Feykir


Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 4/1994 GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. 121. Gísli sat við skip um haustið, en um morgun- inn áður en hann reið þaðan, talaði hann til fylgdar- manna sinn: „Nú skulum vér ríða í litklæðum í dag og látum skógarmanninn það sjá, að vér erum eigi sem aðrir förumenn, er hér rekast daglega". Grettir sá að þrír menn riðu sunnan yfir Hítará, og skein á skrúöklæðin og smelta skjölduna. Var honum forvitni á að finna þá, er svo mikið gambraði, tekur nú vopn sín og hleypur ofan. 122. Gísli mælti: „Maður fer ofan úr hlíðinni og heldur mikill. Veróum nú við rösklega, því að hér ber veiði í hendur". Grettir kom að í því og tók til klæðasekks, er Gísli hafði fyrir aftan sig við söóul sinn, og mælti: „Þetta mun ég hafa. Ég lýt oft að litlu". „Vera má að þér þyki lítið", segir Gísli, „en held- ur vil ég láta þrjá tigu hundraða. En ofarlega mun liggja ójafhaður í þér, og sækjum að honum piltar. 123. Grettir lét hefjast fyrir og veik að steini þeim, er þar stendur við götuna og Grettishaf er kallað, og varðist þaðan. Gísli eggjaði fast fylgdarmenn sína. Grettir sá nú, að hann var eigi slíkur fullhugi, sem hann lést, því að hann stóð jafhan að baki mönnum sínum. Gretti leiddist nú þófíð, og sveipaöi saxinu og hjó annan fylgdarmann Gísla banahögg og hljóp nú frá steininum og sótti svo fast, að Gísli hrökk fyrir allt út með fjallinu. Þá féll annar förunautur Gísla. 124. Grettir mælti þá: „Það sér lítt á, að þú hafir víða vel fram gengið, og illa skilst þú við þína félaga". Gísli svarar: „Sá er eldurinn heitastur, er á sjálf- um liggur, og er illt að fást við heljarmanninn". Kastaði Gísli þá vopnunum og hefur á rás á und- an út með fjallinu. Grettir gefur honum tóm til að kasta því, sem honum líkar, og í hvert sinn er Gísli sér ráðrúm til, kastaði hann einhverju klæði. Fór Grettir aldrei harðara efbr en sund var á milli þeirra. Feykir fyrir 10 árum Góð byrjun dugði ekki í Njarðvík Tindastólsmenn byrjuðu leik- inn vel gegn Njarðvíkingum í úrvalsdeildinni sl. sunnudags- kvöld. Það var undir lok fyrri hálfleiks sem Njarðvíkingar náðu góðum leikkafla og lögðu þar með grunninn að sigri sín- um. Lokatölur í leiknum urðu 90:74 fyrir Njarðvík. Verður sú frammistaða að teljast nokkuð góð, þar sem að Njarðvíkingar eru trúlega með eitt besta lið landsins í dag og það reynslu- mesta. Forskot það sem Njarðvíking- ar náðu undir lok fyrri hálfleiks var of mikið til að Tindastóls- menn næðu að vinna það upp í þeim seinni. Tindastóli hafði tek- ist að halda hraðanum niöri í leiknum þar til um 5 mínútum fyrir leikhlé að heimamönnum tókst að keyra upp hraðann með því að spila pressuvörn út um all- an völl. Á þessum tíma skoruðu Tindastólsmenn einungis tvö stig. Staðan í leikhléi var 50:35. Páll og Róbert skoruðu 21 stig hvor fyrir Tindastól, Ingvar Ormarsson 8, Sigurvin Pálsson 8, Lárus D. Pálsson 7, Ómar Sigmarsson 5 og Hinrik Gunnarsson 4. Páll Kolbeinsson var í aðal- hlutverki hjá Tindastólsmönnum í leiknum og einnig lék Róbert Buntic mjög vel. Sigurvin Páls- son lék sinn fyrsta leik með Tindastóli og virðist þessi ungi piltur lofa góðu. Til stóð að Tindastóll léki gegn KR-ingum syðra á föstu- dagskvöldið, en þeim leik var frestað þar sem tvísýnt var með færð, og veðurútlit slæmt. Leikur- inn hefur nú verið settur á næsta föstudagskvöld og á þriðjudags- kvöld er síðan von á Grindvíking- um í heimsókn. Jón Arnar með met Jón Arnar Magnússon Tinda- stóli setti um helgina Islands- met í sjöþraut innanhúss á Meistaramóti íslands. Jón Arnar hlaut 5457 stíg og bætti eldra metið sem hann átti sjálfur um rúmlega 300 stig. Ólafur Guðmundsson HSK, frændi Jóns, varð í öðru sæti með 4911 og í þriðja sæti kom síðan Húnvetningurinn Friðgeir Halldórsson. Friðgeir hlaut 4512 stig. Arangur Jóns Amars í þraut- inni var eftirfarandi: 50 m hlaup 5,9 sek., langstökk 7,32 m, kúlu- varp 14,32 m, hástökk 2,06 m (héraðsmet), 50 m grindahl. 6,9 sek., stangastökk 4,40 m og 1000 mhlaup 3:06,7 mín. í frétt af héraðsmóti í frjálsum íþróttum nýlega var tilgreindur rangur tími hjá Helga Sigurðssyni í 50 metra hlaupi. Réttur tími er 6,0 sek. en ekki 7,1 eins og sagt var. Skelveiðar kærkomin búbót á Tanganum Veiðar á hörpuskel hafa geng- ið vel í vetur. Tveir bátar eru gerð- ir út á þessar veiðar frá Hvamms- tanga og fundu þeir ný mið á Miðfirði í vetur. Aflinn sem á land berst er unninn hjá Meleyri. Þessar veiðar veita 15-20 manns atvinnu. Að sögn Þórðar Skúlasonar sveitarstjóra á Hvammstanga hafa þessar veiðar hindrað atvinnuleysi á Hvammstanga í vetur. Línu- veiðar hafa undanfarin ár verið stundaðar frá Hvammstanga. Þær drógust saman vegna aflaleysis og eru ekkert stundaðar í vetur. Bílar ekki gangsettir vegna ófærðar Mikil ófærð hefur verið um Húnaþing allt síðan um jól. Hefur því verið minna um mannamót en oft er á þessum árstíma. Vitað er að fólk var flutt á snjósleðum úr nýársboðum í Vatnsdal og víða voru þeir einu samgöngutækin, sem sæmilega komust leiðar sinn- ar. Messur féllu niður í mörgum kirkjum um jól og áramót og bamaskemmtanir féllu niður í Bólstaðarhlíðarhreppi, Vatnsdal og Víðidal. Jón í Artúnum segir snjó þar um slóðir með meira móti og sömu sögu segja menn úr Vatnsdal. Vegna ófærðar gang- setti Kristófer í Köldukinn ekki bíl sinn í hálfan mánuð, frá að- fangadegi að telja, og telst slíkt til tíðinda. Samgöngur við aðra lands- hluta hafa veriö mjög stirðar og iðulega hafa ferðamenn orðið hríötepptir á leið sinni. Gest- kvæmt hefur því verið vegna þessa, sérstaklega á bæjum í Hrútafirði, í Staðarskála og á Hót- el Blönduósi. Einnig hefur fólk á leið norður oft þurft að gista á Hreðavatni eða Borgarnesi. T.d. komst sumt af því fólki sem lagði af stað norður föstudaginn 6. jan- úar ekki til Blönduóss fyrr en miðvikudaginn 11. janúar. Jónas Árnason á Skagaströnd Þið munið hann Jónas, var yf- irskrift kvöldvöku sem Leik- klúbbur Skagastrandar gekkst fyr- ir að kvöldi 28. desember sl. Þar var lesið upp úr verkum Jónasar Árnasonar og sungin ljóð eftir hann. Hápunktur skemmtunarinn- ar var þá Jónas sjálfur kom upp á sviðið, spjallaði við fólkið og stjómaði fjöldasöng. M.a. gerói frumsaminn bragur mikla lukku, sem Jónas kvaðst hafa ort um Skagstrending, sem hann var með á togara. Var sá í mjög léttum dúr, enda kveðinn í tilefni dagsins og tóku samkomugestir kröftuglega undir í viðlaginu. Magnús B. Jónsson sagði að skemmtunin hefði tekist mjög vel, og veriö vel sótt miðað við það að bæði Dallas og Bubbi voru sam- hliða í sjónvarpinu. Vegna ófærðarinnar var erfitt að að ná Jónasi norður yfir heið- ar og varð að senda tvo menn á jeppa suður og voru þeir á sjö- unda tíma að berjast frá Kópa- reykjum með skáldið og komu ekki til Skagastrandar fyrr en skömmu áður en samkoman átti að hefjasL Einar Sigtryggsson: Huc jleiðing Frelsisstríð háðu EES samning feður vorir, Alþing samþykkti, sigurreifir stjórnarskrá þraut með sigg í lófa. stýrði valdníðslu. Veraldarvaskir Mat að engu valdið sóttu. okkarforseti Sýndu samhug meirihluta þjóðar, og sóknarmátt. mannvits-hugsjónir. Ognaði um aldir Aldrei skal lúta okkarþjóð hafis, erlendu valdi, úr iðrun jarðar framtíð byggja eldar brunnu. með fyrirhyggju. Sultur og seira Leysum úr lœðingi sátu á verði, lífskraft þjóðar, á köldu skeri úrfjötrum skulda íkafaldsbyl. skal frjáls þjóð rísa. Fljóta aðfeigðarósi Æskan og óbornir flokksleiðtogar, erfa landið, heimta hervernd fylgi framsali háðirNato. fornar dygðir, Meðfjöregg Islands trúarmáttur og aðfótakefli traust í orði sjálfstœði þjóðar seiðmagni gifta sett að veði. greinda kynslóð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.