mest. A sama tíma var skeggjaður öldungur á ferð um götur bæjar- ins. Var það tengdafaðir sýslu- mannsins, sem dvaldi um þessar mundir hjá dóttur sinni og tengda- syni. Gamli maðurinn var í þung- um þönkum, enda andlegrar stétt- ar maður og vanur hugleiðingum af háum toga. En bratt kom að því að hann var truflaður í sínum and- legu þönkum. Skyndilega kom í flasið á honum maður einn á harðahlaupum, virtist sá kviknakinn og til alls líklegur! Þóttist sá gamli þegar sjá að þama væri snarvitlaus maður á ferð og vissara væri að gæta sín. Hrökklaðist hann dauðskelfdur upp að húsvegg, en hinn geystist framhjá sem fugl flygi og var brátt horfinn! Öldungurinn stóð eftir og vissi varla hvað fyrir hann hefði borið. Hann staulaðist þó heim í sýslumannshús og tjáði þar fólki sínar farir ekki sléttar. Hann hefði mætt einhverjum manni á harða- hlaupum, klæðlausum og bersýni- lega viti sínu fjær! Hvemig væri eiginlega komið fyrir siðmenn- ingu á Sauðárkróki, Jjegar svona lagað ætti sér stað? Ekki hrukku þau sýslumaður og kona hans hátt við þessar frett- ir, enda þóttust þau strax vita hvemig í málum lægi. Róaðist karl von bráðar og gekkst inn á þann skilning að líklega væri til eðlileg skýring á þessu atviki. Kom það líka á daginn, að ckki hafði annað gerst en það, að einn Sauðárkróksbúi hafði sem oftar leyft sér að vera firjáls en ckki fjöldans þræll! I unga manninum bjó neffiilega þessi sjálfstæða vit- und og þessi frjálsi bragur sem hver Islendingur þarf að varðvcita í sjálfum sér sem lengst og best. Ritað 15. janúar 1994.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.