Feykir


Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 6/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaö með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Loksins heyrist orð Sjálfsagt hefur ekki farið íram hjá neinum bændahatur það sem birst hefur í sumum þáttum sjón- varpsins. Hvemig ríkisfjölmiðill- inn hefur verið notaður til að breiða út áróður sem er kallaður heimildarmyndir. Það þótti einn af stóm ókost- unum við kommúnismann og nasismann, hvemig fjömiðlum var skefjalaust beitt í þágu þeirra kenninga. Nú sjáum við frjáls- hyggjuna feta þeirra slóó bæði í áróðri og stööuveitingum í sjón- varpinu íslenska. ískálaræðum tala frjálshyggjupostulamir um frelsi ríkisfyrirtækja, en engir hafa gengið eins hart fram í að troða þar inn mönnum. Kenningasmiðir nasista komu sér upp sínum syndahafri og of- sóttu gyðinga. Fijáfshyggjuhrafnar fúndu sinn syndahafur í bændum og hafa greitt þeim margt klám- höggið síðan. Fagnaðarefni er að í ríkisút- varpinu fannst maður sem ekki gat þagað eða látið sem ekkert væri. Það er svo sem oft þægi- legra að þegja og þiggja laun sín. En ekki er ríkisútvarpið öllum heillum horfið að það skyldi koma þar í fréttum, um allan gang þess- ara viðburða. íslendingar þurfa að eiga fleiri menn eins og Arthúr Björgvin Bollason, sérstaklega á Alþingi og á forsetastóli. Þá fengju Hrafnar, Baldrar og Baldvinar frek- ar aðhald og yiðu síður til skamm- ar. Frjáls þjóð á skilið að eiga frjálst úvarp á fimmtugasta full- veldisári sínu. Ingi Heiðmar Jónsson. Söngkvöld í Risinu Hiö árlega söngkvöld verður haldið í Risinu Hverfisgötu 105 í Reykjavík föstudaginn 18. febrúar 1994. Húsió verður opn- að kl. 20,30. Þar verður sungið frá kl. 21 og væntanlega eitthvað fleira til skemmtunar. Við píanó- ið verða Heiðmar og Ingi Vil- hjálms. Aðgangseyrir (húsaleiga) verðurkr. 300. Söngbók kvölds- ins verður Nýja söngbókin (sú græna frá Klettaútgáfunni). Hún verður til sölu á staðnum á krón- ur700. Verið velkomin. Aðstandendur. Þorr amót Grósku Iþróttafélagið Gróska gengst fyrir innanfélags- móti í Boccia nk. laugardag og hefst það í íþróttahúsinu kl. 10,00. Keppt verður í fjórum flokkum: flokki aldraðra, unglinga, og flokkum fatlaðra eldri og yngri. Meðal keppenda og gesta á mótinu verða sveitir frá bæjarstjórn Sauðárkróks og Kivanisklúbbnum Drangey, og munu þeir síðarnefndu annast dómgæslu á mótinu. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og yerða vitni að skemmtilegri og spennandi képpni. Stjórnin. Lengi býr að fyrstu gerð Mjög vandasamt verkefni er að hleypa nýju fyrirtæki af stokk- unum. Það hafa Islendingar marg- oft rekið sig á, og ófá eru dæmin um að ekki hafi nægjanlega verið hugað að nauðsynlegum þáttum, svo sem fjármögnunar- og markaðsmálum. En þetta eru án efa allra nauðsynlegustu forsend- umar fyrir því að rekstur hvers fyrirtækis geti gengið vel. Oft er talað um að styðja beri við þá aðila sem brydda upp á nýsköpun í atvinnulífinu og sýna þá dirfsku að setja á stofn fyrir- tæki. Þessi stuðningur er oftar en ekki alltof lítill. Opinberir sjóðir virðast t.d. ekki hafa mikið bol- magn til að veita stuðning af þessu tagi. Því vill það oft verða þannig að ný fyrirtæki leggja upp með alltof lítið stofnfé og fýrr en seinna kemur að því að þau reki í strand. Um þetta eru mýmörg dæmin. Síðan er það oft hinn mikil- vægi þátturinn sem hreinlega Ágæt sala hjá Skagfirðingi Skagfirðingur seldi í gær og fyrradag í Bremerhaven, 170 tonn fyrir 22,1 milljón. Meðal- verðið er 130,72 kr. sem þykir mjög gott. Vegna veðurs tafðist skipið talsvert á leiðinni til Þýskalands og kom það seint á mánudaginn að einungis náðist að landa 32 tonnum úr því. Það breytti þó ekki miklu að sögn Gísla Svans Einarssonar útgerðarstjóra Skag- firðings, því yfirleitt er selt úr stærri skipsförmum á tveim dög- um. Næsta sala skagfirsks togara á erlendum markaði, er 7. mars. Þá á Skagfirðingur aftur söludag, en skipið siglir með aflann að jafnaði einu sinni í mánuði allan ársins hring. gleymist, eöa altént er ekki nægj- anlega hugað að. Það er nefnilega ósköp þægilegt að framleiða og framleiða vöruna og stafla henni upp í hillur. Hitt er verra þegar bæði rekstrarféð og hilluplássið er á þrotum. Það er kannski í einni fram- leiðslugrein annarri fremur hér á landi, sem þurft hefur að huga mjög að markaðsmálum. Það er í ullariðnaðinum og saumastofúmar hafa stundum verið nefndar til sögunnar sem dæmi um fyrirtæki þar sem markaðsmálin hafa ekki tekist sem skyldi, þó svo að framleiðsla viðkomandi fyrirtækis hafi hvarvetna hlotið lof. Nýlegt tilfelli um dæmigert slys í markaðsþættinum virðist vera að finna vestur á Borðeyri við Hrútafjörð, samkvæmt frétt er birtist í Flóanum í desember. Þar segir frá framleiðslu á kertum hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga, sem framleidd eru undir merkinu Undirbúningsnefnd Sumar- sæluviku Skagfirðinga gengst fyrir dægurlagakeppni í tengslum við fjölskylduhátíð sumarið 1994. Lögum skal skila á nótum, hljómsettum með laglínu, og sungnum eða spiluðum inn á hljóðsnældu. Textinn skal fjalla um Skaga- fjörð. Skila á snældunum með dul- nefni höfundar, en fullt nafn og heimilisfang skal fylgja í meiktu lokuðu umslagi. Hilmar Sverris- son tónlistarmaður á Sauðár- króki mun veita aóstoð við út- setningar og upptökur til endan- „Mánaskin“. Kaupfélagsstjórinn segir framleiðsluna ganga ágæt- lega og áætlanir um rekstur kerta- verksmiðjunnar standist nokkum veginn. Það hafi þó gengið nokkm hægar en menn hugðu að komast inn á markaðinn í Reykjavík. Samningur sem gerður var við dreifingaraðila þar í sumar hafi ekki gengið eftir, en vonir standi til að samningar takist við nýja dreifingaraðila á næstu dögum. Þar voru framleiðendur Manaskins- kerta ólánsamir. Efúr þessu aö dæma virðist sala á kertum frá Borðeyri vera svo gott sem fyrir bí um þessi jól, en væntanlega er jólafastan aðalsölu- tími fyrir þessa vöru. Harla lítil hlýtur salan að vera ef aðalmark- aðssvæðið er ekki inni, höfuð- borgarsvæðið. Og þegar íslensk framleiðsla á í harðri samkeppni við innflutning þá dugar vitaskuld ekki að koma með vöruna á maikað nokkrum dögum fyrir jól. ÞA. legs flutnings, ef óskað er, en hann rekur hljóðver á Sauðár- króki. Upplýsingar í síma 95- 35090. Dómnefnd mun velja lög sem keppa til úrslita á Vetrar- sæluviku sem fram fer 10.-17. apríl nk. Lögunum skal skila eigi síðar en 20. mars til dómnefndar Stjómsýsluhúsinu Skagfirðinga- braut 17-21, 550 Sauðárkróki. Vegleg verðlaun verða í boói auk þess sem lagið verður notað sem kynningarlag fyrir hátíðina, og gert veróur við það mynd- band. Undirbúningsnefnd Sumarsæluviku: Gengst fyrir keppni í dægurlagagerð Starfsfólk Skagfirðingabúðar á Sauðárkróki: Beitir sér fyrir átaki í slysavörnum Skagfirðingabúð á Sauðár- króki stendur fyrir heljarmiklu átaki í slysavörnum jafiit innan heimilis sem og utan þess. Föstudaginn 11. febrúar nk. hefúr orðið fyrir valinu og verður mjög mikið um að vera þennan dag í versluninni. Fjöl- margir aðilar í Skagafirði er tengjast þessu málefni munu þá verða í Skagfirðingabúð. Þeir gefa viðskiptavinum verslunar- innar góð ráð í sambandi við slys og fyrirbyggjandi aðgerðir. Einnig hvernig skuli bregðast við slysi. Fjölmörgum bæklingum verð- ur dreift til fólks og einnig verða verklegar sýningar og fólki boð- in þátttaka. Meöal þátttakenda má nefna: Slysavamarfélag íslands og Björgunarsveitina Skagfirð- ingasveit, sem kynnir starfsemi sína og mun sýna tækjabúnað sinn og ef veður leyfir verður sett upp björgunarsýning utan við verslunina. Slökkvilið og starfs- menn Brunavama Skagafjarðar verða einnig til taks og gefa leið- beiningar, svo sem hvemig bregðast skuli við eldsvoða, svara fyrirspumum um starfsemina og þess háttar. Einnig era fyriihugað- ar á þeirra vegum sýningar fyrir utan verslunina. Lögreglan og Umferðarráó veróa einnig á staðnum, með fræðslu um ýmislegt tengdu um- ferðinni, hvemig koma megi í veg fyrir slys o.s.frv. Gestum verður t.d. boðið að setjast í þar til gerð- an stól, spenna öryggisbeltin og lenda síðan í árekstri. Þetta atriði á að sýna og sanna mikilvægi þess að nota öryggisbelti. Starfsfólk sjúkrahússins mætir og einnig leiðbeinendur frá Rauða krossinum, sem kynna skyndi- hjálp og gefa góð ráð. Vegagerð ríkisins kynnir kort af Norður- landi vestra, þar sem algengustu slysastaðfr er tilgreindir. Starfs- menn Vinnueftirlits ríkisins og Ferðafélags Skagafjarðar munu einnig kynna starfsemi sína. Eld- þol steinullar verður sýnt, og starfsmenn frá rafmagnsverk- stæði KS kynna öryggiskerfí fyr: fr heimili og smærri fyrirtæki. I tilkynningu firá Skagfirðingabúð segir ennfremur að starfsfólk verslunarinnar vonist til að sjá sem flesta Skagfirðinga á föstu- daginn, enda þá á dagskrá mál sem varði okkur öll.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.