Feykir


Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 7
5/1994 FEYKIR7 Sveinsstaðir í búsetu sömu ættar í tæpar þrjár aldir Ættarhöfðingjans Ólafs Jónssonar minnst á næsta ári Á næsta ári eru 150 ár síðan langalangafi minn Ólafur Jónsson og kona hans Oddný Ólafsdóttir fjuttu að Sveinsstöðum í Þingi. Ólafur var sonur Jóns Péturssonar síðar prests í Steinnesi og konu hans Elísabetar Björnsdóttur prests í Bólstaðahlíð, Jónssonar, þess sem Bólstaðahlíöarætt er komin frá. Oddný kona Ólafs var dóttir Ólafs Bjömsson bónda á Litlu-Giljá. Þessi 150 árhafa afkomendur þeirra hjóna búið á Sveinsstöðum í beinan karllegg og er ég sá fimmti í röðinni. Tel ég fullvíst að það séu ekki margar jarðir hér á landi sem undanfarin 150 árhafa verið setnar af sömu ætt í beinan karlegg, en gaman vær að frétta af því. Þessu til viðbótar má geta þess að langamma mín, Þorbjörg Kristmundsdóttir frá Kolugili í Víðidal, kona Jóns Ólafssonar, var af þeirri ætt, sem setið hafði á Sveinsstöðum frá því um 1700. Get ég því sagt að mínir forfeöur hafi samfellt setið Sveinsstaði í tæpar þrjár aldir. Niðjamót og niðjatal Ákveðið er að minnast þessar- ar 150 ára búsetu með því að efha til niðjamóts Ólafs og Oddnýjar og verður það haldið 5. og 6. ágúst í sumar. Samhliða er verið að taka saman niðjatal þeirra hjóna. Þessi grein er skrifuð til þess aö vekja athygli á þessu máli og reyna að ná til þeirra ættingja, sem hugsan- lega hefðu hug á að mæta á niöja- móti og vilja láta upplýsingar vegna niðjatalsins. Á Blönduósi er gott hótel og hótelstjórinn einn af ættinni og við tjaldstæði Blönduóss eru nokkur sumarhús til útleigu og hafa væntanlegir þátttakendur á niðjamótinu for- gang að leigu þeirra en verða að panta þau fyrir febrúarlok nk. Ýmsir aðrir gistimöguleikar era í héraði en fólki er bent á að tryggja sér gistingu sem fyrst. Dagskrá mótsins hefur ekki endanlega ver- ió samin, en allar hugmyndir eru vel þegnar. Fjórtán börn og fjöldi afkomenda Oddný og Ólafur áttu 14 böm og komust 10 þeirra upp. Þau voru þessi: Elstur var Jón bóndi á Sveinsstöóum, langafí minn. Meðal afkomenda má nefha Frið- rik Pál Jónsson fréttamann á Rík- isútvarpinu og Guðrúnu Halldórs- dóttur skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur. Annað bam var El- ísabet. Dóttir hennar Kristín gift- ist Stefáni Þórðarsyni Guðjohnsen kaupmanni á Húsavík. Meðal af- komenda þeirra er Einar Öm Stef- ánsson fréttamaður, Amór Guð- johnsen knattspyrnumaður og Oddur Einarsson fymim prestur á Skagaströnd og forstöðumaður at- vinnuátaks á Suðumesjum. Þriðja bam var Gróa Ólafsdóttir. Sonur hennar var Jón Kristjánsson nudd- læknir og meðal afkomenda er Bogi Agústsson fréttastjóri sjón- varps. Fjórða bam var Þórunn sem dó í Ameríku. Líklega eru engir afkomendur hennar á lífi. Fimmta bam var Ólafur söðla- smióur sem dó í Ameríku. Meðal afkomenda hans er Auður Júlíus- dóttir kona Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Sjötta bam var Odd- ný sem giftist Vigfúsi Melsted Guðmundssonarprests á Melstað. Meðal afkomenda þeirra er Guð- mundur Garðar Arthúrsson bankastarfsmaður. Sjöunda bam var Sigríður. Afkomendurhennar em í Ameríku. Attunda bam sem upp komst var Elín, sem giftist Metúsalem Einarssyni bónda á Burstafelli í Vopnafirði. Meóal af- komenda þeirra eru: Sigurjón Friðriksson bóndi í Yti-Hlíð í Vopnafirði, Gestur Einar Jónas- son útvarpsmaður á Akureyri og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur. Níunda barnið var Böóvar, sem fór til Ameríku ásamt fjöl- skyldu sinni. Tíunda bamið var Bjöm gullsmiður í Reykjavík kvæntur Sigríði Vilhelmínu Jóns- dóttir. Mikill félagsmála- maður Ólafur Jónsson bjó á Sveins- stöðum til dauðadags 1873. Hann var hreppsstjóri sveitarinnar og tók mikinn þátt í félagsstörfum auk þess að vera dugandi bóndi. Hann var þingmaður Húnvetn- inga eitt kjörtímabil, en sóttist ekki eftir endurkjöri vegna heilsu- brests. Hann var sæmdur heiðurs- krossi dannebrogsmanna. I líkræðu sem Páll Sigurðsson á Hjaltabakka flutti yfir Ólafi og varðveist hefur segir m.a.: „Ólaf- ur Jónsson var atgjörvismaður mikill til sálar og líkama. Stakur reglumaður og bústjóri góður. Það sýndi hann um þau 29 ár er hann bjó á Sveinsstöðum. Hann hafði tekið við þeirri klausturjörð niður- níddri, en reisti hana við bæði með húsakynnum og jarðabótum og það þótt hann hefði þungt hús jafnan og mikla ómegó að annast. Lífssaga hans vottar einnig að þeim tíma er hann vann að verki köllunar sinnar, þá vann hann eigi aðeins fyrir sjálfan sig, heldur vann hann samfélaginu bæði vel og lengi og tók þátt í flestum fé- lagsmálefhum þessa héraðs, þeim er komu fyrir á hans tíð". Líkur þar með tilvitnun í líkræðu sr. Páls. Verkfræðingurinn Til þess að varpa ljósi á bónd- ann og framkvæmdamanninn Ólaf má vitna í grein eftir Ásgeir L. Jónsson vatnsvirkjaráðunaut hjá Búnaóarfélagi íslands, en hann var alinn upp á Sveinsstöð- um. Þar segir m.a. „Ólaf fystí að ná vatni til áveitu á engið, en það var ekki álitlegt verkefni. Hallinn fyrir vatnið var harla vafasamur, skurðstæðið grýtt skriða, enginn verkfræðing- ur til á íslandi, hallamálstæki ekki fáanleg, nema þá lóðbretti, sem ekki var nógu nákvæmt mælitæki, en fyrirtækið risavaxið miðað við þann tíma og allar aðstæður. Þó tókst Ólafi að leysa vandann. Hann fann upp og smíðaði halla- málstæki, sem dugði honum ril mælingar. Þessi hallamælir ásamt viðeigandi hæðarmálsstöng með færanlegu reitarspjaldi var til á Sveinsstöðum í minni tíð og leng- ur, eða þar til gamli bærinn var rif- inn 1930-1931, að það lenti í glatkistunni í stað þess að geym- ast í forngripasafhi. Með þessum tækjum mældi Ólafur fyrir áveitu- skurði úr Skrióuvaðsós til suður- enda engisins. Var skurður þessi um 650 m að lengd og voru upp- tökin nokkuð fyrir ofan vaðið á Vatnsdalsá, er hinn gamli Norður- landsþjóðvegur lá um. Skurðurinn lá um grytt land (skriðuhlaup), sem var of óþétt fyrir vatnið, svo þaö reyndist ónógt fyrir áveituna. En Ólafur gafst ekki upp. Næst mældi hann fyrir áveituskurði úr norðvesturhorni Flóðsins, sem Vatnsdalsá rennur í gegnum. Haustið 1924 gerði ég nákvæma mælingu á þessum skurði í sam- bandi við fyrirhugaðar endurbæt- ur, eins og síðar verður getið, og reyndist þá lengd skurðarins 180 m og mesta dýpt 4 m. Skurður þessi liggur í gegnum skarð (Tíð- arskarð) milli svonefndrar Suður- skriðu og hinna „óteljandi" Vatns- dalshóla. Þurfti meðal annars að grafa í gegnum 100 m breiðan grjót- og malarhrygg. Ólafi entist ekki aldur til að fullgera skurðinn, en náði þó svo langt að fá nokkurt flæði á engjamar. Jón sonur hans lauk verkinu. Ekki mun nútímamönnum vera ljóst hvílíkt risamannvirki þessir tveir áveituskurðir hafa ver- ið. Við gröftinn vom aðeins tiltæk þeirra tíma handverkfæri: jám- karl, páll, reka og handbörur. Þeg- ar Jón lauk við Tíðarskarðsskuró- inn, má það vera, að haki hafi ver- ió kominn í notkun, svo og hjól- bömr, sem hann hafói smíðað. Á djúpa kafla skurðarins var efri hluti mðningsins settur á skurð- bakkann, en neðri hlutinn fluttur norður fyrir melhrygginn eins og glögg ummerki sýndu. Þessir tveir skurðir em að minni hyggju eitt hió séstæðasta mannvirkjaafrek, sem nokkur bóndi á landinu hefur gert, miðað við tíma og aðstæður. Ólafslundur Til þess að undirstrika hve Ólafur var mikils metinn framá- maður hér um slóðir, má geta þess að um 1940 þegar félagasamtök hér í sveit hófu skógrækt og gróð- ursettu lítinn lund var hann skýrð- ur Ólafslundur til þess að halda nafni Ólafs Jónssonar á Sveins- stöðum á lofti. Ólafur var m.a. einn aðalhvatamaðurinn að stofn- un Búnaðarfélags Sveinsstaða- hrepps, en hafist var handa við ræktun Olafslundar í tengslum við 75 ára afmæli Búnaðarfélagsins. Þessi lundur er sunnan í hól fast við Norðurlandsveginn. Þarhefur nú verið gerður áningastaður, sem er mjög vinsæll af ferðamönnum. Sveinsstöðum á bóndadaginn 1993 Magnús Olal'sson. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 118 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu Bronco II '84. Góður bíll á góðu verði. Má greióast með hrossum að hluta til eóa allur. Upplýsingar í síma 38031. Til sölu Mitsubishi Colt árgerð '87 EXE, tveggja dyra, hvítur að lit í góðu lagi. Upplýsingar í síma 35992 eða 37904. Til sölu Nissan Patrol, langur, árgerð 1990, ekinn 112 þús. Upplýsingar í síma 95-30001. Til sölu Lada Station 1500 árgerð 1988. Ekinn 70 þús. km. Upplýsingar í síma 35580. Til sölu hásing undir hestakemi. Fjaðrir og fjórar felgur fylgja. Upplýsingar í síma 24006. Til sölu Nasa sjónvarpsleikja- vél, með 150 innbyggðum leikjum. Selst ódýrt. Upp- lýsingar í síma 95-24234. Tapað-fundið Lyklar af Toyotu töpuðust í grennd við ritstjórnarskrifstofu Feykis eða sunnarlega við Aðalgötu í síðustu viku. Lykla- kippa er merkt Samvinnu- tryggingum. Fynnandi hafi samband á ritstjórn Feykis eða í síma 35757. Hestar til sölu! Nokkrir hestar til sölu. Reiðhestar og hryssur 5-9 vetra. Upplýsingar gefur Reynirísíma 95-12906. Styrkir til umhverfismála Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Pokasjóði Landverndar. 1. Um styrki geta sótt: Félög, samtök, stofnanir og einstaklingar. 2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfis- mála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, verndun, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rannsókna. Skilyrói er að verkefnin séu í þágu almennings. 3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. 4. Farið er fram á aó styrkþegar leggi af mörkum mótframlag, sem getur falist í fjárframlögum, vélum, tækjum, efni eða vinnu. 5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlutunarárs. 6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Landverndar fyrir kl. 17,00 þann 28. febrúar 1994. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðiblöóum, sem fást á skrifstofu samtakanna. Stöndum vörð um Pokasjóðinn Landvernd Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík sími 25242.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.