Feykir


Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 3
3/1994 FEYKIR3 I snjó og hálku Þeir eru ekki öfundsverðir sem hafa þurft að fara gangandi um bæinn í hálkunni undan- farið, sérlega ef golað hefur. Þannig rakst blaðamaður Feykis á einn kennara fjöl- brautaskólans á fjórum fótum núna fyrir helgina, og hafði honum orðið fótaskortur á svellbunka ofan verknáms- hússins. Þessi ágæti maður sagðist vonast til þess að hann færi að snjóa hressilega því þá gæti hann stungið fótunum kirfilega ofan í snjóinn og þyrfti ekki að óttast að lenda á hnakkanum eða trýninu í næsta fótmál, með tilheyrandi hættu á beinbrotum og öðrum meiðslum. Og manninum varð að ósk sinni að nokkru leyti. Strax um kvöldið fór að snjóa og snjóaði bara þónokkuð miðað við það sem Króksarar eiga að venjast, en varla þó nóg til þess að hálkunnar undir snjónum gætti ekki fyrir gangandi vegfarandur, og vart þarf að taka fram að öku- menn hafa sumir hverjir lent í erfiðleikum vegna erfiðrar akst- ursskilyrða. A dögunum var í Feyki gert svolítið þras út af snjómokstri í bænum. Þessar línur eiga ekki að vera framhald af því múðri, og að sjálfsögðu er ekki hægt að gera stjórnendur bæjarins eða bæjar- starfsmenn ábyrga fyrir duttlung- um náttúrunnar og hringlanda í veðurfari. En svo skemmtilega vildi til þegar flett var upp í 10 ára gömlu Feykis-blaði, að einmitt er þar að finna hugleiðingu um snjó og snjómokstur. Fer höfundurinn skemmtilega með pennann og er ekki síður gagnrýnni en sú rödd sem höfð var uppi í Feyki fyrir skemmstu. Við tökum bessaleyf- ið og birtum svolítinn kafla úr greininni sem birtist Undir Nöfum. „Þótt nú sé vetur hefur lítinn snjó sett hér niður og bæjarfélag- ið lætur moka snjó af götum svo færð er góð fyrir hina heilsugóðu menn á besta aldri, sem hafa góó- ar tekjur og hreyfa sig um bæinn sitjandi á rassinum í bíl. Þessa menn kalla sumir aumingja (til aðgreiningar frá hinum virkilegu eymingjum), en það er ekki sanngjarnt, því á herðum þeirra hvíla mörg ábyrgðarmikil verk- efni. Til dæmis ráóa þeir bæjar- málum og ýmsu öðru. Gamalmenni og „eymingjar" Nokkuð sem einkennir þá er að þeir hafa svo mikið að gera. Þess vegna verða þeir að flýta sér á milli húsa í bílum og þess vegna hafa þeir ekki tíma til að skilja aðrar þarfir en sínar eigin. Af þessu öllu hefur svo þróast hjá þeim býsna skemmtilegur húmor. Hann birtist t.d. í þessu að láta moka snjó af götunum upp á gangstéttir, svo þær verða stórhættulegar yfirferðar. Þetta er nefnilega allt í lagi, því á gang- stéttunum em á ferðinni böm og unglingar sem ekki hafa kosn- ingarétt, húsmæður sem láta karl- ana ráða og gamalmenni og eymingjar sem engar kröfur gera. Og satt að segja eigum við erfiða ferð um gangstéttir bæjar- ins. Sums staðar hafa myndast stærðar fjöll á gagnstéttum; af- mokstur af götum. Böm og ung- lingar klífa þau auðveldlega eða skoppa yfir götuna ef betur er fært þar. Húsmæður undir Nöf- um hafa lflca löngum bjargað sér. Það eru gamalmennin og eymin- gjarnir sem lQclega eru skemmti- legust þegar þau laumast út á ak- brautimar til þess að komast fyr- ir farartálma. Þá koma þessi heilsugóðu á besta aldri á bílun- um sínum og flauta á þessi gam- almenni og eymingja sem kunna ekki umferðarreglumar. Það hlýt- ur að vera ofsagaman að sjá fát- ið sem grípur gamalmennin og eymingjana þegar þau reyna að bjarga sér. Annars keyra bílamir bara yfir fólkið eins og dæmin sanna. Einbýlishús til sölu! Til sölu einbýlishúsió nr. 7 við Eskihlíð á Sauðárkróki. Húsiö er fimm herbergja, um 150 fermetrar að gólffleti ásamt tvöföldum bílskúr. Skipti á minni eign kemur vel til greina. Upplýsingar í síma 35670 og 35470. Þorbjörn Árnason lögmaóur. Svar við dulbúinni auglýsingu Einar Sigtryggsson ritaði at- hugasemd um það í síðasta tölu- blaði Feykis, hvemig fréttamaður Útvarps hefði komið inn tor- tryggni hjá hlustendum vegna lækkunar vöruverðs í kjölfar lækkunar virðisaukaskatts. Frétta- maður vill því koma eftirfarandi á framfæri. I fyrsta lagi var ekki um neina frétt að ræða heldur spurningu dagsins sem vegfarendur á Sauð- árkróki svöruðu. Spurningin var samin af fréttamönnum Utvarps Norðurlands og hljóðaði svo: Hefur þú oröið vör eða var við að verð á matvöru hafi lækkað í kjöl- far lækkunar virðisaukaskatts? Svör viðmælenda vom flest á þann veg að þeir hefðu ekki orðið varir við lækkunina, að minnsta kosti ekki nóg, nokkrir töldu þó svo vera og einn viðmælenda til- greindi að verð á unnum kjötvör- um hefði lækkað um nokkrar krónur. Þessi svör komu án nokk- urs þrýstings frá fréttamanni og var aldrei komið inn á það að matvöruverslanir í Skagafirði hefðu ekki staðið sig meö að lækka samkvæmt fyrirmælum hins opinbera eins og skilja má á skrifum Einars að fjallað hafi ver- ið um. Helst er á skrifum hans að skilja að hann hafi ekki áttað sig á um hvað var spurt, eða að hann hafi ekki heyrt spuminguna. Málið snerist alls ekki um það hvort að féttamaðurinn hefði átt að spyrja eiginmann sinn, deildar- stjórann, um þetta mál því spum- ingu dagsins var ekki beint að honum. Þar að auki eru athuga- semdir af þessu tagi ósmekklegar og sendar undir beltisstað þegar rök skortir. Hefði þá ekki títt- nefhdur Einar átt að taka það fram að hann skrifaði sem faðir eig- enda Hlíðarkaups? Að Iokum, Einar, þarf vart að taka það fram eina ferðina enn, að í síðustu verðkönnun á Sauðár- króki hafi Hlíðarkaup verið með lægsta vöruverðið; því ef þú hlust- ar jafngrannt á Útvarp Norður- lands og þú virðist gera, ærti ekki að hafa farið fram hjá þér að þeirri verðkönnun var margoft gerð skil í fréttum og það þrátt fyrir að fréttamaður sé gift einum af deild- arstjórum Kaupfélags Skagfirð- inga. Hefði ekki verið hreinlegra að auglýsa bara í Feyki og greiða fullt verð fyrir það? María Björk Ingvadóttir fréttamaðurRÚV. Fasteign til sölu! Tilboð óskast í fasteignina Raftahlíð 7 a sem er 70 fermetra endaraðhús. Eignin er laus til afhendingar. Tilskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar í síma 35884 eftir kl. 18,00 (María Lóa). Þorramatur! Súrmaturinn hefur aldrei verib betri. Sviðasulta blóðmör pungar lundabaggar sviðalappir grísasulta lifrapylsa eistnavefjur bringukollar þorrabakkar Verblækkun á áleggi Odýrt - Odýrt unghrossasaltkjöt Hrossaframpartar af nýslátruðu: 115 kr. pr. kg. til afgreiðslu í Sláturhúsi. Verslanir Kjötvinnsla Sláturhús.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.