Feykir


Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 26.01.1994, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 26. janúar 1994,4. tölublað 13. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Þrjár bækur með mismunandi binditíma, háum raunvöxtum og lántökurétti í RS éW Landsbanki Sími mk íslands JÉÉLÆ Banki allra landsmanna „Það er mikið ævintýri að ferðast á þann máta að vita aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sínu. Þess vegna ákváðum við að fara til Islands, þessa fagra og ó- snortna lands. Ferðast hór um fótgangandi og gista í tjaldi um miðjan vetur“. Þetta sögðu Skot- inn Mark Ferquharson og Bret- inn Martin Housden, sem undan- fama daga hafa tekist á við nátt- úröllin á Islandi sér til skemmt- unar, og legið í tjaldi hverja nótt að því undanskildu að þrjú kvöld nenntu þcir ckki að tjalda og skriðu í svefnpoka í skjól við vegg. Kváðust þcir hafa haft þar góðar nætur. „Við fórum létt- klæddir í pokana og vöknuðum heitir og vel hvfldir að morgni“, sögðu þeir félagar. Skotinn og Englendingurinn á ferð við Fitjá í Víðidal sl. sunnudag. Mynd / MO. Tjaldbúar á þorra í Víðidal „Hugmynd okkar var að ganga krndiö þvert frá vestri til austurs, en snjórinn er erfiður og eítir að hafa brotist um í erfiðri færó í Víðidal í nokkra daga höfum vió ákveðið að fara suður í Norðurárdal og ganga á Snjófjöll og jafhvel Tröllakirkju. Meira höfiim við ekki skipulagt ennþá en við látum Björgvin Ric- hardson hjá Landsbjörg vita öðru hvoru um feróir okkar. Þá höíúm við meðferðis neyóarsendi ef eitt- hvaó alveg óvænt og óviðráðanlegt hendir, sögðu félagamir. Þeir létu vel af ferðinni. Suma daga hcfði verið dásemdar veður, en aðra hríð svipuð og var á föstu- daginn þegar ekki sá út úr augum. Þá var ekkert að gera annað en halda kyrru fyrir í sínu tjaldi, spjalla saman og skipuleggja næsta áfanga. Bretamir tveir hafa þann háttinn á að taka jafnan inn í tjaldið nesti til þriggja daga, þannig að ekki sé þörf að fara út þegar hríðin bylur og vindurinn lemur. „Ef við komumst í harðfenni gengur ferðin vel og við leggjum góðan spöl að baki, en þegar snjór- inn er jaífi laus og gljúpur sem nú gengur hægt því á baki bcrum við um 20 kíló hvor og drögum sleða með um 40 kílóum. Og þó við séum í snjóþrúgum vöðum við í miðjan legg og sleðamir sökkva djúpt A þannig dögum miðar líúð, en það skiptirekki öllu máli. Aðal- atriðiö er að að vera úti i þessari villtu náttúm og takast á við hið ó- vænta. Við leggjum mikið upp úr því að hafa orkuríka fæðu, sem er fyrirferðarlítil og létt, smjör, smjör- líki, pastaréttir og súpur henta vel. Staðgóður morgunverður er Ld. 100 gr. haffamél, hrært út í 200 gr. af smjöri með miklum sykri útá. Með er drukkið te og þessi morgunverð- ur stendur vel með manni “. Bæði lögreglan í Húnavatns- sýslum og menn frá Landsbjörg reyndu að ráóa Bretunum tveim írá því að fara inn á hálendið og koma jxim í skilning um að þeir vissu ekkert út í hvað þeir væm að fara. Þaó væri lítið vit að fara í för sem þessa skíðalaus, enda var það lausa- snjór og erfið færð sem varð úl þess að Bretamir hættu við ferð sína austur hálendið. MO. Norðurland vestra: Atvinnuleysi jókst mikið í desember Atvinnuleysið eykst gífúrlega á Norðurlandi vestra frá nóvem- bermánuði til desember, sam- kvæmt yfirliti vinnumálaskrif- stofú félagsmálaráðuneytisins um atvinnuástandið. Fjölgun atvinnulausra á skrá í lok des- ember var mest á Norðurlandi eystra 875, á Austfjörðum 709, á höfúðborgarsvæðinu um 417, Norðurlandi vestra um 376, á Suðurlandi um 247, Suðurnesj- um 204, á Vesturlandi um 132 og um 50 á Vestfjörðum. I>að hlýtur þó að skekkja þessa mynd ansi mikið að á þessum tíma höfðu uppsagnir fisk- vinnslufólks vegna yfirvofandi sjómannaverkfalls náð fram að ganga, og vægi þess er mismik- ið eftir landssvæðum, Ld. mikið hér á Norðurlandi vestra. Meðalfjöldi atvinnulausra í lok árs var á Noróurlandi vestra 464, eða 8,9% af áætluóum mannafla, en var 4,6% í nóvem- ber. Atvinnulausum hafði fjölgað um 225 að meðaltali milli mán- aða. Atvinnuleysið eykst í heild á Norðurlandi vestra um 94% frá Ostaðfestar fregnir af áformum um sameiginlegt framboð í vor „Sú hugmynd hefúr verið reif- uð meðal nokkurra fulltrúa minni framboðanna í bænum, að bjóða fram sameiginlega fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor. I»að er einkum sú breyting að nú er kosið um sjö sæti í bæjarstjórn í stað níu áður, sem ýtir mönnum út í að kryfja til mergjar hverjar áherslur skuli verða í stjórnun bæjarins á næstu árum. Mér sýnist að fólk ætti að geta kom- ið sér niður á grundvöll sem yrði bænum til framdráttar á næstu árum“, segir ónefndur forkólfúr K-listans, óliáðra borg- ara. Pétur Valdimarsson vara- bæjarfúlltrúi krata og formað- ur Alþýðuflokksfelags Sauðár- króks sagðist ekkert segja um málið á þessu stigi, en ekki náð- ist í Önnu Kristínu Gunnars- dóttur bæjarfúlltrúa Alþýðu- bandalagsins sem nú situr á þingi í stað Ragnars Arnalds. En það er ekki aðeins að þau framboð sem hingað til hafa að- eins haft einn mann í bæjarstjóm vilja tryggja sín áhrif þar, heldur virðist einnig vera fullur vilji á því að fá sjálfstæðismenn úl sam- starfs, og telja menn líkindi til að það muni takast, einkum með til- liti til þess að með því móti gæti íhaldið haldið sínum áhrifum í stjómun bæjarins með því að halda framsókn fyrir utan meiri- hlutann, enn eitt kjörtímabilið. Þessi orðrómur hefur magnast eftir fund sem haldinn var í Sæ- borg í fyrrakvöld. Og það em ekki aðeins sjálfstæóismenn sem óska þeirrar stöóu, heldur margir af fynum starfsmönnum KS sem starfa nú í einkageiranum. Það er kannski ekki að ástæðu- lausu sem þessi bræðingur hefur komið til tals. Ymsir em þeirrar skoðunar að fækkun bæjarfull- trúa í sjö úr níu auki möguleika framsóknar að ná ein og sér hreinum meirihluta í stjóm bæj- arins og möguleikamir fyrir framsóknarmenn hafi aldrei eða sjaldan verið meiri en nú, vilji þeir á annað borð vera ráðandi í bæjarmálunum. I því sambandi er vitnað í þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur í útgerð og fisk- vinnslu hjá Fiskiðjunni/Skagfirð- ingi á síðusúa ámm, og er jafnvel talin hafa stuðlað aö tilflutningi atkvæða. Þá sé framsókn í stjóm- arandstöðu og hafi að því leyti sterkari stöðu í landsmálunum, en bæði sjálfstæðimenn og kratar sem ásamt K-listanum niynda nú meirihluta í bæjarstjóm. nóvember. Sama aukning varö milli október og nóvember, en nam 54% ffá desember í fyrra. Atvinnuástandió versnar alls staðar á svæðinu, segir í yfirlitinu frá vinnumálaskrifstofu. A Sauð- árkróki og nágrenni fjölgar at- vinnulausum um 39 eða 60% og vom um 104 atvinnulausir þar um áramót. A Blönduósi fjölgar um 22 eða um 46% og var 51 at- vinnulaus þar að meðaltali í des- ember. A Skagaströnd þrefaldast atvinnuleysið, en þar fjölgar um 34, og var 51 á skrá. A Hofsósi fjölgaði um 11 og um 10 á Hvammstanga. Um 22% at- vinnulausra á svæðinu vom á Sauðárkróki, um 21% á Siglu- firði, 12% á Blönduósi og 11% á Skagaströnd. Atvinnuleysi karla mældist 7,2%, en hjá konum 11,6%. Oddvitinn Það skyldi þó eitthvað fara að gerast í pólitíkinni, ef muln- ingsvél Stefans G er ógnað? Gæðaframköllun iSÍÍSSSli, BKYTOJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.