Feykir


Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 3
7/1994 FEYKIR3 Börnin blóta í Víðidal I»að er nokkurra ára gamall sið- ur í Víðidal að halda þorrablót fyrir yngri kynslóðina í dalnum, og hefur þessi skemmtun öðlast miklar vinsældir. Hugmyndina að þessu átti Jónína Sigurðar- dóttir á Kolugili og sá hún um að hrinda þessu í framkvæmd, fyrst árið 1986. Er álitið að um einsdæmi sé að ræða að haldið sé þorrablót af þessu tagi í land- inu. Til liðs við sig fékk Jónína kvenfélagið Freyju og ungmenna- félagið Víði í Víðidal, en þessi fé- lög hafa séð um þetta á hverju ári síðan, með Jónínu í fararbroddi, en fulltrúar em kosnir fiá hverju félagi i undirbúningsnefnd fyrir þorra- blótið. Borinn er fram venjulegur þorramatur og em bömin almennt mjög dugleg að borða hann. Má segja aö þetta sé nokkurs konar þorrablótsþjálíún fyrir þau áður en þau komast í eldri deildina, en krakkamir á þessu blóti em frá 6- 13 ára aldri. Bömin sjá sjálf um skemmtiatriði og dansmúsík er leikin af plötum og geisladiskum. Aðgangseyrir á blótið miðast við kostnaðarverð og var það kr. 500 að þessu sinni. Um 70 böm mættu á blótdó. EA. Leikgleði á Þorramótinu I»að ríkti leikgleði á Iwramóti Grósku í boccia sem haldið var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. Auk Grósku- fólks kepptu á mótinu, kiwan- ísmenn úr Drangey sem einnig önnuðust dómgæslu á mótinu, og bæjarstjórnarmenn á Sauð- árkróki, sem prófúðu nú í fyrsta sinn þessa framandi íþrótt. Meiningin er að gera Þorramótin að árlegum við- burði í starfcemi Grósku. Þorramótið þótti takast mjög vel, og hefur væntanlega verið gott innlegg í undirbúning Gróskufólks fyrir Islandsmótið sem fram fer í næsta mánuði. Aðrir þátttakendur skemmtu sér Herdís Sæmundardóttir kastar boltanum í keppni bæjar- stjórnar og foreldra. Hér fylgjast þeir spenntir með gengi félaga sinna: Stefán Logi Hilmir og Bjöm Bjömsson. einnig mjög vel, ekki síst bæjar- stjómarmenn, sem þóttu þó bolt- amir fúrðulega dintóttir og íþrótt- in mun tæknilegri og erfióari en í fyrstu sýndist. Ahugi gestanna úr bæjarstjóminni var svo mikill að sett var á aukakeppni milli þeirra og unglingasveitar Grósku. Það em að verða tvö ár síðan íþróttafélag fyrir fatlaða var stofnað í Skagafirði. Hefur það fram til þessa eingöngu sinnt borccia íþróttinni og haldið úti æfingum fyrir fatlaða, ófatlaða unglinga og aldraða. Ekki varð af þátttöku aldraða á Þorramótinu að þessu sinni, og er ástæða þess að tvær jarðarfarir vom á Krókn- um á laugardaginn. <SH „Frd og með deginum í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti “ Útgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaðargreiðslur — reikningarnir greiddir á réttum tíma Áu nninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gefur möguleika á hagstæðari lánum. RAÐGJOF OG AÆTLANAGERÐ mm iimiNniMimim [crnnmii [TtTTTTTTm Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu /T\ BIJNAÐARBANKI HEIMILISLÍNAN fyrir Ijármál heimilisins. Auk þess eru WÍSLANDS - Heildarlausn ájjármálum fjármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð einstaklinga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.