Feykir


Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 5
4/1994 FEYKIR5 „Núna er þetta orðið barnaleikur miðað við það sem það var" Spjallað við Odd Sigurðarson um sjálfboðavinnu fyrir Kormák og fleira Aö margra áliti tilheyrir hugsjónamennskan fortíö inni. Þó fyrirfinnst enn í dag hugsjónafólk, til að mynda hafa nokkrir ungir menn á Hvammstanga í tæpan áratug staóió að út- gáfu auglýsingablaðsins Sjónaukans. Það er gefið út í nafni ungmennafélagsins Kormáks og nýtur félagið alls hagnaóar af útgáfunni, en vinnsla þess hefur ætíð verið í sjálfboóavinnu. Þaó þætti sjálfsagt mörgum mikil kvöó aö vinna að jafnaöi 6-8 tíma í sjálf- boóavinnu á viku hverri, stundum meira, en þetta telja drengirnir á Hvamms- tanga ekki eftir sér. Þrátt fyrir aö auglýsinga- og sjónvarpsdagskrárblöð séu eitur í beinum þeirra er standa að útgáfu fréttablaða, hafði Feykir samband við annan þeirra sem starfað hefur frá upphafi að útgáfu Sjónaukans, Odd Sigurðarson rafeindavirkja. Hinn er Arsæll Daníelsson. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að brasa við að auglýsa kvikmyndasýningarhéma í félags- heimilinu og fengum að ljósrita hjá Ingólfi í Sparisjóðnum. Þá kom hann með þá hugmynd að við ættum að gefa út auglýsinga- blað. Við slógum til og fyrst í stað var þetta sett upp við frumleg skil- yrði hjá okkur og prentað í Húna- prenti. Fljótlega kom í ljós að með þessu móti stóð útgáfan rétt undir sér, þannig að við fórum út í að fjárfesta í eigin tækjum. Oft unnið til fjögur á nóttunni Fyrst í stað keyptum við ljósrit- unarvél, sem borgaði sig upp á einu ári, þá var farið í að kaupa prentvél og síðan hefur tækjakost- urinn verið bættur enn frekar, þannig að í dag erum við orðnir vel settir hvað búnað varðar. Sér- staklega eftir að við fengum okkur brot- og röðunarvél fyrir ári, sem sparar okkur mikinn tíma og fyrir- höfn. Núna er þetta eiginlega bamaleikur miðað við það sem var lengi vel, en þá kom vorum vió að vinna til þrjú fjögur að nóttunni öllu jöfnu. Við vinnum blaðið á mánu- dags- og þriðjudagskvöldum og dreifum því síðan með póstinum á miðvikudagsmorgnum. Eini gall- inn í dag er hvað auglýsingamar berast stundum seint til okkar. Við eram kannski ekki nógu harðir að setja mönnum tímamörk, en það er líka erfitt að setja stólinn fyrir dymar, því stundum ber hlutina hratt að hjá fólki". Heldurðu aó blaðið njóti meiri velvildar hjá fólki, út á að það er ungmennafélagið sem nýtur góðs af? „Já, ég býst við því og þess vegna séum við ekki bankaðir eins fast þegar einhver mistök eiga sér stað, eins og alltaf geta komið fyr- ir. Það er enginn vafi að Kormák- ur nýtur mjög góðs af útkomu blaðsins, hefur af því bæði óbein- an og beinan hagnað, þó innkom- an hafi að miklu leyti enn sem komið er farið í tækjakaupin". Auk starfs síns við Sjónaukann hefur Oddur einnig gegnt staríi gjaldkera í stjóm Kormáks síðustu átta árin. Hann er einn þeirra sem vill beita sér fyrir byggingu í- þróttahúss á Hvammstanga. Ofvaxinn leikfimisalur á Laugarbakka „Menn sjá fram á nauðsyn þess að hér rísi hús, en það eru náttúr- lega mismunandi skoðanir um hver stærð hússins á að vera. Best væri ef við mundum ráða við að byggja stórt hús með löglegum handknattleiksvelli. Eg hef verið að kynna mér rekstur þess konar húss í Þorlákshöfn, og sýnist að mióað við þann kostnað sem sveitarfélagið og ungmennafélag- ið þarf að leggja út vegna afnota í- þróttahússins á Laugarbakka, sé vel forsvaranlegt að byggja svona hús hérna. Kormákur þarf að greiða um 200 þúsund krónur á mánuði í leigu og akstur végna níu íþróttatíma í viku á Laugarbakka. Menn sjá að það yrði mikið óhag- ræði og kostnaður í því í framtíð- inni að þurfa að keyra bömum og unglingum í tíma á Laugarbakka, og að mínu mati er húsið þar líka óhagkvæmt, Ld. að því leyti að ör- yggisvæði vantar meðfram leik- völlum. Þetta hús er í rauninni of- vaxinn leikfimissalur". Rafeindaverkstæði sitt hefur Oddur rekið í rúman áratug, eða síóan hann lauk námi í greininni við Iðnskólann í Reykjavík. „Það mætti vera meira að gera. Þjónustusvæðið er ekki stærra en svo að vinnan jafnar sig upp með 40-50% starf. Ég var fyrst í stað með vísi að verslun með, en gafst upp á að liggja með vaming eins og t.d. sjónvarpstæki, þar sem að það er mjög dýrt. Ég er hinsvegar fólki innanhandar með val á tækj- um og útvega þau ef þess er ósk- að? Ætluðu að gleypa of stóran bita Þegar vinnan er ekki meiri, hefur þá ekki hvarflað að þér að fly tja burtu af staðnum? „Nei aldrei alvarlega, maður er nú fæddur og uppalinn héma. Ég reyndi á tímabili að vera í annarri vinnu með, en það gekk ekki upp, komu alltaf upp árekstrar, þannig að það þýðir ekkert annað en vera neyslugrannur og láta þetta duga". Hvaða kosti sérðu við að búa á Hvammstanga? "Við erum í mjög góðu vega- sambandi héma og komumst yfir- leitt allra okkar ferða. Það hefur að vísu ríkt héma stöðnun á undan- fömum árum. Einstaklingar hafa t.d. ekki byggt. Það húsnæði sem risið hefur er í félagslega íbúða- kerfinu. Brasið í kringum Meleyri á tímabili var auðvitað töluvert á- fall og kom í veg fyrir aö íbúa- fjölgun ætti sér stað. Eins var það mikið áfall hvemig hefur farið með útgerðarmálin, að fjórir bátar skyldu fara úr byggðarlaginu á skömmum tíma. Þar æfluðu menn sér að gleypa of stóran bita í einu. Þetta var allt þegar á reyndi undir- fjármagnað, framsýni skorti, menn töluðu ekki nógu hreint út um hlutina og samstarfsviljann skorti. Stórvirkin verða aldrei unnin af einum eða tveimur mönnum, þar þurfa fleiri að koma til, þó svo eld- hugarnir veröi að vera til staðar. Annars gerðist hér stórkosfleg- ur hlutur á síóasta ári, sem ég held að menn hafi ekki áttað sig al- mennilega á hvað er þýðingarmik- Oddur Sigurðarson við vinnu ill. Það er að við skyldum fá að endurbyggja sjúkrahúsið, sem þýðir að þessi þjónusta verður hér til staðar áfram. Heilbrigðisþjón- ustan er náttúrlega einn af grunn- þáttunum fyrir vexti og viðgangi byggðarlagsins. Einnig var mjög gott að áframhaldandi starfsemi á rafeindaverkstæði sínu. Meleyrar skyldi tryggð og stoðum skotið undir rekstur sauma- og prjónastofunnar Drífu. Þá má ekki gleyma einu nýju atvinnusköpun- inni sem eitthvað hveður að, stofh- un íguls hf. Allt eru þetta mikil- væg störf, og þau er ekki auðfeng- in", sagói Oddur að endingu. Fasteign til sölu! Til sölu tveggja herbergja íbúð aó Skúlabraut 14 á Blönduósi. Upplýsingar gefa Anna og Sævar í síma 24649 og Gísli í síma 24321. SCANDIC PARKET mmmgmmm Scadic parket er íslensk gæðaframleiðsla Gegnheilt spónaparket sem má slípa oftar en einu sinni Hentar jafnt fyrir heimili og stofnanir Gefur sérhverju herbergi glæsilegt nýtísku útlit Ódýrt, slitsterkt og rakaþolið Auðvelt að leggja og þrífa Borðastærð í 12 mm þykkt er 22,5x122,5 sm, 2,205 fm í pakka Borðastærð í 22 mm þykkt er 39x248 sm, 2,9 fm í pakka Lakkað í tveimur umferðum með sýruhertu glæru lakki Hægt að sérpanta bæsað í mörgum litum Bygginga- vörudeildir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.