Feykir


Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Drífa á Hvammstanga: Störfum fjölgað um þriðjung á árinu Kaupin á Árbliki ætla að reynast vel Veturinn hefur fram til þessa verið mjög gjafafrekur víða og hafa jarðbönn ríkt frá því í lok nóvember. Það hefur því reynst eins gott fyrir hrossabændur að vera byrgir af fóðri og ef frostin, umhleypingarnar og úrkoman haida áfram fram yfir þorralok er hætt við að stabbinn fari að minnka hjá þeim sem flest hrossin eiga. Þeir bændur vonast sjálfsagt til að „músaholu“ spámaðurinn í Kelduhverinu hafi rétt fyrir sér að vorið komi í mars, en sá hinn sami spáði því að sumarið kæmi 3. seftember sl. haust. Og það stóðst hjá honum. Lögreglan í Húnavatnssýslum: Hraðasektir minnka um 30% milli ára Skagfirðingur: Býður sveitar- félögum hluta- fé til kaups Tekjur ríkissjóðs af sektum vegna hraðaakstur í umdæmi lögreglunnar í Húnavatnssýls- um voru 30% minni á síðasta ári en árið á undan. Astæður þessa eru taldar af tvennum toga, annars vegar minni sum- arumferð um þjóðveg eitt vegna slæmrar veðráttu Norð- anlands og hinsvegar það orð- spor sem lögreglan í umdæmi Isbergs hefúr skapað, að þar vakti „hraðaskelfar“ miklir vegi. Víst er að virkt eftirlit lögreglu með þjóðveginum hefur þama töluveró áhrif og að sögn lögregl- unnar á Blönduósi var þessi þró- un á síðasta ári gleðileg, einkum með tilliti til þess að engin alvar- leg umferðaróhöpp áttu sér stað. Gárungamir tala hinsvegar um að það sé um að gera að halda sig innan leyfilegra marka í Húna- vatnssýslunum, hvort að þeir sömu gefa síðan í utan þessara marka er svo annað mál, sem þýðir væntanlega aö lögregla í öðmm umdæmum þyrfti að taka sér Blönduóslögreglu til fyrir- myndar, svo fremi sem framlög frá hinu opinbera til umferðar- eftirlits hrökkvi til. Skagfirðingur: Býður sveitar- félögum hluta- fé til kaups Útgerðarfelagið Skagfirðingur hefúr boðið sveitarfélögum í héraðinu hlutafé til kaups, en ákveðið hefur verið að félagið verði opið öllum og hlutabréf þess verði til sölu á almennum verðbréfamörkuðum. Bæjarstjóm Sauðárkróks tók jákvætt í erindi þeirra Skagfirð- ingsmanna, en var sammála um að bíða viðbragða frá öðmm sveitarstjómum í héraðinu við þessu erindi. Ekki hefur fregnast af af- greiðslu annarra sveitarstjóma, en þess má geta að Sauðár- króksbærhefur stutt atvinnulífið mjög síðustu árin með hlutafé. Markaðsmál sauma- og prjóna- stofúnnar Drífu á Hvamms- tanga standa vel um þessar mundir og hafa gert um nokkurn tíma. Verkefni eru nóg og hefúr starfsgildum fjölg- að um þriðjung á liðnu ári, eru nú um 20 og starfcmenn alls 25 talsins. Rætt hefúr verið um að Saumastofan Vaka á Sauðár- króki fái verkefni frá Drífú og mun það skýrast á næstu dög- um, en til marks um góða verk- efnastöðu fyrirtækisins er, að ekki var gert hlé á starfsemi vegna sumarfría síðasta sumar eins og venjan var og flest bend- ir til að svo verði einnig í sumar. Verulega tók að lifna yfir rekstri Drífu eftir að Hvamms- tangahreppur kom með aukið hlutafé inn í rekstur fyrirtækisins fyrir rúmu ári, og á sama tíma yf- irtók Drífa rekstur ullarútflutn- ingsfyrirtækisins Árbliks sem rambaði þá á barmi gjaldþrots. Með þeirri yfirtöku aflaði Drífa sér mikilvægra viðskiptasam- banda sem hún nýtur nú góðs af. Söluskrifstofa sú sem Arblik starf- Það er með Siglufjörð eins og nokkra aðra staði á landinu sem há fjöll umlykja, að sól sést þar ekki í um tvo og hálfan mánuð á ári. Siglfirðingar fagna ævinglega komu sólar- Ijóssins á ný með því að drekka sólarkaffið 28. janúar. Sjálfsbjargarkonur á Siglufirði voru snemma á fótum sl. föstudag og fá því klukkan fimm og fram til hádegis stóðu þær í stanslaus- um pönnukökubakstri. Um 30 rækti í Garðabæ er enn starfandi og virðast viðskiptasamböndin vera traust. Að sögn Baldurs Haraldssonar framkvæmdastjóra Drífu er aðal- markaðurinn í Noregi og í Evr- ópulöndunum. Reyndar séu ullar- vömmar frá Drífu seldar út um allan heim. Stopul vinna hefúr hins vegar verið í Saumastofúnni Vöku síð- ustu misserin, en ef samningar takast við Drííúmenn ætti aó rætist þar eitthvað úr. konur tóku þátt í bakstrinu og bökuöu um 1500 pönsur sem seldar vom til íyrirtækja í bænum, þar sem sólarkaffi var dmkkiö í hverri kaffistofu. Þrátt fyrir að veðurguðimir væm Siglfirðingum hliðhollir á föstudag náðu fyrstu sólargeislamir samt ekki að kom- ast af Skarðinu og niður í bæinn. Það þykknaði upp, en frostpollur lá yfir firðinum og var veður mjög stillt og milt Sólarkaffi á Siglufirði —ICTew§i!l — Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36 J40 Bílavibger&ir * Hjólbar&averkstæ&i RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.