Feykir


Feykir - 02.02.1994, Page 3

Feykir - 02.02.1994, Page 3
5/1994 FEYKIR3 Borgarbræður - Slátursamlag - Framleiðendur Eftir að hafa heyrt um vel- gengni Borgarbræðra í hádegis- fréttum útvaips 15. jan. sl., því næst lesið um þá athyglisverða grein í Morgunblaðinu frá 13. jan. og svo lesið á sama stað í Mogg- anum viku seinna, 20. jan. athuga- semd varðandi þá grein frá stjóm- arformanni Slátursamlags Skag- firðinga hf, sú athugasemd varð- andi þá grein frá stjómarformanni Slátursamlags Skagfirðinga hf., sú athugasemd var því næst endur- sögð í Feyki 26. jan. ásamt við- bótarfréttum um staðfestingu Hér- aðsdóms á nauöasamningum Slát- ursamlagsins, þá fréttir maður í dag, 27. janúar, í sjónvarpi að fyrir- tækið Borgarbræður hf hafi verið lýst gjaldþrota. Þetta kennir manni að skjótt getur skútan sokkið, en svo uppsker víst hver sem sáir. Slæmt er íyrir okkur framleið- cndur að standa frammi fyrir því að afskrifa þurfi helming þeirrar fjárhæóar sem við eigum ógreidda hjá afúrðastöð íyrir afurðir okkar og fá afgangrinn greiddan á löngum tíma án vaxta. Háværar raddir heyrast víða um að bændur eigi að taka afúrðasölumálin i sínar hendur, reka afurðastöðvamar sjálfir. En af hverjum var Slátur- samlaginu stjómað? Bændum heldég? Því getur maður vart orða bundist og velt því fyrir sér hvað fór úrskeiðis. Hingað til hafa Borgarbræður verið meinið og slæm staða Slátursamlagsins or- sakast af því að þeir borguðu ekki þær vömr sem þeir fengu, né stæðu við gerða samninga. Einnig hefúr verið talað um annan „aðila“ sem varð gjaldþrota á sl. ári og skuldaði Slátursamlaginu „álíka“ upphæð og Borgarbræður. Lítið hefur farið fyrir nafngreiningu á þeim „aðila“ og upphæö sú er hann skuldaði ekki tíunduð frekar. Það kemur manni því á óvart að Slátursamlagið átti eignarhlut í umræddum „aðila“ og afskrifa þurfti þar ríflega töfalda þá upp- hæð sem Borgarbræður skulda, eða yfir 50 milljónir króna. Hvað hafa menn verið að hugsa með rekstur á eigin íyrirtækjum? Ekki munu vera mörg ár síðan Slátur- samlagið eignaöist þessa aðild að umræddu fyrirtæki. Ekkert hefur verið skýrt frá samskiptum þess- ara fyrirtækja og engar ástæður gefnar fyrir því að tapið þar var svo stórt. Vom því viðskiptin við Borgarbræður ef til vill kærkomin, þar sem mátti benda á skuldarann og halda eigin mistökum utan umfjöllunar. Eg met því stöðuna svo að stjómendurSlátursamlagsins skuldi þeim framleiðendum sem afskrifa þurftu sínar afúrðir, skilyrðislaust skýringar á þessu tapi. Vænti ég þess að það verði gert skjótt, því ekkert fyrirtæki blómstrar ef menn koma ekki heiðarlega fram. Með þökk fyrir væntanleg svör. Vagn Þormar Stefánsson. Safnamál komin út Nýlega kom út 17. árgangur Safhamála fyrir árið 1993, gefið út af söftiunum í héraði, þ.e. bóka- safninu, skjalasaíhinu og byggða- safninu í Glaumbæ. Efhi ritsins er með hefðbundnu sniði, það flytur ársskýrslur safn- anna fyrir árið 1992, auk annars fróðlegs efhis. I skýrslu byggðasafnsins kemur fram, að 16350 gestir skráðu komu sína í gestabók safnsins í Glaumbæ á árinu 1992 og um 9000 manns komu í Víðimýrar- kirkju. Um 220 munir bámst safn- inu. I bókasafninu var fjöldi lán- þega með lánsskírteini alls 536 og hafði nokkuð fjölgað. Einnig vora útlán nokkra meiri en árið áður, eða samtals 23.804. I skjalasafhinu höfðu 790 manns skráð sig í gestabók og samtals borizt 117 gjafir frá 80 einstaklingum, bæði ljósmyndir, handrit og ýmis skjalgögn. Þar era nú komin á skrá 2.372 hand- ritanúmer og nokkuð á 11. þúsund mannamyndir. Af öðra efhi í ritinu er helzt að nefna sýnishom af vísnagerð Bjöms Péturssonar frá Sléttu í Fljótum, sem fluttist til Kanada og bjó þar í 26 ár, en kom svo aftur heim. Hefur sú venja skapast, að í hverju hefti Safnamála birtist kynning á einhverjum þekktum skagfirskum hagyrðingi úrval vísna hans. Þá er birt langt og skemmtilegt bréf, sem Jón Osmann Magnús- son ritaði Páli Vídalín Bjamasyni vini sínum um fjóram mánuðum áður en hann gekk af þessum heimi. Segir þar m.a. frá mann- fagnaði og viðureign við seli og konur. Greint er frá miklu safni bóka og blaða um flug, sem Haukur Stefánsson á Sauðárkróki hafði átt og ekkja hans, Minný Leósdóttir, gaf bókasafninu á árinu. Að lok- um era birtar allmargar óþekktar ljósmyndir úr héraðsskjalasafhi. Ritið er 36 bls. að stærð, prentað hjá SAST á Sauðárkróki og hið vandaðasta að allri gerð. Frá námskeiði hjá starfsfólki sútunarverksmiðjunnar Loðskinns í Strönd. Góð aðstaða í verkalýðsfélaginu við Sæmundargötuna: Mikið að gerast í Strönd .Þetta er orðin mjög góð að- staða hjá okkur varðandi nám- skeið, ráðstefhur, ftmdi og mannfagnaði yfirleitL Við erum orðnir vel tækjum búnir varð- andi miðlun á fræðsluefni ým- isskonar, erum með mynd- varpa sem getur kastað af blöð- um engu síður en glærum. Einnig erum við með vél sem varpar efni af myndböndum upp á vegg í margfaldri stærð miðað við stærstu sjónvarps- tæki og þannig mætti áfram telja“, segir Jón Karlsson for- maður Verkalýðsfelagsins Fram. Að undanfömu hefur verið mikið um að vera í Strönd, en svo heitir verkalýðshúsið við Sæ- mundargötu. Nýlega vora þar 60 manns á námskeiðum á vegum starfsfræðunefndar fiskiðnaðar- ins, en í samningum fiskverka- fólks er kveðið á um rétt þess á námskeiðum, sem veitir þeim ákveðin réttindi og bætt launa- kjör. Nú stendur yfir vinnuvéla- námskeið þar sem era 20 þátttak- endur og þá er nýhafið tölvunám- skeið sem stendur fram á vor. A annarri hæð Strandar er sal- ur er tekur um 50 manns með góðu móti við dúkuð borð, en salurinn er einnig leiguður út til veisluhalda og mannfagnaða. í Strönd er einnig eldhús með öll- um búnaði og við leigu salarins era veitingar útvegaðar sé þess óskað. Að sögn Jóns fá félags- menn í Verkalýðsfélaginu Fram og Iðnsveinafélaginu helmings af- slátt vegna einkaafhota. Strönd er starfrækt af samnefndu sameign- arfélagi sem er í eigu Verkalýðs- félagsins Fram og Iðnsveinafélags Skagafjarðar. íbúðir í félagslega kerflnu til sölu! Til sölu er fjögurra herbergja, 130,9 fm, félagsleg eignaríbúð að Víðimýri 10 (0402), Sauðárkróki ásamt bílgeymslu. Áætlað verð er kr. 8.835-000.oo. Auk bílageymslu samkvæmt reglum þar um. Lánakjör: 90% lán úr Byggingarsjóði verkamanna til 43ja ára. 10% útborgun að viðbættu 25% af verði bílageymslu. Til sölu Almenn kaupleiguíbúð fjögurra herbergja, 101,5 fm, að Skógargötu 2 (0101) Sauðárkróki. Áætlað verð kr. 7.485.000.oo Lánakjör: 70% lán úr Byggingarsjóði verkamanna til 43ja ára. 20% sérstakt lán til fimm ára. Útborgun 10% eða 30% auk kostnaðar. Umsóknarfrestur er til 19- febrúar 1994. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á bæjarskrifstofu, í síma 35133. Sauðárkróki 27. febrúar 1994 Húsnæðisnefnd Sauðárkróks.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.