Feykir


Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 02.02.1994, Blaðsíða 8
2. febrúar 1994,5. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill LANDS BOK Þrjár bækur með mismunandi binditíma, háum raunvöxtum og lántökurétti í RS m Landsbanki Slími ^IS^ Mk ís,ands k3111.1.1 *J*J*J*JmJ ÆmÆ Bankiallralandsmanna Skagströnd: Trilla sökk af ísingu Húni HU, 5,5 tonna trilla sökk í miklu ísingaveðri í höfninni á Skagströnd að- faranótt fimmtudagsins síð- asta. Nokkuð greiðlega gekk að ná bátnum upp, en ljóst er að öll tæki um borð eru ónýt og þessa dagana er unnið að upptekt vélarinnar í Vélsmiðju Karls Berndsen á Skagströnd. Gunnar Jónsson eigandi trillunar hafði nýlokiö við að gera hana klára á ígulkerja- veiðar og t.d. tveim dögum áóur lokið við að koma fyrir tækum svo sem síma og tal- stöðvum. Ljóst er að tjón eig- anda er mikið. Tveggja daga stórhríð hafði varað áður en óhappið átti sér stað og hafði Gunnar mokað snjó úr trillunni kvöldið áóur en hún sökk, en það dugði ekki til. Brotist inn í útibú KS á Hofsósi Innbrot sem framið var í útibú Kaupfélags Skagflrð- inga á Hofsósi um síðustu helgi er upplýst. Aó sögn lögreglunnar á Sauðárkróki var ekki miklu stolið. Nokkrum myndbands- spólum, sælgæti og tóbaki. Peningum var einnig stolið, en liflir fjármunir höfðu verið skildir eftir í búðinni, einungis smávegis í skipti- mynt. Að sögn lögrelgunnar gekk nokkuö greiðlega að upplýsa þetta mál. —OHftttll II 11 Líkan að nýja hótel- og veitingahúsinu sem tekið verður í notkun á Staðarflöt í vor og reist var þar á grunni gripa- og íbúðarhúss. Nýtt og glæsilegt hótel og veitinga- hús tekið í notkun á Stað í vor Magnús Gíslason veitingamað- ur á Stað í Hrútafirði var ekki að tjalda til einnar nætur fyrir nokkrum árum, þegar hann ásamt fleiri aðilum festi kaup á gömlu íbúðar-og gripahúsi skammt frá veginum gegnt Staðarskála, á svokallaðri Stað- arflöt Undanfarin misseri hef- ur verið unnið að endurbótum og stækkun pessa húsnæðis, sem í vor verður opnað sem nýtt og glæsilegt hótel og veit- ingahús. í húsnæðinu verða 18 tveggja manna herbergi ásamt veitinga- og fundasal auk setu- stolii. Þessi nýju húskynni auka og bæta möguleika fyrir að taka á móti ráðstefhum og fundum í Hrútafjörð, að mati Magnúsar á Stað. Að þessum framkvæmdum stendur fyrir- tækiðStaðarflöthf. „Ég tel að með þessu sé ég ekki að fara í samkeppni við sjálf- an mig, heldur að auka fjölbreytni þeirrar þjónustu sem við veitum nú þegar. Eg held aó rekstur Stað- arskála og þessa nýja staðar geti farið vel saman og muni styrkja hvorn annan þegar til lengdar læt- ur. I Staðarskála munum við leggja áherslu á þjónustu við hinn almenna vegfarenda eins og verið hefur. Tilkoma nýja hússins mun gefa okkur möguleika á að geta boðið fólki upp á málsverði í notalegu umhverfi, fólki sem vill hafa það huggulegt og gerir meiri Byggingaframkvæmdir á Króknum á síðasta ári: Fólk að minnka við sig í húsnæði Byggingarnemd Sauðárkróks veittí alls 18 byggingarleyfi á síðasta ári og var gróska í bygg- ingum hjá einstaklingum meiri en um árabil. Ellefu leyfi voru veitt fyrir einbýlishúsum við Brekkutún, tveimur tvíbýlis- húsum í félagslega kerfinu við Laugatún, sambýli fyrir fatlaða við Fellstún, viðbyggingu við einbýlishús við Freyjugötu, leyfi til að innrétta fimm íbúð- ir í fyrrum iðnaðarhúsnæði við Sæmundargötu, leyfi fyrir sundlaug við sjúkrahúsið og fyrir sólst ol'u við Víðihlíð. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Guðmundar Ragnarsson- ar byggingarfulltrúa yfir störf bygginganefndar og bygginga- framkvæmdir á Sauðárkróki á síðasta ári. Um veitt byggingar- leyfi kemur einnig fram að veitt var heimild til að breyta einbýlis- húsi við Furuhlíð í tvíbýlishús og er það í fyrsta sinn sem slíkt er leyft í skipulagðri einbýlishúsa- götu. Þess má geta, sem eðlilega kemurekkifram í skýrslu bygg- ingarfulltrúa, að önnur slík af- greiðsla er á leið í gegn nú í byrjun þessa árs. Má e. L v. af þessu draga þá ályktun að fólk sé að minnka við sig í húsnæði. Þá sjást varla í byggingu einbýlishús í líkingu við stærstu húsin sem byggð hafa verið á síðustu tveimur áratugum. Nítján byggingarlóðum var út- hlutað á síöasta ári. Tólf undir einbýlishús, þar af tveim sem skilað hafði verið inn frá árinu á undan. Fimm lóðum var úthlutað undir parhús og tveimur lóðum undir iðnaðarhúsnæöi. Ennfrem- ur var tveimur lóðum úthlutað undir hesthús við Flæðigerði. Á árinu var hafin bygging 11 ein- býlishúsa, fjögurra íbúða í tveim- ur tvíbýlishúsum og sambýli fyr- ir faltaða. Sjö einbýlishús urðu fokheld og eitt fjórbýlishús. Einnig tvö hús undir atvinnustarf- semiogeitthesthús. Nokkuð var fjallað um skipu- lagsmál á árinu og má í því sam- bandi nefna skipulag Flæðigerð- is, íþróttasvæða og ræktunar- svæðis austan Sauðárkróksbraut- ar. Þá var samþykkt að hefja vinnu við endurskoóun á aðalskipulagi Sauðárkróks sem staðfest var 1984. Fundir byggingarnefhdar voru 28 og afgreidd á þeim alls 161 mál. kröfur en hinn almenni vegfar- andi. Þá auðveldar þetta nýja hús- næði okkur aó taka á móti stærri hópum, en það er nauðsynlegt að geta tekið vel á móti öllum gest- um, og einnig álít ég að funda- og ráðstefnuhald hér í Hrútafirði muni styrkja ferðaþjónustuna á þessum slóðum". Nú á þorra stendur yfír í Stað- arskála svokölluð Þorraveisla. Boðið er upp á þorrahlaðboró all- ar helgar frá föstudegi til sunnu- dags, og á laugardagskvöldum er þorramaturinn á borðum til kl. 21,30, fyrir þá sem vilja hafa kvöldið fyrir sér og snæða hin gimilegu þjóðlegheit í rólegheit- um. Góugleði er einnig á dagskrá í Staðarskála. Oddvitinn Ef vantar fólk á lista fyrir kosningarnar í vor. Þá er hér maður með reynslu af yiiisuin ináliini. Gæðaframköllun BÓKABTJÐ BKYnSTdARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.