Feykir


Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 7/1994 „Það er mikið líf hérna, og allt snýst í Imnnum rinfinncln ci^unIahcr Ikltid I IVI II IV4%4il 11 VII w IIII1211VI 9ICIVdl Cl I Idl 121 Segir Hólmar Ástvaldsson frá Sauðárkróki, fjármálastjóri eins mesta uppgangsfyrirtækis landsins nú, Hraðfrystistöðvar Þórshafnar „Eg var örugglega mjög heppinn aó komast að héma í gott og skemmtilegt starf hjá góóu fyrirtæki. í dag er alls ekki auövelt fyrir ungt fólk aö fá vinnu viö sitt hæfí aó loknu námi, sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir eru um hituna, en eftir því sem lengra er farió frá Reykjavík viróast möguleikamir aukast á góóum störfum. Maóur vissi svo sem lítið hverju væri von á hér, en það er ýmislegt hægt aö gera sér til dundurs í frítímanum, þótt í sjálfu sér ekki mikið um að vera. En ef fólk er tilbúió aö taka þátt í því sem í boöi er, þá getur því lióið mjög vel, og þannig hefur þaó verió meó okkur“, segir Hólmar Ást- valdsson frá Sauöárkróki, sem ásamt unnustu sinni Ólu Björk flutti austur á Þórshöfn um mitt síðasta ár. Hólmar, sem er viðskiptafræóingur að mennt, gegnir starfí fjár- málastjóra hjá einu mesta uppgangsfyrirtæld í landinu um þessar mundir, Hraóírystistöð Þórshafnar. Óla Björk, sem er frá Reykjavík, hefur tekiö sér frí frá sálfræóinámi og stundar nú kennslu í grunnskólanum á Þorshöíh. Hólmar Ástvaldsson í búningi knattspyrnuliðs Tindatóls sumarið „Já, cftir þeim tíma sem fyrir- tækið fær í fréttatímum útvarps og sjónvarps þessa dagana, mætti ætla að þetta væri mesta upp- gangsfyrirtæki landsins. Er ekki alltaf eitthvað um okkur í fréttum á hverjum degi?“, sagði Hólmar og hélt svo áfram: „Þetta er búið að vera mjög líf- lcgt héma síðan ég kom í júlí sl. Þá voru einmitt aó landa héma tveir færeyskir togarar, fiski sem þeir veiddu í Smugunni, og var einmitt mikið í fréttum á þeim tíma. í framhaldi af því fór Stak- fellið einmitt þama uppeftir. Síð- an stöndum við náttúrlega núna í því ásamt Vopnfirðingum að kaupa tvo kanadíska togara til landsins. Það er félagið Úthaf sem stendur aö þeim kaupum. Lífið snýst mjög mikið héma um úrvinnslu sjávaraflans. Núna undanfarið hefur t.d. allt snúist í kringum loðnufrystinguna. Frysti- geta frystihússins er nýtt allan sólarhringinn, mestmegnis fyrir loðnufrystinguna. Það er bara unnið úr þeim litla bátafiski sem berst á land núna. Þetta em upp- 1989. grip hjá fólki í loðnufrystingunni núna. Fólk vinnur mikið, sumir alltuppí lótíma. Þórshöfn mikið vertíðarpláss Þetta er ákfalega mikið vertíð- arpláss héma. A vorin veiðist vel af bolfiski, þorksi og ufsa, héma viö Langanes. Þá kemur mikið af aðkomubátum sem gera út héðan og þá fjölgar fólki í þorpinu. Síð- an er það síldarvertíðin á haustin og svo kemur loðnan, frystingin og bræðslan, eftir því ástandi sem loðnan er í. Það er bara eitt sem hamlar því að hér sé hægt að taka á mótí fleira fólki, og það er hús- næðiseklan sem er mikil“. Em menn að spá í að frysta loðnu um borð í Stakfellinu? „Það hefur komið til tals að fara með skipið á einhverja Aust- fjarðaliöfnina, þar sem hvað styst er í miðin núna, en það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það? Það er fjölþætt starfsemi hjá Hraðfrystistöðinni? )rlá, það má segja að fyrirtæk- ið skiptíst í þrjár deildir. Ein þeirra er útgerð ftystískipsins Stakfells, önnur rekstur loðnubræðslu sem afkastarum 600 tonnum á sólar- hring, og síðan emm við með fiskvinnslu og frystíhús þar sem unnið er úr um 20 tonnum yfir daginn. Hjá fyrirtækinu starfa unt 130 manns, sem er mjög mikið miðað við stærð byggðarlagsins, en hér búa um 450 manns í þorp- inu og 50 manns í sveitinni í kring. Síðan er Hraðfrystístöóin meirihlutaeigandi í Skálum hluta- félagi sem stofnað var um kaupin á loónuskipinu Júpiter, en þau kaup hafa styrkt mjög rekstur loðnuverksmiðjunnar, þar sem að verksmiðjunni er nú betur tryggt hérefni þegar loðnan færir sig austur og suður fyrir, eins og nú er að gerast. Þá eigum einnig í Út- hafi eins og ég sagði áðan“. Höfnin dýpkuð fyrir loðnuskipið Hvað er hugsað með þessa kanadísku togara. Eiga þeir að fara í Smuguna? „Ekki endilega og það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efn- um. Þeir verða náttúrlega sendir þangað sem hagkvæmast þykir. Hatton Rochall svæðið kemur t.d. alveg greina“ Er mikil drift á Þórshöfn um þessar mundir? Já, það er mjög líflegt héma og næga vinnu að fá. Það hefur t.d undanfarið verið unnið að dýpkun hafharinnar. Höfnin er það grunn að Júpiter hefur t.d. ekki komist inn nema með 900 tonn, og þar með ekki getað fullnýtt veiði- og flutningsgetu sína fyrir vinnsluna hér. Þegar dýpkuninni er lokið á skipið að komast hingað inn með þau 1300 tonn sem það getur inn- byrt í veiðiferðinni". Það eru margir sem kannst við Hólmar frá því að hann lék knatt- spymu með Tindastóli og körfu- bolta með Þór á menntaskólaár- um sínum á Akureyri. Ung- mennafélag Langnesinga ætlar að senda lið í fyrsta sinn í 4. deildar- keppnina á komandi sumri, og það er enginn annar en Hólmar sem hefur valist tíl að þjálfa og stjóma því liði, og að sjálfsögðu mun hann einnig leika með. Fótboltaliðið í keppni næsta sumar ,Já, það fylgir bjartsýninni héma aó nú ætla menn að skella sér í keppnina í fótboltanum. Það er þónokkur áhugi héma, bæði á knattspymu og körfúbolta og ég á von á því að menn hafi gaman af þessu í sumar. Við lendum í riðli með liðunum á Austfjörðum sem er hagstæðara fyrir okkur en fara norður, þó það hefði verið gaman að mæta liðunum úr Skagafirði og nágrenni. Það háir okkur að hér er bara lítill leikfimisalur og við höfúm farið nokkram sinnum til Vopnafjarðar í vetur til að æfa, en þar er stærra hús. Það er byrjað að tala hér af alvöra um byggingu íþróttahúss og það má alveg búast við að það rísi áður en mjög langt líður. Jú, við kunnum mjög vel við okkur og tökum líka þátt í því sem í boði er héma. Hér er t.d. mjög stutt í góða lax- og silungs- veiði. Síðan er ég búin að læra að skjóta úr byssu og er farin að stunda fnglaveiðamar. En þú ferð ekki ofit í leikhúsið héma. Aftur á móti er gott félagsheimili hér og alltaf haldnir dansleikir annað slagið. Þangað mæta þá margir af þorpsbúum og nágrannar, fólk af nánast öllum aldri sem skemmtir sér saman“, sagði Hólmar Ast- valdsson sem greinilega líkar lífið vel í „gullgrafarabænum" Þórs- höfh á Langanesi. Frá Þórshöfn á Langanesi. feykir................. .....lesinn upp til agna

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.