Feykir


Feykir - 16.02.1994, Side 1

Feykir - 16.02.1994, Side 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga: Vill samvinnu með sveitarfélögunum Með útvegun húsnæðis fyrir nýja atvinnustarfsemi Stjórn Verkalýðsfélags Austur- Húnvetninga hefúr beint því til sveitarstjórna á svæðinu, að þessir aðilar beiti sér í samein- ingu fyrir útvegun húsnæðis fyrir atvinnustarfsemi, en áform um stofhsetningu ígulkerja- vinnslu á Bfönduósi hafa strandað að verulegu leyti á því að ekki hefúr fúndist hentugt húsnæði fyrir starfsemina. At- vinnulaust verkafólk á félags- svæði VAH eru nú 20 fleira en á sama tíma í fyrra. Valdimar Guðmannsson formaður felags- ins segir það óviðunandi, þó at- vinnuástand á svæðinu sé ekki verra en víða annars staðar. Bæjarstjóm Blönduóss tók já- kvætt í erindi VAH á fundi sínum nýlega og hvatti til þess að verk- efni þessu yrði ýtt úr vör hið fyrsta. Óskuðu bæjarstjómarmenn eftír áframhaldandi frumkvæði verkalýðsfélagsins í málinu. Bæj- arstjómin lagói þó áherslu á að ekki sé ástæða til þess fyrirfram að binda notkun hússins við ákveðnar starfsgreinar. Valdimar í Bakkakoti segir umræðumar hafa komið upp í verkalýðsfélaginu vegna áforma um ígulkcrjavinnsluna og áfram yrði unnið að þessu máli, enda veitti ekki af eins og atvinnuá- standið væri. „Þetta hefur að vísu lagast frá því um áramót, en fjöldi atvinnulausra er samt meiri en maður bjóst við að yrði. Það verð- ur að aðhafast eitthvað í þessum málum. Það er ekki hægt að sætta sig við þetta ástand", sagði Vald- mar, en í dag er fjöldi atvinnu- lausra um 70 á félagssvæði VAH. Veiðar á ígulkerjum hafa glæðst við batnandi tíð að undanförnu. Bátunum þrem sem stunda veiðamar hefúr gengið vel að finna fengsæl mið og hrognafylling er komin í um 10%, sem þykir ágætt í síðustu viku þurfti að stöðva veiðar um tíma þar sem að vinnslan hjá Isex hafði ekki orðið undan, en þar vinna um 20 manns. Munar því talsvert um þessa nýju úrvinnslugrein sem byrjað var á sl. vetur. Lögreglan á Sauðárkróki: Rólegasti vetur um nokkurt skeið Gamli Arnar til veiðar út fyrir 200 mílurnar Gamfi Arnar, sem heitir núna Rex, er þegar þessi frétt birtist væntanfega á Ieiðinni á veiðar á ný. Að þessu sinni út fyrir 200 mílurnar. Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skagstrend- ings sagðist ekki vilja gefa upp hvert skipið færi. Ahöfnin er mestmegnis færeysk og mun hún freista þess að veiða blá- löngu. Aflinn verður seldur á næsta markaði, annaðhvort í Bretfandi eða Færeyjum. Sem kunnugt er hefúr Rex leg- ið bundinn við bryggju á Skaga- strönd í rúmt ár og þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi sýnt skipinu áhuga hefur ekkert orðið úr sölu á því. Meðal annars sýndi Færey- ingurinn sem er skipstjóri á Rex, áhuga á kaupum á skipinu á sínum tíma, en ekkert varð úr því. Hugmyndir voru uppi um að senda skipið á salt í Smuguna og gera á því talsvert umfangsmiklar breytingar. Þeirri hugmynd hefúr ekki verið kastað fyrir róða og að sögn Sveins Ingólfsonar fram- kvæmdastjóra Skagstrendings má líta á veiðar Amars fyrir utan 200 mílumar nú sem biðleik. ,Am;ir er náttúrlega mjög gott skip, og það ætti að auka sölumöguleika á skip- inu að vera kominn með þaó í notkun að nýju. Það er alltaf verra að selja skip sem hafa legið við bryggju lengi“, sagði Sveinn. „I»etta er búið að vera frekar rólegt og gott hjá okkur í vetur. Þessi árstími er reyndar sá ró- legasti á árinu, en þessi vetur er líklega sá rólegasti hjá okkur um nokkurt skeið og er það gott“, sagði Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki. Þetta kemur heim og saman við það sem lögreglan hefúr gefið upplýsingar um eft- ir helgar í vetur. Yfirleitt hefúr svarið verið: Þetta var mjög ró- Iegog góð helgi. í þeim samanburðartölum sem lögreglan á Sauðárkróki hefur sent frá sér virðist sem málum hafi fækkað milli áranna 1993 og 1992. Þannig fækkaði umferðar- óhöppum úr 43 í 36 á síðasta ári. Umferóarslys vom reyndar jafn- mörg 16 og banaslysin einnig, eitt sitthvort árið. Skemmdarverkum almennt fækkaði í 19 úr 22, skemmdarverkum á bifreiðum í 10 úr 29, rúðubrot vom 22 1993 vom 36 árið áður, innsetningum í fangaklefa fækkaði úr 66 í 57. Innbrotum fækkaði um helming, vom 8 í stað 17 ‘92 Fjöldi þjófnaða var svipaður milli ára, um 15, bílþjófnaðir vom þó fimm á síðasta ári, tveim fleiri en árið áður. Engir þjófnaðir vom á munurn úr bílum á síðasta ári, en vom tveir árið á undan. Elds- voðum fjölgaði um helming, vom 16 í stað 8 áriö á undan. Líkams- meiðingum fjölgaó á síðasta ári, í 21 úr 18. Þá fjölgaði einnig kær- um vegna ölvunar við akstur. Vom 37 í stað 28 árið á undan. Geiri með fljúgandi start „Það er ekki hægt að fá betra start. Þetta gjörsamlega svínvirk- aði“, sagði Geirmundur Valtýsson að lokinni frumsýningu á söngskemmtuninni „Látið sönginn hljóma“ í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri sl. laugardagskvöld. Allt ætlaði gjörsamlega um koll að keyra í Sjallanum. Fólk söng og dansaði uppi á borðum í trylltu stuði. Um 200 manns var á söngskemmtuninni og á dansleiknum á eftir var um 600 manns í Sjallanum. Fólk hafði orð á því að þetta væri sama góða stemmningin og í gamla daga þegarhljómsveit Ingimars Eydal var og hét hljómsveit hússins. Samkvæmt upplýsingum for- ráðamanna Sjálfstæðishússins hafa nokkur fyrirtæki jregar ákveðið að halda árshátíð sína á laugardagkvöldum í Sjallanum í vetur. —Ktewflil! f»|DI— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata I b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílavi&ger&ir * Hjólbar&averkstsebi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.