Feykir


Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 2
'2 FEYKIR 5/1994 Keraur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guöbrandsson, SæmundurHermannsson, Siguröur Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur með viröisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðlld að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Unglíngaheimilið Stórugröf: Vilji til að halda starf- semi áfram í f irðinum en finna þurfi nýtt og hentugra húsnæði Fullur vilji er innan stjórnar Ung- lingaheimilis ríkisins að kanna möguleika á að halda áfram starfsemi deildar með svipuðu formi og verið hefur starfrækt í Stórgröf í Skagafirði frá Iiðnu sumri, og gefist mjög vel, en stofn- setning deildarinnar á sínum tíma var tilraunaverkefni. Starf- semin mun þó verða fiutt frá Stórugröf, þar sem húsnæði þar þykir of lítið og óhentugt, og leit- að verður eftir hentugu húsnæði á Norðurlandi, væntanlega í Skagafirði, enda eru starfsmenn- irnir 12 sem starfað hafa í Stóru- gröf allir búsettir á því svæði. Eins og komið hefur fram í Feyki er starfrækt í Stórgröf lokuð deild. Þar hafa verið í vistun ung- menni, sem engin úrræði höfðu haldiö fram að komu þeirra þangað. Ungmennin fjögur munu væntan- lega ljúka dvöl sinni í Stórugröf í vor og þá fara að takast á við lífið upp á eigin spýtur í óvemduðu um- hverfi. Þrátt fyrir að um lokaða deild sé að ræða í Stórugröf hefur ungling- unum, sem eru á 1 16. aldursári ekki verið haldiö föngnum. Lögð hefur verið mikil áhersla á verk- þjálfun þeirra og ennig útivist, svo sem fjallaferðir. Að sögn Bryndísar Guðmundsdóttur forstöðumanns deildarinnar í Stórugröf verður við flutning deildarinnar þaðan leitað að hentugum stað sem gefur tilefni til að hýsa fleiri unglinga en verið hafa í Stórugröf, enda er svo fá- menn vistun mjög dýrt úrræði. Þá er hugmyndin aó á staðnum sé hægt að stunda búskap, en í Stórgröf hef- ur það háð starfseminni að nokkru leyti, aó fjólbreytni í verkefnavali er af skomum skammti. Ökuskólar Ökukennarafélags íslands auglýsa: Aukin ökuréttindi (Leigu-, vöru-, og hópbifreið) Námskeið til aukinna ökuréttinda verður haldið á Sauðárkróki í mars ef næg þátttaka fæst. Hafið samband við Birgi Hreinsson ökukennara Dalatúni 4 Sauðárkróki í símum 95-35861 heima, eða í bílasíma 985-21790 ir.................... feyk ..........Ijóspunktur í tilverunni Kaup bæjarins á Villa Nova felld naumlega í bæjarstjórn Á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks í gær var fellt með fjór- um atkvæðum gegn þremur að heimila kaup bæjarins á Villa Nova, en viðræður hafa átt sér stað í nokkurn tíma um kaup bæjarins á pessu húsi. Allir þrír bæjarfiilltrúar framsóknar beittu sér á móti kaupunum, sem og Hilmir Jóhannesson af K-lista, og þau Steinunn Hjart- ardóttir Sjálfstæðisflokki og 0- lafiir Arnbjörnsson Alþýðu- bandalagi sátu hjá. Knútur Aadnegard og Björn Björnsson af D-Iista og Björn Sigurbjörns- son af A-Iista voru fylgjandi kaupunum. Miklar umræður urðu um mál- iö á bæjarstjórnarfundinum í gær. Vildu þeir sem andsnúnir kaup- unum meina að þau væru ótíma- bær, nær væri að snúa sér að því að ljúka við mörg þau verkefni sem ekki hefði verið lokið við í bænum og brýnni væru. Fylgj- endur kaupanna vildu hinsvegar meina að réttur tímapuntkur væri nú fyrir bæinn að tryggja sér kaup á húsinu, enda hefði húsfriður- nefhd tekió erindi forráðamanna bæjarins vel, er þeir héldu á fund nefndarinnar syðra. Bæjarráð hafði fyrir fundinn í gær samþykkt kaup bæjarins á Villunni fyrir6,8milljónirkróna, enda mundi semjast um greiðslu- kjör við núverandi eigendur Villa Nova, sem er samnefht hlutafélag einstaklinga sem að stærstum hluta eru félagar í Alþýðuband- lagsfélagi Skagafjarðar. Fyrir fundinum í gær lá bókun frá Stefáni Logi Hraldssyni bæj- arfulltrúa framsóknar, sem einn þriggja bæjarráðsmanna var á móti kaupunum. Þar segir hann andstöðu sína við kaupin byggjast á því að þau séu ótímabær nú og fjármunum þessum sébeturvar- ið í nauðsynlegum framkvæmd- um á vegum bæjarins, sem gætu orðið til frekari atvinnusköpunar í bænum. Margir vilja meina að frá fag- urfræðilegu og sögulegu sjónar- miði sé Villa Nova eitt merkasta hús í bænum, en húsið var byggt af miklum stórhug á sínum tíma, 1903, og þótti þá eitt það glæsi- legasta í landinu. Hugmundir eru um að Villa Nova verði nokkurs konar „Höfði" Sauðárkróks og húsið geymi einnig nokkum hluta þeirra málverka og safngripa sem em í eigu Listasafhs Sauðárkróks og annarra safha, og verið hafa í geymslu hingað og þangað um bæinn. Að sögn þeirra er gerst þekkja liggur Villa Nova undir skemmdur og þarmist húsið viðgerðar áður en langt um liður. Stafh þess er veit mót suðri sé Ld. ónýtur af fúa. Hörð gagnrýni í fréttabréfi verkalýðsfélagsins á Skagaströnd: Stjórn Hólaness sofið á verðinum „í heimi viðskiptanna í dag er hver sjálfum sér næstur. Og hér hefði mátt ætla að stjórn Hólaness stæði fyrirtækinu næsf. En ekki verður betur séð en stjórnendur þess hafi sofið á verðinum og látið flatreka að feigðarósi. Einhverjir hefðu reynt að bjarga sér eða gera eitthvað. Ef frá eru talin þau 500 tonn sem fyrirtækið fékk afliend frá Skagstrendingi og kolinn síðsumars þá hefiir ekk- ert verið unnið í húsinu. Önnur hús hafa verið að kaupa flsk og keyrt honum um landið þvert og endilangt Þetta hefiir ekki verið framkvæmanlegt hjá Hólanesi af einhverjum orsök- um og fiski sem nánast var landað gegnum húsið var ekið burt og hann unninn annars staðar". Þessi harða gagnrýni á stjóm- endur Hólaness á Skagaströnd kemur fram í Mysunni, fréttabréfi Verkalýðs- og sjómannafélags Skagstrandar er nýlega kom út. Þar er ekkert verið að skafa utan af hlutunum og því beinlínis hald- ið fram að dugleysi hafi hrjáð stjómendur Hólaness og þeir ekki gert minnstu tilraun til að bjarga rekstri fyrirtækisins, eftir að það missti tryggingu fyrirhráefhi við úteldingu gamla Arnars og komu þess nýja um síðustu áramóL Þar sem talað er um að fiski hafi nánast verið landað í gegnum húsið, er sú staðreynd að síðasta sumar og haust var mjög góð veiði færabáta út af Skaga, lögðu þeir allir upp á Skagströnd og var fiskurinn seldur í gegnum fisk- markaðinn þar og fluttur burtu til vinnslu. Höfðu menn þá orð á að blóðugt hafi verið að horfa á eftir því hráefhi burtu. Hólanes hefurgreiðslustöðvun til 9. mars nk. Tekin var sú stefha í rekstri fyrirtækisins að leggja megináherslu á rekstur rækju- vinnslunnar, og var af þeim sök- um unnt að veita mun fleiri vinnu í rækjunni síðasta sumar en jafn- an áður. Ekki náðist í Lárus Ægi Guðmundsson framkvæmda- stjóra Hólaness í gær tíl að leita á- lits hans á þeirri gagnrýni sem fram kom í fréttabréfi VSS, en Lárus hefur tílgreint þá ástæðu helsta fyrir slæmri stöðu Hóla- ness, að afkoman úr rækjunni hafi ekki dugað til að standa straum af skuldum og öðrum fastakostnaði sem fylgir rekstri fyrirtækisins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.