Feykir


Feykir - 02.02.1994, Page 4

Feykir - 02.02.1994, Page 4
4 FEYKIR 5/1994 „Mundir þú hafa unað þér þá stund á Furðuströndum" Bréf Jóns Ósmanns til Páls Vídalíns Bjarnasonar sýslumanns, sem skrifað var fyrir 80 árum Söfnin í Skagfirói gefa út ársrit er Safnamál heitir og er ritiö helgað þeim málaflokki. Er það prentaö í 450 eintök- um og ætlaó velunnurum safnamála í héraðinu. Venjan er aö í hverju hefti birtist eitthvað úr þeim merku heimild- um sem héraðsskjalasafninu berast. í síóasta heíti Safna- mála er út kom fyrir síóustu jól er birt sendibréf, sem sá góókunni maður, Jón Ósmann, skrifaöi vini sínum, Páli Vídalín Bjamasyni, sem verið hafói sýslumaður á Sauó- árkróki 1905-1912, en nú fluttur úr héraði til Stykkishólms og tekinn viö sýsluvöldum á Snæfellsnesi. Það vom dæt- ur Páls, þær Hildur og Jóninna Margrét, sem færðu safn- inu þetta skemmtilega bréf aó gjöf ásamt öóm frá Jónasi lækni Kristjánssyni. Ósmann skrifaöi þetta bréf tæplega fjómm mánuöum áóur en hann hvaif af þessum heimi. Rúmlega þrem vikum síóar skrifar Ósmann bréf öðmm vini sínum, Jóni Magnússyni í Minna-Holti í Fljótum og segir þar flestar hinar sömu fféttir, m.a. um selinn stóra. Annars er það bréf ekki eins ítarlegt. Það bréf ásamt fleiri bréfum frá Ósmann gáfu þau systkini, Sigurður Ami og Lilja frá Húsabakka, saíhinu s.l. vetur. Jón Ósmann t.v. og Jónas Kristjánsson læknir með þriggja vetra kampinn. I áðumefndu bréfi Jónasar læknis, dagsettu 26. apríl 1914, segir m.a. svo: „Með þessu bréfi segi ég þér lát gamla vinar okkar Osmanns. Það fannst bréf eftir hann látinn til mín og biður hann mig í því að bera þér hinztu kveðju sína og þakklæti fyrir alla vináttu og tryggð við sig. Hann hafði oft lát- ið það í ljósi, bæði viö mig og aðra, að hann kysi sér legstað í Ósnum, enda varó sú reyndin á. Hann haföi verið venju fremur þunglyndur í vetur og vor og var búinn að segja mér frá því, að það stríddu á sig hugsanir um að stytta þjáningar sínar, en ég hélt að ég hefði verið búinn að fá hann ofan af því, en þá hefúr hann tekið það ráó að leyna mig íyrirætlan sinni. Föstudaginn fyrstan í sumri [þ.e. 24. apríl] fór hann ofan að Ósnum um kl. 9 og hálf [þ.e. frá Utanverðunesi] og kl. 11 er Magnús í Nesi kom vestur að ósn- um var hann horfinn, haföi fest bátnum frá landi fram af klettinun með æðilangri línu, lagt upp árar og flaut pramminn út með land- inu, eftir því sem taugin gaf eftir, en Osmann hefur ekki sézt síðan og segir í bréfi til mín að ekki muni þurfa að leita sín.” I annani viku júní fannst síðan lík Jóns Ósmanns rekið út undir Skefilsstaðabökkum á Skaga og varjarðsettáSauðárkróki 17. júní. Bréf Ósmanns er birt hér nán- ast stafrétt. Að breyta starfsetn- ingu þess til nútímahorfs hefði hreinlega spillt þeim hugblæ, sem bréfð hefur frá höfundarins hendi. Furðuströndum 25.12.1913 Gleðileg Jól! Gleðilegt nýtt Ár! Sjertu ætíð sæll og heill! kæri góði vinur, hlynur rjettvísinnar, hlynur framfara og skýrleiks, hlynur alls hins góða, mjer ó- gleymanlegi, sem vildir mjer öll gæði, sem hefði jeg verið bam þitt. Endurtekió slíku göfúglindi má ekki gleyma, vil biója af heil- um hug hæðaverur að launa. Nú þegar. Astkærar þakkir fyrir Brjefið góða, og skýra, sem gjörði mig kunnugri Breyðafirði, eptir en áður, slík brjef ekkert rusl. Ann- ars gleður mig að heyra vellíðan þína, sjerstaklega óska jeg þjer til lukku og blessunar með soninn þinn litla, sem sjálfsagt verður lát- inn heita Bjami, þar hvíla á mikl- ar líkur, og nokkur vissa. Þá til efnisins, eitthvað að tína til með fréttir. Tíð ágæt í sumar, heyskapur þar af leiðandi góður, grasspretta í betra meóalagi. Afurðirmannatil lands og sjávar í afarháu verói, en abli óvanalega iýr á Skagafirði þetta ár, sjerstaklega á Skaga, og Austurlandi [þ.e. út með Skaga- firði að austanj, góður abli á Sauð- árkróki í Júlí og Agúst á Færi, rétt framm af staðnum, aptur fjekkst svo sem engin Hafsýld hjer á fyrðinum, en gnægð af smærri sýld í Fyrirdrætti, sem varð að góðu liði til Beytu. Silungsveiði heldur rýr, þó Ósmann fengi marga, lof drottni! Laxveiðimjög góð í Miklavatni, aptur lítil hjá Ösmann, sem orsakaðist af ó- vanalega miklum vatnavöxtum í sumar. Tíð óvanalega stillt og góð í haust, og þar framm yfir alla Sláturstíð, skepnur yfirleitt vænar til frálax, einnig tóku þær víða miklum haustbata. Frá því Veturinn gjekk í garð, hefir verið mjög óstöðugt, og með afbryggðum nú uppá síðkastið, svo gegnir fúrðu. Vestanátt mik- il, svo jeg á von á að sjá Græn- lending áður miðvetur kemur, enda sagt nú að hann sje að Homi kominn. Viku fyrir Vetur gjörði hjer aftakaveður og sjógang af norðri með afspimuhríð er sleit sýmann heila leið til Sauðáreyra frá Ósn- um, og sjö staurar lögðust alveg flatir, fyrir utan marga er hölluðust til hálfs, þá fór jeg í veðrinu um morgun til Furöustranda, einn að vitja um Botníu og lcist ekki á, því hana sá jeg ekki á legunni, úr Emanúel [svo ncfndi Jón fcrju- byrgið], og er þó ekki langt, hún var á spónnýjum þvervír, (því hann hafði slitnað rjett áður sá gamli) og góður vír aptur af henni líka, samt þótti mjer ekki tryggi- legt, og legg á stað með þriðja vír- inn spónnýjann á pramma, og gat komið honum undir þóftuna aptur í og bundið. ýþví kemur ólag svo mikið að slítur bæði þvervírinn, og þann sem aptur af var, dregur kengina úr vinstri hleranum, og hann út, hún í fartinni í ólaginu uppí grjót og hlerinn í mjel, og jeg er enn aó ná andanum, því sjórinn gjekk óbrotinn yfir mig, og er slæmur enn síðan, því hann fór svo mikið í lungun á mjer. Jeg verð að segja það með sanni eng- ar ýkjur, að það vom löguleg átök, þar með er því máli lokið. Mig heimsótti vinur minn „Mundi ganga aftur ef það gerðist segir Haukur Reynisson nemandi á félagsfræðibraut Fullt najh: Haukur Freyr Reyn- isson. Fœddur: 20. mars 1971. Foreldrar: Reynir Gíslason og Svanhvít Gísladóttir. Systkini: Asta Kristín 16 ára og Gísli Bjöm 6 ára. Deild í FNV: Félagsfræðabraut. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: Akveðinn, tilfinninganæm- ur og hjálpsamur þangað til ég kem á elliheimilið. Hvað jinnst þér best að vera: I góðra vina hópi á góðum degi. Hvernig líkar þér að vera hérna í skóla: Verður maður ekki aó segja vel. Hvað jinnstþér best við skólann: Agætis kennarar og góður andi innan skólans. Hvaða viðburður í skólanum jinnst þér skemmtilegastur: Opna vikan og allt sem henni fylgir, svo sem árshátíðin. Hvaðfinnst þér verst við Sauðár- krók: Það er nú búið að segja þetta áður og ágætt ef maður gæti fúndið eitthvað annað. Það er nú rokið og norðanfræsingurinn sem fylgir því. Helstu áhugamál: Listsköpun af Ilaukur hefúr tekið virkan þátt í félagsmálum hjá FNV, verið m.a. skólastjórnarfull- trúi, formaður vistaráðs, for- maður skemmtinefndar, for- maður tónlistaklúbb o. fl. ýmsum toga, ritstörf og skáld- skapur, málun, píanóleikur og tónlist, og mannleg samskipti. Uppáhaldsnuitur: Allur matur sem að mamma býr tíl. Besta kvikmyndin: Af íslenskum kvikmyndum Sagan af Gísla Súrssyni, pg af erlendum mynd- um var Ógnareðlið þokkaleg, annars fylgist ég lítið með kvik- myndum. Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast: Beethoven og Bor- is Jeltsín. Hvað er það versta sem gœti komiðfyrir þig: Að deyja ósáttur við lífið og tilveruna. Eg mundi örugglega ganga aftur ef það mundi gerast Hvað gleður þig mest: Að geta glatt aðra. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Eg er gamall Liverpooljaxl. Hvaða listamann tekurðu þér helst tilfyrimyndar: Eg hef ekki orðið fyrir neinum sérstökum áhrifúm frá neinum og reyni að vera sjálfstæður. Uppáhalds tónlist: Fer eftir um- hverfi, en gamla rokkið heillar alltaf og svo gefur slökunartón- listin mér mikið. Uppáhalds teiknimyndapersóna: Grettir, eina fígúran sem getur komið mér til að brosa. Uppáhalds stjómmálamaðurinn: Enginn sem hefúr heillað mig upp úr skónum. Lífsregla: Að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrœtti: Að hugsa um þaó í viku og fremja svo sjálfsmorð. Draunmtaknuirk: Að láta gott af mér leiða þangað til ég kem á elliheimilið. Þá verð ég ,jiasty” við hjúkkumar.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.