Feykir


Feykir - 26.01.1994, Page 7

Feykir - 26.01.1994, Page 7
4/1994 FEYKIR7 Nauðasamningar Slátursamlags í gegn Glansmynd dregin upp af skuldunaut félagsins í fjölmiðlum Nýlega staðfesti Héraðsdómur Norðurlands vestra nauða- samninga sem Slátursamlag Skagfirðinga gekk í gegnum í haust. Lýstar kröfur námu um 80 milljónum og falla kröfu- hafar frá helmingi þeirra. 12,5% krafhanna, 10 milljónir króna, er verið að greiða um þessar mundir, en þrír fjórðu hlutar sem eftir standa, 30 milljónir, verða síðan greiddir með skuldabréfi til fimm ára. Sú erfiða staða sem Slátursam- lagið komst í á sl. ári má að sögn forráðamanna að tals- verðu leyti rekja til gjaldþrota tveggja kjötkaupenda á höfuð- borgarsvæðinu, en hvor um sig skulduðu þessir aðilar Slátur- samlaginu á þriðja tug millj- óna. Ljóst er að nokkrir aðilar í héraði tapa stórum upphæðum vegna þeirrar erfiðu stöðu sem Slátursamlagið komst í og leiddi til nauðasamninganna. Stærstu kröfuhafar voru Búnaðarbanki Islands með 42 milljónir króna, Vöruflumingar Bjama Haralds- sonar með tæpar 2,3 milljónir, KS og íslandsbanki með 1,5 milljónir hvor. En flestir kröfu- hafa voru bændur. Einn þeirra átti 1,7 milljónir hjá Slátursamalag- inu og nokkrir um milljón. Það var því ansi kaldhæðnis- legt fyrir þessa aðila, þegar á sama tíma og héraðsdómur stað- festi nauðasamninginn, birtist glansgrein mikil og fjölskyldu- mynd á baksíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins af öðrum stóru kjötkaupendanna í Reykjavík sem Slámrsamlagið fór verst út úr vióskiptum sínum við. Þessir aðilar sem nú em hættir kjötsölu, vom þar að auglýsa hve frábær- lega þeim hafði tekist til með út- flutning á laxi. Það svo að þeir önnuðu ekki eftirspum og verk- unaraðferðimar höfðu þeir lært af afa sínum, sem kenndur var við kjötbúðina Borg. Agnar Gunnarsson stjómar- maður Slámrsamlags Skagfirð- inga sá ástæðu til að gera athuga- semd í Mogga við fréttina. Þar segirm.a.: „Eg get ekki látið hjá líða að segja frá viðskipmm Slátursam- lags Skagfirðinga við Borgar- bræður hf. A íyrri hluta árs 1993 seldi Slámrsamlag Skagfirðinga Borgarbræðmm vömr íyrir rúm- ar 40 milljónir. Nú um áramót skulda Borgarbræður Slámrsam- laginu yfir 23 milljónir og er sú upphæð búin að vera í vanskilum í u.þ.b. hálft ár. 011 viðskipti við þessa Borgarbræður hafa verið þannig að Slámrsamlagið óskar engum þess að lenda í viðskipt- um viö þá, því til þess em vítin að varast þau. Mér er kunnugt um að þeir Borgarbræður em víða í vanskilum og að þeir em á van- skilaskrám. Hvemig skyldi standa á því að þeir fá ekki lax til að reykja? Hvers vegna skyldu þeir hafa hætt kjötvinnslu? Ætli geti verió að þeir hafi átt í vandræöum með að greiða fyrir vömna? Mér finnst það vera ábyrgðarhluti að birta nánast auglýsingu fyrir fyrir- tæki eins og Borgarbræður hf. Það em of margir í viðskiptum sem telja að ekki sé nauðsynlegt að greiða fyrir vömna heldur þvælast áfram með svikum og lygum. Frjáls viðskipti dafna aldrei nema þau stundi heiðarleg- ir menn“, sagði Agnar Gunnars- son á Miklabæ. Fyrir nokkmm dögum náði auglýsingamennska Borgarbræðra einnig í gegn í fféttatíma Ríkisút- varpinu. Ef staðan er slík hjá þessum umræddu Borgarbræðr- um sem Agnar á Miklabæ grein- ir frá, og engin ástæóa er til að draga í efa, þá er það ansi áleitin spuming hvemig standi á því að þær fréttastofur sem taldar hafa verið þær trúverðugustu í land- inu, hjá Ríkisútvarpinu og Morg- unblaðinu, gleypa við slíku? ÞÁ. Leiðrétting I síðasta Feyki var ranglega farið með nafn klúbbsins sem Verkalýðsfélagið Fram hefúr gert samning viö um sérstakan afslátt hjá ýmsurn verslunum og fyrir- tækjum. Klúbburinn heitir Heim- ilisklúbburinn en ekki Heilsu- klúbburinn. Leiðréttist þetta hér með og em hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 118 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu Volvo lapplanderárgerð 1981, með VM turbo dísel vél. Nýuppgert. Upplýsingar í síma 96-33220 Til sölu stór jeppa- og vél- sleðakerra. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 38119. Til sölu Atari tölva STE 1040 með litaskjá, 100 leikjum og forritum. Upplýsingar í síma 12515. Til sölu bamabílstóll fyrir fjögurra ára og yngri. Upp- lýsingar í síma 24321. Básar eða hesthús! Oska eftir að taka á leigu hest- hús eða nokkra bása. Húsnæði til leigu! Fimm herbegja íbúó á Sauðárkróki til leigu. Upplýsingar í síma 95-35209. Forstofuherbergi til leigur meó inngangi að salemi. Upplýsingar í síma 35575. Lopapeysur! Lopapeysur úr íslenskri ull til sölu. Upplýsingar gefur Sigurlína í síma 36006. Upplýsingar síma 36473. gefur Svanur Verið skuldlaus í byrjun nýs árs! Flestir vilja vera skuldlausir í byrjun nýs árs. Vinsamlegast munið að greiða gíróseólana fyrir áskriftargjöldunum sem allra fyrst. Þeim sem hugsanlega hafa glatað seðlum skal bent á reikning Feykis nr. 8029 í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki. Útsalan hefst fimmtudaginn 27. janúar kl. 13-00. Opið á föstudag frá kl. 10-12 og 13-18 Vcrsíunin rakkakotí Munið endurskinsmerkin Hugmyndasamkeppnin „snjallræði fi Iðntæknistofnun og fleiri að- ilar efna í annað sinn til hug- myndasamkeppninnar Snjall- ræðis. Heildar verðlaunaupp- hæðin getur numið allt að lið- lega tveimur milljónum króna fyrir einstaka hugmynd. Mark- mió samkeppninnar er að hvetja einstaklinga til að vinna hug- myndum sínum brautargengi og koma þeim í markaðshæft fomi. Verðlaununum er varið til þró- unarvinnu hugmyndanna. Verð- launahafar verða að leggja fram mótframlag, sem getur verið í formi eigin vinnuframlags. Snjallræði er skipt í tvo áfanga. I fyrri hlutanum eru valdar átta hugmyndir. Verðlaunaupphæð- inni og mótframlaginu er varið til að kanna hvort hugmyndin er arðvænleg til frekari vinnslu. Verðlaunaupphæðin í fyrri á- fanga nemur allt að 600 þús. króna. í seinni hlutanum em valdar fjórar hugmyndir, af þeim átta sem fyrst urðu fyrir valinu. Verðlaunaupphæðin getur numið allt að 1,5 millj. króna og er varið til fullnaðarþróunar, fmmgerðarsmíóar og undirbún- ings fyrir framleiðslu og mark- aðssetningu. Síðast þegar efnt var til sam- keppninnar bámst um 250 hug- myndir. Auk Iðntæknistofnunar standa Iðnaðarráðuneytió, Iðn- lánasjóður og Iðnþróunarsjóður að vericefninu. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar. Allar nánari upplýsingar em veittar á Iðn- tæknistofnun. (fréttatilkynning)

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.