Feykir


Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 5
5/1994 FEYKIR5 tvisvar í sumar Júlíus Kaptaein á Ingólf, höfum ekki sjest undir 30 ár hann þá lítill drengur í Vatns- koti og fjekk stundum gott í Nesi, og mundi vel eptir því, síðara skiptiö er hann kom, voru með honum Jónas Læknir, Magnús sýslumaður, Ragnar Ólafsson, Jón Faktor Gránu, jeg hafði skreitt alla veggi með mindum í Ymmanúel. Borð hlaðið vistum Hákarli, Harðfiski, Laxi, Eplum, smjöri, brauði, Viský, Koníakki, Sódavatni, gamla Karlsberg sem ekkivaralstaðaráboðstólum. Þá gestir eru búnir að fá sjer sæti bauð jeg þá velkomna, og segi við Júlíus. Vertu velkominn hinn vaski hlynur þjer fagnar Osmann á Furðu- ströndum hlakkaði hugur minn, þá halur- inn snjalli Ijet rista Rán rammann Ingólf. Vertu velkominn til vinarstranda sem átt hefir stríð, íAusturvegi háð einvígi, og haft œ sigur Júlíus Kapteinn, drekkum þína skál. A eptir Skotið, Jónas vinur Læknir skaut þar frægðarskot að vanda með Riffli sínum, og svo Mindaói hann okkur alla, með Reyðskjótum okkar sem ynnan- um voru lögulegir, mundir þú hafa unaö þjer þá stund á Furðu- ströndum. Mjer hefir gengið óvanalega vel vió Sel í Haust, búinn að skjóta 14 þar af 6 Kampar (Útsel- ir) einn með afbryggðum, svo fáir hafa sjest slíkir átta vetra að aldri, mátti sjá árin á Nöglum hans, allt svo fullkomið og Karlkyns var hann, og hafði töluvert lögulegt að bjóóa, viðvíkandi kynfjölgun, jeg efa það ekki, að hann hefir ekki látið ganga til atkvæða, að fá Káhetu pláss í Neðrideyld! ögn meira um Selinn. Selfangarar hafa Skotió á hann úti á ís, en kúl- an Geigað, komið alin fyrir fram- an apturhreyfa, rjett ofan við hrygg, þar í gegnum hann, eins beint og strikað hefði verið, þetta hefir undur háð skepnunni, því hefði hann verið Skotinn framm við ís að vori til, ómeiddur mundi hann hafa losað fjögur hundruð pund Spik engar ýkjur, jeg ætla að lofa þjer að heyra hvað hann vigtaði, af því þú ert í mesta Sela- plássi landsins getur skeð að þú eigir vin, sem er Sela og veiði- maður og hafi gaman af. Einnig sendi jeg þjer Mind af honum þar með fylgja 10 manns, sem er ynn- anlögulegt fólk, og veit það spill- ir ekki. Einnig sendi jeg þjer Mind af öðrum þrevetrum, þar er vinur minn Jónas með, báðar mindimar gjöra hjer lukku. útSelur Kampur Vigt l.Húð 70 p 2.Spik 180p 3. Kjöt 245 p 4.Höfuð 10 p 5. Apturhrefar 11 p ó.Lifur 24 p 7. Ynnvols 60 p Jeg hjet því gæti jeg yfirunnið þessa skepnu skildi einhver svangur, eða verðugur fá bita, og það enti jeg, skipti honum í 20 staði. Hann var sá allra styggasti og um leið vitrasti, sem jeg hef við átt, og það gjörði að hann var særður. Þegar Ferjustarfinu var lokið, tók jeg mjer lisfitúr til Akureyrar með Seres, kom aptur eptir rúmann hálfan mánuð, það er sú ánægjulega för, sem jeg hef farið á æfi minni, mjer alstaðar tekið með afbryggðum, þá ferðasögu skrifa jeg þjer seinna, kom með Ingólfi til baka, skipverjar allir príðimenn, og ekki síst Jómfrúin, sem velmældar ellefu lúkur eru undir, henni rjetti jeg með fleyr- um hjálparhönd, þá sumir fóru að draga ýsu, og þurfti litla atkvæða- greiðslu við athöfn þá, þeim er nóg sem skilur. Þá til efhisins. Foreldrar mínir eru bæði á lífi, hún komin í rúmið, og stígur sjálfsagt aldrei heilum fæti á jörð hjeðanaf, hann hefir fótaferð enn, er mjög orðinn fyrirgengilegur, sem er von, aldur þeirra beggja 85 í vor. Jeg á stórann og efhilegann son fæddan 12. Október 1912. Fæðingin ströng, þá kvað Ósmann Er mín bón, og Ellu von að eignast dreng með príði fríður ísjón umfjölnis kvon semfrœgurJónas Kristjánsson. Ósmann bætti jeg við, en Ella stje ekki í fætur í 18 vikur, það var langur og erviður tími, en best er að þeyja um þetta allt, það má deyja og fara. Nú Ella orðin jafhgóð, en strákurinn er með príði, bygging og heilsa, læt hann lifa á Ný- mjólk, Hrossakjöti, Selspiki og bráðum læt jeg snáða drekka voglt Selablóð, af þeirri fæðu verður mjer bezL Kæri vinur jeg get ekki sent þjer mind af mjer sjerstaka núna, þú hefir af mjer til bráðabyrgða á Selmindinni og vin okkar með á annari, jeg ætla að láta minda mig og strakinn þá skaltu fá eina ef lukkast ef þetta gengur nú allt vel, þá sendu mjer einhverntíma línu og mind af þjer qg litla snáða þín- um, það gleður Osmann. Jeg hafði gleymt Margréti í Brimnesi, henni líður vel þar ytra, er orðin líklega mikið til albata, og þar heima í Brimnesi líður með príði. Miði þessi er orðinn nokkuó langur, bið jeg vin minn að virða á betri veg, Skrift, Rjettritun, Stýlsmáta, allt biður þetta um fyr- irgemingu. Jónas Læknir, Hanns- ína, Rebekka, Jónína biója að heilsa þjer og þínum með príði, sömuleiðis Einar Brimnesi og Hofstaðabræður. nú hef jeg lokið máli mínu. Vertu ætíð blessaður og sæll, leiði þig Drottinn um alla þína ó- fömu æfibraut til sigurs og gæfu. Þakkir frá Jóa í Stapa Um táradal lífsins nú labbað ég hef ¦Fs^sJB þótt lítt sjáist merki um þá göngu. ^Bpf^ :; i^B Sjö tugi áranna skreffyrir skref í skini eða veðrunum ströngu. Ku, >,¦¦ JM En tímamót eru á öldungsins slóð m %:m og ástœða til þess að kœtast, '4 ¦:¦ 7 ÍSÍ^l dveljast um kvöldstund við leiki og Ijóð og láta þá óskirnar rœtast. Fjölmargir hlýtt til mín hugsuðu þá sem hefðu mig óskað að kœta því eitt er í huganum áfanga að ná annað er tök á að mæta. Gjafir og skeyti mér bárust og blóm, en best voru góðvina kynni. I huganum geymi ég hugljúfan óm sem hresst getur lengi mitt sinni. Fjölmarga úr vinahóp fékk ég að sjá ogfráleitt erþörfá að kvarta. Sú góðvild sem hvarvetna geislaði afbrá gladdi mitt aldraða hjarta. Því er í huga mér þakklœti mest Q>\tl til þeirra er mig glöddu á þeim degi. Eg vona til guðs að þeim gefist sem best gangan um ókomna vegi. SJALLINN /4IATUM .fSONGlNN yHIJOMA KQNUNGUR SVEIFLUNNAR FRUMSÝNING 12. FEBRÚAR ATH: ÁRSHÁTÍÐARNEFNDIR STARFSMANNAFÉLDG Þinn einl. vin Jón M. Ósmann.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.