Feykir


Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 09.02.1994, Blaðsíða 5
6/1994 FEYKIR5 „Vil ganga beint að hlutunum" Segir Erla á Gili í viðtali við Heima er best „Ég var kosin í hreppsnefnd 1982 og þá strax kjörin odd- viti. Ég var fyrsti kvenodd- vitinn hér og eina konan í A.- Hún. sem gegndi þessu emb- ætti. Ég kann ágætlega við það, en ég finn að karlmenn hugsa öðruvísi en konur. Karlmenn vilja aldrei ræða málin beint. Þeir vilja hafa þetta svolítið dulbúið hjá sér. Ég vil ganga beint að hlutun- um en þeir eiga erfitt með að viðurkenna það. Það hefur ailtaf verið mjög gott sam- starf í hreppsnefndinni. Það var dálítið erfitt að koma inn í hreppsnefndina á þessum tíma vegna þess að þá stóð Blöndudeildan sem hæst. Það var mikill klofningur innan sveitarinnar vegna virkjunarinnar. Ég var alltaf talin mikil virkjunaráhuga- manneskja. Ég veit ekki hvort ég var það, að minnsta kosti beitti ég mér ekki mik- ið í því máli. En það var litið svo á vegna þess að ég kom inn í hreppsnendina frá þeim armi. Ég hélt reyndar að sveitinar þyrftu að fá eitt- hvað nýtt til að standa af sér þá erfiðleika sem komnir voru í búskapinn. Virkjunin breytti töluverðu en það má alltaf deila um það hversu mikils virði það er“, segir Erla Hafsteinsdóttir oddviti á Gili í Svartárdal í heil- miklu viðtali sem Birgitta Halldórsdóttir skrifaði fyrir Heima er best, og birtist í nýjasta heftinu. „Uppgræðslan er eitt af því sem deilt hefur verið um í sambandi við Blönduvirkjun. Eg hef aldrei getað skilið það. Bændur vildu láta bætur sínar í uppgræðslu og auka gróður- lendið. Eg hélt að það væri þó eitt sem þjóðin næði saman um, það að rækta upp landið, og bændur hér um slóðir eru ekki þar neinir eftirbátar. Eg er náttúruunnandi og það hefur aukist eftir því sem ég hef kynnst öræfunum. Þá sér mað- ur glögglega hve þörfin á nátt- úruvemd er mikil. Ég hef farið í göngur sem ráðskona og lík- að það vel. Það er frjálslegt og gott að vera uppi á heiði. Samstarfið við Skagfirð- inga í sambandi við heiðina hefur blessast vel. Það var að vísu stormur um það leyti sem ítalan var gerð, og einnig hefur verið deilt um hrossaupprekst- ur, en annars hefur þetta geng- ið ágætlega. Þegar ég kom inn í fjallskilamálin var mikið tal- að um að gera ítölu eins og svo varð. Ég var svo ókunnug á svæöinu að ég vissi ekki þá að á stómm hluta var afrétturinn ógirtur, allur austurkanturinn. Mér fannst fáránlegt að gera ítölu í ógirt svæði og eftir það varð mér mikið áhugamál að loka afréttinum með girðingu, eins og seinna varð með hjálp Landsvirkjunar. Nú er heiðin að mestu afgirt nema með jöklinum. Starfið í kringum heiðina hefur tekið þónokkum tíma hjá mér. Þar er rekin ferðamanna- þjónusta og ég sé um bókhald í sambandi við það. Það eru verðir í Galtárskálunum í tvo mánuði á sumri og boðið upp á gistingu í báðum skálunum, við Ströngukvísl og Galtará. Ishestar hafa verið þama stórt númer, þama er heysala og alltaf nóg af því. Þessi þjón- usta hefur komið jákvætt út. í innganginum að viðtalinu kemur fram að Erla taki þátt í smalamennsku og bústörfum af lífi og sál, oddvitinn á Gili sé stórbrotin manneskja, sem hafi tekið þátt í félagsmálum sveitar sinnar og sýslu af öll- um kröftum. Hún er glettin og gamansöm og hlý í viðmóti, þótt ævin hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Hún er fjölhæf og hefur lagt margt óvenjulegt fyrir sig. Staðið fyrir rokkhá- tíöum í Húnaveri, verið for- maður kvenfélags, ráðskona gangnamanna, kennt skóla- börnuni, og staðið fyrir stóm heimili. Þá má ekki gleyma oddvitastarfinu sem Erla hefur gegnt í rúman áratug og auk þeirrar bók- og reikningssýslu, hefur hún aðstoðað fólk í sveitinni við skattframtölin. A þessari upptalningu ætti fólki að vera ljóst að Erla á Gili er ein af þessum kjamakonum. „Ég var í farskóla í þrjá vet- ur. Fyrst var ég í Ártúnum og þá kenndi Jón Tryggvason okkur. Þaó var í fyrsta skipti sem ég fór að heiman. Þá hálf- leiddist mér og var heldur lítil í mér. Svo var ég í Blöndu- dalshólum, þá var Bjami Jóns- son kennari. Þriðja veturinn var ég í Þverárdal og Bjarni kenndi þá einnig. Heimþráin var sterk Eftir þetta fór ég í unglinga- skóla á Blönduósi, sem þá var aðeins í þrjá eða fjóra mánuði, byrjaði ekki fyrr en eftir ára- mót. Við fómm þangað tvær saman systurnar, Anna og ég, þó að Anna væri nokkrum ámm eldri. Þá kenndi Sólveig Sövik okkur öll fög sem kennd vom í skólanum, en skólastjóri var Steingrímur Davíósson. Þetta var raunverulega í tengslum við barnaskólann á Blönduósi. Við leigðum hjá frænku okkar, Jóhönnu Þor- steinsdóttur í litlu húsi fyrir sunnan Blöndubrúna. Hún bjó ein og leigði okkur herbergi en við áttum að sjá um okkur sjálfar. Það var nú dálítið skrautlegt og Onnu systir minni leiddist alveg óskaplega. Það var þennan vetur sem við ætluðum heirn um páskana og allt varð ófært. Hugmyndin hafði verió að vió kæmumst heim með Bóasi í Bólstaðar- hlíð, en hann var þá mjólkur- bílstjóri. En svo var stórhríð og Bóas ætlaði aldrei að fara. Hann hélt þá til hjá Steingrími Davíðssyni. Anna, systir mín, var ekki aldeilis á því að við yrðum á Blönduósi um pásk- ana. Við fórum því heim til Steingríms skólastjóra og ætl- uðum að fá leyfi til að ganga heim. Við dúðuðum okkur mikið og vorum ákveönar í að fá leyfið, en Steingrímur sagði að það kæmi ekki til greina. Hann var afar elskulegur og vildi fá okkur inn í kaffi, en Anna afþakkaði það. Þegar við komum til baka að Blöndu- brúnni hélt ég auðvitað aó við færum aftur til Jóhönnu. En Anna sagði: „Ertu vitlaus manneskja, heldur að við för- um ekki heim?“ Þaö varð úr að við löbbuðum heim og komumst það. Það gekk mjög vel og við vorum ekki nema rúma þrjá tíma á leiðinni. En Steingrímur hafði fylgst með okkur og sá að við beygðum í vitlausa átt, svo hann hringdi í pabba og það var fylgst með okkur í dalnum. Við vorum afa heimfúsar. Tæpt þegar brann Fyrst bjuggum við bæði með kýr og kindur. Við höfum líka alltaf haft dálítið af hross- um. Mér finnst alveg afskap- lega gaman að gefa hrossum. Það er uppáhalds starfið mitt. Við seldum svo kýrnar vegna þess að við sáum okkur ekki fært að byggja yfir þær eins og nútímakröfur eru og ég sá mjög mikið eftir blessuðum kúnum. Þá missti ég einn þátt- inn úr lífinu sem hefur alltaf verið til staðar. En það grær yfir það eins og annað. Gamli bærinn á Gili brann 1963. Eftir það byggðum við. Við misstum mikið af innbú- inu. Það var tryggt en mikið fór af persónulegum munum, sérstaklega misstu gömlu hjónin mikið. Það var mjög sérkennilegt þegar brann. Við sátum öll inni og hlustuðum á útvarpið, á framhaldssögu, sem við vor- um öll afskaplega spennt fyrir. Við heyrðum eitthvert þrusk frammi og héldum að Bóas í Bólstaðahlíð væri kominn. Hann kom oft á kvöldin og spilaði við okkur. Það hugsaði enginn meira um það fyrr en hundamir fóru að hamast. Þá var farið fram og eldhúsið allt logandi. Það mátti ekki tæpara standa. Við vorum með gas- eldavél og Friggi gat náð í kút- inn og dregið eldavélina út á honum. En ég stóð ekki lengur í eldlínunni, heldur fór út í fjós með krakkana, þau voru svo lítil. Þar var ég meðan verið var að bjarga því sem bjargað varð. Við fórum svo í Húna- ver, þar bjó systir Frigga, og vorum við hjá henni í eitt ár meðan byggt var hér. í gamla bænum bjó ég í einu herbergi með bömin þrjú og eld- húsið var sameiginlegt. Það var í rauninni dálítið skref aftur á bak að koma í Svartárdalinn úr Langa- dalnum, því að þar vom meiri þægindi. Það voru mikil við- brigði að flytja hingað. Þá var ég 18 ára og kannski ekki tilbúin að takast á við lífið. En ég hef alltaf verið frekar jafnlynd, svo að þetta gekk allt saman“. Dagur slysavarna í Skagfíróingabúó föstud. 11. febrúar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.